Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Bob Simon lést í bílslysi 2. Sagðist hafa fundið milljónir 3. Kaupþingsmenn sakfelldir 4. Tómataplanta óx upp úr saurnum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Nýdönsk gerir víðreist og sækir heim nokkur bæjarfélög undir yfirskriftinni „Nýdanskir dag- ar“. Á Nýdönskum dögum verða haldnir tónleikar auk þess sem nem- endur tónlistarskóla kynna sér tón- list hljómsveitarinnar og koma fram á tónleikum hennar. Fyrstu Nýdönsku dagarnir fara fram 27. og 28. feb. í Bæjarbíói, Hafnarfirði og þeir næstu í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 5. mars. 13. mars er það Kaffi Rauðka á Siglufirði, 14. mars Græni hatturinn, Akureyri og 21. mars Bíóhöllin á Akra- nesi. Þegar er uppselt á tónleikana í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ en til að bregðast við því hefur verið bætt við aukatónleikum í Bæjarbíói og tón- leikarnir í Reykjaneshöll verið færðir í stærri sal en til stóð, skv. tilkynningu. Morgunblaðið/Eggert Nýdanskir dagar  Fimm myndir hafa verið valdar til þátttöku í Sprettfiski 2015, stutt- myndasamkeppni Stockfish – evr- ópskrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík, sem haldin verður 19. febrúar til 1. mars. Stuttmyndirnar eru Herdís- arvík í leikstjórn Sigurðar Kjartans, Gone eftir Veru Sölvadóttur og Hel- enu Jónsdóttur, Happy Endings eftir Hannes Þór Arason, Foxes eftir Mikel Gurrea og Substitute eftir leikstjór- ann Madeleine Sims-Fewer. Skilyrði fyrir þátttöku voru að stuttmyndirnar væru að hámarki 30 mínútur að lengd, ekki eldri en ársgamlar og frum- sýndar á hátíð- inni. Á myndinni sést Vera Sölva- dóttir. Fimm stuttmyndir keppa í Sprettfiski Á laugardag Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu og hlýnar í veðri. Hvassviðri eða stormur um kvöldið og talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 20-25 m/s við suðaust- urströndina og undir Eyjafjöllum í fyrramálið og snjókoma, en dregur síðan úr vindi og í kvöld verða 13-20 m/s. VEÐUR ÍR-ingar styrktu stöðu sína í fallbaráttu Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gær- kvöld með því að sigra Kefl- víkinga, 78:76, í æsispenn- andi leik í Breiðholtinu þar sem úrslitin réðust í blálok- in. Grindavík vann sannfær- andi útisigur á Njarðvík, þar sem Rodney Alexander átti stórleik og skoraði 44 stig, og hleypti enn meiri spennu í baráttuna um sæti í úr- slitakeppninni. »4 ÍR styrkti stöðuna í fallbaráttunni Skíðakonan unga Helga María Vil- hjálmsdóttir náði með dramatískum hætti að standa við markmið sitt um að komast í hóp 60 efstu keppenda í stórsvigi á HM í alpagreinum í Colo- rado í Bandaríkjunum í gær. Hún komst upp í 60. sætið í fyrri ferð eftir að lettneskur keppandi var dæmdur úr keppni. Helga hafnaði að lokum í 56. sæti. Freydís Halla Einarsdóttir varð í 62. sæti. » 1 Dramatík og 56. sæti hjá Helgu Maríu Afturelding komst í annað sætið í Ol- ís-deild karla í handknattleik þrátt fyrir óburðugan sóknarleik gegn Ak- ureyringum í gærkvöld, en Mosfell- ingum nægði að skora 22 mörk til að vinna allöruggan sigur því Akureyr- ingar geta varist vel en ekki sótt. Stjarnan vann óvæntan sigur á ÍR og Valur fór frekar létt með FH-inga í Kaplakrika. »2-3 Óburðugur sóknarleikur dugði gegn Akureyri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Leifasjoppa hét annað í byrjun. Nafnið sem gilt hefur kom frá fólk- inu í hverfinu og það þykir mér vænt um,“ segir Þorleifur Eggerts- son. Sjoppan við Iðufell í Breiðholti á sér langa sögu en Þorleifur, sem jafnan er kallaður Leifi, tók við rekstrinum fyrir 22 árum. Hefur staðið vaktina síðan, opnar klukkan átta á morgnana og sett er í lás undir miðnætti. „Sjoppureksturinn er mátulegt starf fyrir tvo. Ég mæti í býtið, vinn til hádegis og kem aftur á kvöldin. Flosi sonur minn er hins vegar hér yfir miðjan daginn. Dæt- ur mínar unnu hér líka í eina tíð, byrjuðu hér fjórtán ára, voru einar á vakt og stóðu sig með prýði,“ seg- ir Þorleifur. Hann er rennismiður að mennt og sveitastrákurinn und- an Eyjafjöllum er sömuleiðis bú- fræðingur frá Hvanneyri. Með öðr- um orðum er þetta íslenskur alþýðumaður sem kann að bjarga sér. Nýbúarnir komnir á bragðið Gos og gotterí, samlokur og safar fást í Leifasjoppu svo og mjólk í fernum, kaffi og annað smálegt. Einnig pylsur, en ein með öllu er sí- gildur biti. „Íslendingarnir vilja pylsur og nýbúarnir eru komnir á bragðið,“ segir Leifi í sjoppunni sem nú ætlar að róa á ný mið. Sjoppan er komin á söluskrá og hafa nokkrir sýnt áhuga á kaupum. Frá því Þorleifur hóf starfsemi í Breiðholtinu hefur bragur hverf- isins breyst. „Útlendingar sáust hér varla þegar ég byrjaði árið 1993. Þeir urðu fyrst áberandi í kringum aldamótin. Þá keyptu verktakar eða leigðu fjölda blokkaríbúða bæði hér í Fellunum og víðar þar sem pólskir byggingaverkamenn fengu inni. Svo bættist fólk frá fleiri þjóðlöndum við og það segir sitt að í leikskól- anum Ösp sem er hérna rétt hjá mér eru 75% barnanna af erlendu þjóðerni og tungumálin eru 21. Og þessi blanda fólks af ólíkum upp- runa venst vel,“ segir kaupmað- urinn. Fólkið vill sjoppur í hverfinu Söluturnar í úthverfum hafi nokkuð gefið eftir í samkeppni við stórmarkaði og klukkubúðir með langan afgreiðslutíma. Þorleifur tel- ur þó að smáverslanir eins og sú sem hann rekur við Iðufellið haldi velli. Því fólk vilji hafa sjoppu með allra helstu nauðsynjum í hverfinu og finnst nokkuð fyrir slíkt gefandi. Leifi ætlar að selja sjoppuna  Breiðholtskaup- maðurinn gerist nú jeppakarl Morgunblaðið/Kristinn Kropp Þorleifur Eggertsson hefur rekið sjoppuna við Iðufellið í Breiðholti í rúm 20 ár og lumar á ýmsu. MBreiðholt »20-21 Eftir árin í Breiðholtinu kveðst Þorleifur Eggertsson eiga þar orðið góða kunningja, sem hann komi til með að sakna. Í lífinu hafi hins vegar allt af- markaða stund. „Nú er svo komið að mig langar að gera eitthvað nýtt. Ég hef verið við- loðandi ferðaþjónustuna síðustu árin, jafnhliða sjoppunni, en nú á auka- starfið hug minn allan. Iceland Sightseeing ehf. er fyrirtæki sem ég stofnaði fyrir þremur árum og umsvifin hafa aukist, eins og hjá öðrum í ferðaþjónustu. Ég hef farið með erlenda ferðamenn í jeppaferðir upp á hálendið. Það er vaxandi eftirspurn eftir slíkri þjónustu,“ segir Þorleifur sem er útivistarmaður af lífi og sál. Notar eftirmiðdaginn, þegar stund er frá störfum, til að hreyfa sig. Gengur þá t.d. á Úlfarsfell en hefur annars farið um landið þvert og endilangt, stundum sem fararstjóri. Útivist í eftirmiðdaginn ÖLLU ER AFMÖRKUÐ STUND, SEGIR KAUPMAÐURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.