Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 39
Eins og Einar var öflugur Fóst- bróðir var Herdís öflug Fóst- bræðrakona. Einari var margt til lista lagt og byggði fjölskyldu sinni gott og fallegt heimili. Á þeim tíma var bygging Fóst- bræðraheimilisins í gangi. Einar var þar í byggingarnefnd. Hann átti ófá handtökin við rafmagnið í Fóstbræðraheimilinu. Það eru menn eins og hann sem skapað hafa okkur skuldlaust Fóst- bræðraheimili með ómældu vinnuframlagi, oft við erfiðar að- stæður. Þeim sé öllum heiður. Nú er lokið langri og farsælli lífsgöngu og göngu með okkur Fóstbræðrum sem veitti okkur öllum ánægju. Þótt nú virðist dimmt, góðir aðstandendur, er ljósið innan seilingar og við frá- fall slíks manns sem nú hefur hitt elskuna sína, er gott að orna sér við góðar og ljúfar minningar. Farðu heill, vinur. Gunnlaugur V. Snævarr. Karlakórinn Fóstbræður má hiklaust telja til elstu tónlistar- stofnana landsins og vorið 2016 munu þeir halda sína hundruð- ustu vortónleika. Kórfélagar frá upphafi eru rúmlega 400 talsins og hafa þeir tekið þátt í starfinu í mislangan tíma. Einar H. Ágústsson söng 54 vortónleika án þess að féllu úr nema einir tón- leikar frá árinu 1957 til 2011 og fyllir hann því hóp hinna dygg- ustu kórmeðlima. Um fimmtung- ur kórmanna hefur frá upphafi hlotið æðsta starfsaldursmerki kórsins, gullhörpu, sem viður- kenningu fyrir að hafa staðið 20 sinnum á palli á vortónleikum. Kórinn stendur því í mikilli þakk- arskuld við Einar Ágústsson sem söng 2. bassa alla sína tíð og þar fór sérlega góður söngmaður. Hann var önnur kynslóð ættar sinnar í kórnum þar sem Ágúst faðir hans söng í kórnum um skeið og það hefur Hafsteinn Már sonur hans líka gert. Í bókinni Fóstbræðralag sem gefin var út fyrir rúmum tíu ár- um er sögð saga kórsins frá stofnun. Þar má finna Einar á mörgum ljósmyndum sem teknar voru við ýmis tækifæri; í hópi Noregsfara 1960, á sviði í Aust- urbæjarbíói á fjáröflunar- skemmtun sama ár, við hádegis- verðarborð menntamálaráðherra Sovétríkjanna í Moskvu 1961, á palli með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands árið 1963 þegar karlakór tók í fyrsta sinn þátt í tónleikum hennar, í hljóðveri í London árið 1975 með hinum vinsælu 14 Fóst- bræðrum, í hópi fengsælla Fóst- bræðra á skaki á Faxaflóa árið 1965, í barbershopkvartett árið 1981, við vígslu Leifsstöðvar 1987, á tónleikum með Stuð- mönnum 1998 og svo mætti lengi telja. Herdís kona hans var ómissandi hluti af þeirri heild sem kórmenn og makar þeirra mynda og minnast Fóstbræður þeirra hjóna og ljúfmennsku þeirra með mikilli hlýju. Fyrir þremur árum steig Ein- ar á svið á haustskemmtun Hrútafélagsins og söng með „húsbandi“ kórsins. Hann sló gjörsamlega í gegn og flutningur hans á slagaranum „On the sunny side of the street“ var á heimsmælikvarða. Hann sá sér ekki fært að mæta á hrúta- skemmtun síðastliðið haust en sendi kórnum kveðju þegar son- ur hans og sonarsonur þeir Valur Freyr og Grettir sungu fyrir okk- ur nokkur lög og sönnuðu að sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Fóstbræður kveðja nú kæran félaga með þakklæti og virðingu. Við sjáum þau hjónin fyrir okkur á nýjum slóðum, sólarmegin göt- unnar á göngu sinni um eilífðar- landið. Fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur við fráfall Einars H. Ágústssonar. Fyrir hönd Karlakórsins Fóst- bræðra, Arinbjörn Vilhjálmsson varaformaður. Einar Ágústsson hóf störf við Vélskóla Íslands haustið 1970. Faðir Einars, Ágúst Benedikts- son, var vélstjóri og má ætla að tækniáhugi Einars hafi því snemma kviknað í föðurhúsum og Vélskólinn því álitlegur kostur sem starfsvettvangur. Hann kom til starfa á miklum umbrotatímum því miklar breyt- ingar þurfti að gera á skólastarf- inu vegna tækniþróunar í um- hverfi vélstjóra. Skuttogaravæðingin var í al- gleymingi en henni fylgdu stór- stígar framfarir í öllum tækni- búnaði og ekki síst í rafmagnsfræði og rafeindatækni. Það var mikill fengur í því að hafa Einar í hópnum. Hann tók frá upphafi fullan og mjög virkan þátt í þeim breytingum í verk- legri rafmagnsfræði sem óhjá- kvæmilegar voru. Hann var á þessum tíma reyndur rafvirki og hans kunnátta og reynsla nýttist vel við þetta uppbyggingar- og þróunarstarf. Það var ráðist í að útbúa ný verkefni og smíðuð tæki til að hægt væri að framkvæma mælingar. Einar var höfundur að nýjum kennslubókum í rafmagnsfræði ásamt fleirum. Þar mætti sér- staklega nefna bók um raforku- kerfi Íslands. En segja má að hann hafi sérhæft sig íslenska raforkukerfinu, virkjunum þess, dreifingu og varnarbúnaði stöðv- anna. Einnig sá hann í mörg ár um kennslu í segulrofarásum og samdi verkefni og kennslugögn í því sambandi. Lýsingatækni sá hann einnig um í mörg ár og samdi fyrir hana verkefni og kennslugögn. Einar hafði mikinn áhuga á kennslustörfum og útskrifaðist 1975 með próf í uppeldis- og kennslufræðum frá KHÍ. Hann lagði mikla alúð í kennsluna og bera vönduð kennslugögn hans því glöggt vitni. Þrátt fyrir öra þróun í faginu eru enn notaðar nokkrar bóka hans við kennslu vélstjóra í rafmagnsgreinum. Hann var ætíð mjög vel liðinn af nemendum sem þótti hann líf- legur og áhugasamur í kennslu- starfinu og kom hann efninu yf- irleitt skemmtilega frá sér. Einar var mikið prúðmenni, kom vel fram við nemendur og samstarfs- fólk í skólanum, sem öll bera hon- um vel söguna og tiltaka sérstak- lega að hann hafi haft mikið jafnaðargeð. Hann hafi verið þægilegur í allri umgengni með góðan húmor og skemmtilegur að vinna með. Nemendur höfðu á orði að hann hefði verið „indæll kall“, sem eru ekki slæm eftir- mæli. Einar sagði nýlega að hann teldi það eitt af sínum gæfuspor- um, þegar hann tók þá ákvörðun að hefja starf við Vélskóla Ís- lands. Hann hafi notið þess að umgangast, fræða og undirbúa unga menn undir lífsstarf í sífellt flóknari tækniheimi. Einar var um tíma fagstjóri í rafmagnsgreinum við Vélskólann og þótti standa sig vel í því starfi, vera ákveðinn og fylginn sér. Einar var einnig formaður Kenn- arafélags Vélskóla Íslands og stóð sem slíkur fyrir skemmtun- um í skólanum. Þar naut hann sín vel enda mikill söngmaður, stjórnaði kór nemenda og kenn- ara og var oft leitað til hans með söng á hátíðum skólans. Einar starfaði við góðan orðs- tír í Vélskóla Íslands í 33 ár en hætti vegna aldurs árið 2003. Þótt Einar sé horfinn til feðra sinna þá standa enn mörg verk hans eftir, bæði í verklegum raf- magnssal sem og vélasal Tækni- skólans, ásamt mikilvægum kennslugögnum. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt Einar að félaga og sam- ferðamanni því þar fór heil- steyptur og góður drengur. Fjöl- skyldu Einars vottum við samúð okkar og blessunar um alla fram- tíð. Fyrir hönd fyrrverandi kenn- ara við Vélskóla Íslands, Sigurður R. Guðjónsson. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Elsku besti pabbi minn, engin orð fá lýst söknuði mínum og sársauka síðustu daga, tómleikinn sem umlykur okkur öll sem standa þér næst er svo mikill. Það eru svo margar minningar sem koma upp þegar ég horfi til baka yfir þann tíma sem við fengum, ég vildi óska þess að þær hefðu orðið miklu fleiri. Þú varst ekki bara pabbi minn held- ur einnig svo góður vinur. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman og ég hlakka til að segja börnunum mínum frá þér og þínum stráka- pörum, ég mun segja þeim sögur frá afa og hvernig hann var alltaf til staðar alveg sama hvað mig vantaði, hvort sem það var að smíða fyrir mig kanínukofa, hjálpa mér að setja saman barnarúmið eða bara til að Ólafur Einarsson ✝ Ólafur Ein-arsson fæddist 14. apríl 1959. Hann lést 27. jan- úar 2015. Útför Ólafs fór fram 4. febrúar 2015. hlusta þegar eitt- hvað bjátaði á. Þú varst alltaf tilbúin til að gera fyrir aðra, svo blíður, góður og duglegur að segja okkur hvað þú elskaðir okkur mikið, það var eng- inn sem knúsaði jafnfast og þú pabbi. Þú munt allt- af eiga stað í hjarta mínu og ég mun alltaf sakna þín pabbi. Ég trúi því að við munum hittast aftur, því segi ég bless þar til við hittumst næst. Í lokin vil ég setja ljóðið sem þú sendir mér, elsku pabbi, og ég trúi að þú munir halda áfram að fylgja mér hvert einasta skref. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. Þín Aldís Sunna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR KRISTÓFERSSON vélstjóri, Ásgarði, Hrísey, lést laugardaginn 7. febrúar. Útför hans fer fram frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 14. febrúar klukkan 14. . Gunnhildur Njálsdóttir, Sólveig Knútsdóttir, Steinunn Kr. Hauksdóttir, Jón Smári Jónsson, Hanna Hauksdóttir, Narfi Björgvinsson, Jenný Hauksdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Gísli Ingason, Stefán Pétur Hauksson, Berglind H. Helgadóttir, Svanhildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR ÁRSÆLSSON bifvélavirki, Ásbraut 19, Kópavogi, lést á Sunnuhlíð í Kópavogi mánudaginn 26. janúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. . Anna Auðunsdóttir, Margrét Harðardóttir, Pétur Björgvinsson, Ársæll Harðarson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Gils Harðarson, Hörður Örn Harðarson, Iben Breum, Guðni Pétur Harðarson, Sujit Klonghuaibong. Okkar ástkæra, ÞÓRGUNNUR EYFJÖRÐ JÓNSDÓTTIR frá Finnastöðum, Látraströnd, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 14. . Pétur Eyfjörð Þórgunnarson, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Arnþór Pétursson, Oddný Jóhannsdóttir, Þórgunnur Eyfjörð Pétursd., Friðrik Freyr Flosason, Jóhann Axel Pétursson, Birna Rún Arnarsdóttir og langömmubörn. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN J. VIGFÚSDÓTTIR vefnaðarkennari og veflistakona, áður til heimilis að Vogatungu 29, Kópavogi og Ísafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 9. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13. . Eyrún Ísfold Gísladóttir, Sturla Rafn Guðmundsson, Gísli Örn Sturluson, Marie Persson, Snorri Björn Sturluson, Guðrún Jóhanna Sturludóttir, Eyrún Linnea, Hanna Ísabella og Lisa Marie Gísladætur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÁRNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, lést þriðjudaginn 10. febrúar. Jarðarförin fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. febrúar kl. 13. . Nanna Sigurðardóttir, Steinn Sigurðsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðrún K. Sigurðardóttir, Stefán Jón Hafstein, Árni Sigurðsson, Elín Ásdís Ásgeirsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Vogatungu 97, Kópavogi, lést laugardaginn 31. janúar á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum Ísafold fyrir framúrskarandi umönnun. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. . Haraldur Sigurðsson, Ólafur L. Haraldsson, Jóhanna S. Hannesdóttir, Sigurdór Haraldsson, Eygló Haraldsdóttir, Birgir Haraldsson, Hrefna Vestmann, Haraldur R. Haraldsson, Ósk Eiríksdóttir, Ellert Haraldsson, Brynja K. Pétursdóttir, Guðbjörg S. Haraldsdóttir, Marteinn H. Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og tengdamóðir, BRYNJA KOLBRÚN LÁRUSDÓTTIR, lést laugardaginn 7. febrúar á Mörkinni hjúkrunarheimili. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 16. febrúar kl. 13. . Róbert E. Róbertsson, Unnur H. Jóhannsdóttir, Auðólfur Þorsteinsson, Anni Beckmann, Þorri Hrafn Róbertsson, Búi Þorsteinsson, Emil Þorsteinsson, Tova Þorsteinsson. Okkar ástkæra JÓNÍNA RAGNARSDÓTTIR, Ráðagerði, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 17. febrúar og hefst athöfnin kl. 13. . Finnur Jónsson, Grétar Elías Finnsson, Hildur Elín Geirsdóttir, Freyja Finnsdóttir, Henrik Andersen, Arnar, Sara Natalía, Stefán Breki, Finnur Kári, Balder og August Jón. Okkar ástkæra SIGURRÓS ÓLAFSDÓTTIR, Rósa, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. . Ragnar Árnason, Anna Agnarsdóttir, Atli Árnason, Kristjana Bergsdóttir, Gylfi Árnason, Sigrún Ólafsdóttir, Ólafur Helgi Árnason, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.