Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 11
Hér má sjá Síberíutígur reyna að ná hæns- fugli sem sleppt var lausum sérstaklega til að skemmta gestum dýragarðs í Kína þar sem slíkar kisur dvelja. Ógnvænlegur tíg- urinn var ekki lengi að ná fiðraðri bráðinni sem hann fékk á silfurfati, en deildar mein- ingar eru um hversu gott það er fyrir kisu að þurfa lítt að hafa fyrir máltíðinni. Gestum til skemmtunar í kínverskum dýragarði AFP Tígur leikur sér að fiðurfénaði Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvikmynd verður til Við tökur á Danska barnum í Reykjavík, Arnar Þórisson kvikmyndatökumaður á vélinni og hluti stelpnanna í Reykjavíkurdætrum býr sig undir að syngja og taka við leikstjórn. Alltaf gaman að skapa. lenskt fólk sem er að reyna að lifa af, eiga fyrir reikningunum og öðru slíku, rétt eins og við hin.“ Þetta er ekki klámmynd Ylfa Edelstein fer með hlutverk háskakvendisins og hún kom sér- staklega til Íslands frá Bandaríkj- unum, þar sem hún býr, til að leika í myndinni. „Ylfa er alveg fullkomin í hlut- verkið og ég er mjög ánægður með hvernig hún skilaði sínu hlutverki. Ungu leikaranemarnir stóðu sig líka rosalega vel, þau Þuríður Blær Jó- hannsdóttir og Albert Halldórsson sem bæði eru í Leiklistarskólanum en munu útskrifast í vor.“ Myndin heitir A Reykjavik Porno, en þó er hún alls ekki klám- mynd. „Titill myndarinnar kemur til af því að það er ungur strákur í mynd- inni sem stelst til að taka upp mynd- bönd þegar móðir hans stundar kyn- líf og hann birtir upptökurnar á vefsíðu. Í framhaldinu verður þetta vinsælt og fleiri ungir krakkar fara að filma foreldra sína í kynlífs- athöfnum. Því miður er auðvelt að gera slíkt án þess að fólk viti af því, og þetta kemur einmitt inn á hversu auðvelt er orðið að njósna um fólk og enginn er lengur óhultur fyrir því að einkalífið birtist fyrir allra augum. Í kvikmyndinni minni eru aðalpersón- urnar allar komnar út á ystu nöf á til- finningasviðinu.“ Bara hægt á Íslandi Þetta er fyrsta kvikmynd Gra- ems en hann hefur unnið við leik- stjórn í leikhúsum undanfarin ár, að- allega úti í Skotlandi, heimalandi sínu, en einnig hér á Íslandi hefur hann leikstýrt nokkrum verkum og hann hefur farið með sýninguna Djúpið til Skotlands þar sem hann setti hana upp. En hvers vegna ákvað leik- húsmaðurinn að gera kvikmynd? „Undanfarin ár hef ég unnið þó- nokkuð við þýðingar og það vakti löngun hjá mér til að prófa að skrifa mitt eigið handrit. Fyrstu tíu hand- ritin mín voru hræðileg,“ segir Gra- em og hlær. „En ég naut þess samt að skrifa þau. Og svo loksins tókst mér að setja saman gott handrit og ég get ekki verið annað en stoltur með þessa kvikmynd, hún er gerð án allra styrkja. Ég veit það er klikkað og sennilega er ekki hægt að gera þetta neins staðar nema á Íslandi. Við bara létum vaða,“ segir Graeme og bætir við að myndin komi vænt- anlega til sýninga í sumar. Spáð Graeme ásamt Georg umsjónarmanni handrits skoða hér upptöku. Leiðbeint Arnar tökumaður leiðbeinir nokkrum stúlkum fyrir myndatöku. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 andi fannst mér tilvalið að koma þessari hugmynd minni af stað og herratrend.is er útkoman af því. Hver og einn okkar mun fjalla um mismun- andi hluti með mismunandi áhersl- um. Síðan hefur verið tilbúin í nokkra mánuði því það tók langan tíma að finna rétta hópinn til að bera herra- trend-fánann.“ Morgunblaðið/Kristinn Undanfarnar vikur hafaverið helvíti strembnar.Þannig er að við hjóna-leysin fluttum í algjöra draumaíbúð. Við fyrstu skoðun var hún algjör draumur í dós, björt og fögur. Þegar við fengum hana hins- vegar afhenta var ljóst að mikið verk var fyrir höndum. Það var nefnilega flestallt bilað eða hálfklárað í henni. Vitur maður sagði mér: „Ef þú gerir ekki við þetta strax í byrjun þá eru engar líkur á að þú gerir það.“ Þannig að ég hringdi í pabba gamla og mömmu gömlu. Og þau svöruðu kallinu – svo um munaði. Flestir stærðfræðingar geta reiknað út að þarna bætast við fjórar aukahendur en ég fullyrði það að þau komu með fimm sinnum fleiri. Ég hef aðeins verið að hugsa um þeirra frammistöðu og mig skortir eiginlega orð til að lýsa henni. Ótrúlegt er ekki nógu sterkt orð til að lýsa hvað þau stóðu sig vel. Ég er alveg ágætlega handlaginn og get alveg skipt um dekk og rúðuþurrku. En pabbi gamli er þúsundþjalasmiður og veit ein- hvern veg- inn allt. Sko allt. Ekkert verk var honum ofviða. Ofninn virkaði ekki – þá var hann læstur að neðan. Upp með sextant og töng og málinu reddað. Baðvaskurinn var laus. Upp með töng og skiptilykil og málinu redd- að. Öll kíttisvinna var ljót þannig að það varð að skipta um. Upp með kíttið og málinu reddað. Svala- hurðin skökk. Upp með skrúfjárn og málinu reddað. Hurðirnar skakkar. Þær stilltar af með sextant og málinu reddað. Öllu var reddað. Ekki var mamma síðri. Hún og frúin sýndu og sönnuðu að konur eru stórkostlegir verkamenn. Geta allt í endurgerð húsa. Ekkert verk var of erfitt og þegar ég rifja upp frammi- stöðu þeirra þriggja – hvað var ég eiginlega að gera? Maður kemst að því að maður á fjandi góða stórfjölskyldu og bara al- veg ágæta vini þegar maður flytur. Allir hjálpast að. Það er gaman að flytja en það tekur á taugarnar og ekki síst þolinmæðina. Nú er nýja húsið hægt og ró- lega að verða að okkar heimili. Það er góður andi í því, góð ára og ég er viss um að það sé okkur þakklátt að gera það svona fínt. Ég er mikill fjöl- skyldumaður og fjöl- skyldan mín er stór- skemmtileg og harðdugleg greinilega þrátt fyrir árin. Það var sannur heiður að fá að fylgjast með fólk- inu sínu – fyrir það er ég auðmjúkur og þakklátur og segi einfaldlega takk. »Þannig að ég hringdi ípabba gamla og mömmu gömlu. Og þau svöruðu kallinu – svo um munaði. Heimur Benedikts Benedikt Bóas, sonur Hinriks og Guggu SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.