Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Þetta eru litlir snillingar og mjög efnilegir,“ segir Óli Kári Óla-son sagnfræðingur um nemendur sína í Fjölbrautaskólanum íBreiðholti. „Ég kenni þeim alla mannkynssöguna frá Plató til Nató. Þessa stundina erum að tala um landnám Íslands og þróun byggðar á Íslandi fyrstu aldir.“ Spurður hvort kennslan sé mikið breytt frá því fyrir 20 árum segir Óli Kári að netið sé töluvert mikið notað, t.d. vefsíðan Youtube. „Það er allt til á Youtube og ég nota hana mikið til kennslu. Helsta breytingin er tilkoma snjallsímans en það virðist vera mjög erfitt að standast þá freistingu að kíkja á símann. Notkun hans er bönnuð en það er nánast ómögulegt að framfylgja því.“ Óli Kári starfar líka sem leiðsögumaður, en hann hefur verið með draugaferðir í miðbæ Reykjavíkur í sex ár. „Þær eru aðallega á sumr- in en stundum panta íslenskir hópar ferðir á veturna. Ég rölti um bæ- inn og segi frá reykvískum draugum án þess nokkurn tímann að hafa séð drauga. En allir sem ég þekki þekkja einhvern sem hefur séð draug. Útlendingar eru spenntir fyrir draugunum og sérstaklega álf- um og ég segi einnig aðeins frá þeim, en ég hef heldur aldrei séð þá.“ Foreldrar Óla Kára eru Karolína Smith listakona og Óli Kristinsson vélstjóri en hann lést árið 1997. Í kvöld ætlar Óli Kári á árshátíð spurningakeppninnar Drekktu betur en þá verður 600. keppnin haldin og fer hún fram á Ölstofu Kor- máks og Skjaldar. Spyrill verður Illugi Jökulsson. Óli Kári Ólason er 41 árs í dag Í kennslustund Óli Kári að segja nemendum til og svo virðist sem saga alls mannkyns sé til umfjöllunar af kortinu að dæma. Kennir sagnfræði og fer í draugaferðir Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Bolungarvík Íris Hekla Einarsdóttir fæddist 13. febrúar 2014 kl. 10.32. Hún vó 4.015 g og var 55 cm löng. For- eldrar hennar eru Inga Rut Krist- insdóttir og Einar Guðmundsson. Nýir borgarar Kópavogi Ísleifur Andres S. Valgerð- arson fæddist 8. mars 2014. Hann vó 3.754 kg (14 merkur) og var 53 cm langur. Móðir hans er Valgerður Helga Ísleifsdóttir. S vanur fæddist í Reykjavík 13.2. 1965 og ólst upp í Vesturbænum frá fimm ára aldri. Erla, móðir hans, og föðurafi, Árni Finnbogason, héldu þá heimili á Hringbraut 45, fyrstu blokkarbygg- ingu landsins: „Þetta var merkur stigagangur. Við áttum heima á ann- arri hæð til hægri, Sjóka mamma á þriðju hæð til vinstri og Þórbergur Þórðarson og Mammagagga á fjórðu hæð til hægri. Mamma bar út póst í hálfu starfi og afi var með innrömmunarþjónustu og teiknaði myndir. Þetta var nú ekk- ert efnaheimili en aldrei leið ég skort á neinum nauðsynjum. Ég var í Melaskóla og Hagaskóla og iðkaði íþróttir af kappi. Fyrst áttu boltaíþróttir hug minn allan en upp úr 12 ára aldri náði sundiðkun hjá KR yfirhöndinni. Á sumrin var ég í unglingavinn- unni og þar kynntist ég vini mínum, Axel V. Hilmarssyni verkfræðingi. Taflmennskan varð okkar sameig- inlega áhugamál og við höfum háð margar orrustur við skákborðið síð- an, en að vísu með hléum.“ Svanur lauk stúdentsprófi frá MH, embættisprófi í læknisfræði við læknadeild HÍ 1994, stundaði sér- nám í lyflæknisfræði við Cornell- Weill University í New York frá 1998 og lauk Board-prófi 2001. Eftir námið bjuggu Svanur og fyrrv. eiginkona hans, Sólveig Hall- dórsdóttir, í Spænsku-Harlem og Svanur starfaði á bráðamóttöku í Bronx fram til ársloka 2004. Eftir heimkomuna hóf Svanur störf á heilsugæslustöð Mosfells- bæjar en frá 2013 hefur hann gegnt starfi sérfræðilæknis á bráða- móttöku Landspítalans í Fossvogi. Svanur og Soffía stunda íþróttir og göngur um fjöll og öræfi með góðum vinum. Þessu öllu gerir Svanur góð skil með fjölda ljósmynda enda áhugamaður á því sviði. Þá fóru þau hjónin í diploma-nám í heimspeki, listum og mannfræði við Háskólann á Bifröst og á vegum LHÍ. Svanur Sigurbjörnsson, sérfræðingur á bráðamóttöku – 50 ára Fjölskyldan Svanur og Soffía ásamt sonum sínum, Stefáni Loga og Degi Andra, árið 2012. Læknir og húmanisti Með foreldrum Svanur ásamt móður sinni og fósturföður og afa árið 1984. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.