Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 29
sem þið talið niður allt það sem ís- lenskt er. Býst við að þið séuð Sam- fylkingarmenn og Píratar, Björt framtíð gæti líka passað hér. Er kappið svona mikið við að koma Framsókn frá völdum? Þá er aðferð ykkar lúaleg og illa ígrunduð. Fram- sókn á hrós skilið fyrir að vilja vernda landið. Og þó að þið þykist vera al- heimsborgarar, þá er enginn heims- borgari án fósturlands. Þið ættuð að eiga heima í landi þar sem sjálfstæði þess er horfið með morgundeginum, svo góða ferð út í ykkar alheim. Þar fengjuð þið ekki að bulla svona. Tal og skrif ykkar er ábyrðarlaust. Takið þið ábyrgðina fari þessi speki ykkar skakkt í huga unga fólksins? Það þyrfti eftirlit með prófessorum há- skólanna. Ég tala og skrifa fyrir mig sjálfa, tilheyri ekki neinum né neinu nema landi mínu og í því felst frelsi mitt. Ísland sé frjálst meðan þjóðin er til. Þið sem rífið niður eruð á rangri leið, það munið þið upplifa með tím- anum. Aðgát skal höfð í nærveru ann- arra þjóða. Ástarjátning Með þessari grein kemur ástar- játning mín. Þó að ég sé ekki skáld, leyfi ég mér uppröðun þessara orða. Ó, mitt fagra, gjöfula land, víðáttur, svartan sand. Vil ei slíta það band, er mig bindur þig við. Þig ég elska. Fögru fjöllin, lágu sem háu, gefa mér sýn. Heiðarvötnin bláu, sem svanirnir sáu og elska eins og ég. Fossarnir fagurlega falla, sífellt á mig kalla, ögra mér og þér. Laxarnir þá elska eins og ég. Hesturinn, kindin, geitin. Fögur er sveitin. Eiga sér fagra reitinn hin smáu dýr, þar sem dulúðin býr. Elska eins og ég. Hafið ég horfi á, fegurð þess má sjá, brimhljóðin heyra má. Allt sem þar lifir, elskar sinn íverustað, eins og ég. En auðugir mennta viðskiptajöfrar sjá ei þessa töfra, nema til að selja og kvelja. Þýðir víst lítið að röfla. Megið þeir endalaust sitja og telja silfurpeningana 30, – landlausir. Mitt einstaka land, vöggu mér gafst. Mín andvörp þér fel, ei skika af þér sel. Berjast þú skalt, gegn auðmanna fé. »En nei, ég er víst fas- isti eftir orðum fræði-, blaðamanna og skálda sem fara mikinn á DV-vef. Höfundur býr á Sauðárkróki. UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 VINNINGASKRÁ 41. útdráttur 12. febrúar 2015 420 9052 23261 32581 40353 51648 60173 72042 685 9181 23886 33032 40473 51761 60405 72120 689 10827 25346 33427 42426 52036 60780 72800 875 11283 26292 33762 42436 52222 62203 73223 934 11968 26300 34185 42546 52530 62234 73456 1106 12201 26389 34413 42560 52693 62462 74153 2279 13041 26544 34603 43123 52842 62824 74496 2531 13850 26634 34664 43438 52957 63559 74675 2600 14193 26751 34937 46340 53072 63937 75944 2696 14556 26844 35167 46791 53392 64297 76248 2778 14659 26869 35249 46955 53441 64444 76492 3144 15574 27402 35254 46969 53830 65197 76611 3324 16022 27465 35949 47733 54373 65550 76942 3362 16126 27674 35986 47887 54611 66271 77422 3586 16469 27717 36688 48001 54940 66652 77491 3843 17010 28031 37045 48002 54986 67087 77507 4194 17039 28152 37299 48297 55131 67580 77537 4484 17466 28249 37358 48497 55225 68130 77822 4741 17706 28349 37852 48702 55499 68224 78091 5459 18388 28366 38054 49319 55862 68251 78339 5659 18393 28539 38116 49495 55969 68372 78392 5784 18969 28621 38418 50191 57369 68621 78917 6910 19171 29232 38475 50300 57808 69001 79387 7077 20605 29367 38569 50405 58027 69202 79438 7368 21281 30861 38573 50612 58145 69618 79764 7384 21813 31093 38649 50800 58209 69901 79781 7477 21920 31250 39144 50894 58256 69921 7978 22008 31811 39452 50958 58786 70232 8003 22076 32087 39505 50998 59203 70396 8114 22292 32204 39571 51466 59251 71279 8263 22762 32211 39592 51491 59353 71300 9028 23260 32571 39704 51497 59819 71518 562 11725 25838 32484 41955 54701 63870 72237 1621 13225 26884 33545 45811 54728 64819 72289 1991 13473 27780 33557 45870 56821 66032 74185 2233 19391 28490 35168 46440 57460 66393 75830 3332 19606 29447 35599 47573 58373 66728 76532 3444 20887 29913 36521 47882 59298 67153 76979 4017 21284 30426 37190 47914 60036 67832 77985 4160 21304 30604 37584 48756 60904 67909 77997 5901 22695 30847 37922 49153 61348 68857 78170 7594 22804 31488 39489 52309 61383 69565 11073 23815 31577 39993 52636 62560 70496 11479 25365 32143 40187 52709 62580 72026 11715 25717 32454 40968 54472 62667 72171 Næstu útdrættir fara fram 19. feb. & 26. feb. 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 12456 19023 71901 77764 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4610 14480 18744 32765 39679 56847 9283 15833 21305 39093 42633 60420 11420 18397 26758 39236 51737 61912 14476 18577 28634 39360 51998 66397 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 9 4 6 1 Nýlega kynntist ég manni nokkrum. Reyndar samferða- manni til margra ára sem mér fannst ég kannast eitthvað við frá fyrri tíð. Ég tek fram að hann er afar velviljaður blessaður en jafnframt veiklund- aður á stundum og skelfing vesæll, svo að ég á oft á tíðum hreinlega í mesta basli með hann. Oft reyni ég að hvetja hann til að líta í spegil og láta sér síðan þykja vænt um manninn sem hann þar sér. En það gengur misjafnlega. Reyndar er hann svo líkur mér blessaður að ég ruglast stundum næstum því á okkur. Mér finnst hann oft nánast eins og skugginn af sjálfum mér. Karlkvölin hefur verið að ganga í gegnum vægast sagt erf- iða tíma. Því er ekki endilega alltaf auðvelt að dragnast með kauða. Hann greindst nefnilega óvænt með krabbamein um mitt ár 2013, þá ekki fimmtugur, sem nú er sagt ólækn- anlegt. Tilraunir, æfingar og leikir Hann var sendur í sneiðmyndatök- ur, segulómun og beinaskann, jafnvel oftar en einu sinni í hvert tæki og í uppskurð sem skilaði ekki tilætluðum árangri. Því næst í áframhaldandi rannsóknir bæði innanlands og utan. Við tók löng og ströng geislameðferð sumarið 2014 sem engu skilaði. Gildin héldu bara áfram að hækka. Biðin var endalaus og reyndi verulega á. Dýfurnar hafa verið margar og mikl- ar og vonbrigðin verið algjörlega ósegjanleg. Nú hefur hann hafið lyfjameðferð með tilheyrandi aukaverkunum. Allt þetta ferli hefur breytt honum all- nokkuð og gert hann sannarlega reynslunni ríkari. Hann hefur glímt mikið, fyrst og fremst þó við sjálfan sig en einnig við kerfið og við Guð, sem hann segist ekki skilja en hefur engu að síður sett alla sína von og trú á í trausti þess að hann myndi vel fyrir sjá hvernig sem allt færi. Orð sem gott er að hvíla í Ég veit að eftirfarandi orð Páls postula úr Rómverja- bréfinu eru í miklu uppáhaldi hjá honum: „Ég lít svo á að þjáningar þessa tíma séu ekki neitt í sam- anburði við þá dýrð sem á okkur mun op- inberast. Ef Guð er með okk- ur hver er þá á móti okkur? Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni heldur framseldi hann fyrir okkur öll, hvort heldur mun hann ekki líka gefa okkur allt með hon- um? Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er uppris- inn, hann situr við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir okkur með and- vörpum sem ekki verður komið í orð. Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð? Nei, í öllu þessu vinnum við fyllsta sigur í krafti hans sem elskaði okk- ur. Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kær- leika Guðs sem birtist okkur í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ Hann fyrirverður sig ekki fyrir kærleikann Þessi umræddi vinur minn ákvað ungur að árum að ásetja sér líkt og Páll postuli forðum að vita ekkert mikilvægara manna á meðal, en Jesú Krist og hann krossfestan og upprisinn frelsara mannkynsins og eilífan lífgjafa allra þeirra sem það vilja þiggja. Ég hef nefnilega tekið eftir því að hann fyrirverður sig ekki fyrir fagnaðarerindið um frelsarann því það er honum allt. Fyrir það lifir hann og fellur ef því er að skipta. Fagnaðarerindið sem hljómar í eyr- um heimsins sem dæmalaus heimska en er í hans hjarta leiðin til eilífs lífs. Því hefur hann ávallt reynt að miðla þótt af veikum mætti hafi vissulega verið. En í einlægni með auðmýkt og í trausti til Guðs. Að hann fyndi hans fátæklega erindi, erindi kærleikans, farveg svo það bærist frá hjarta til hjarta. Yrði ljós af litlum loga, sem um síðir yrði e.t.v að miklu óslökkvandi báli. Dýrð sé Guði! Föstudaginn 31. október sl. átti hann að mæta í rannsóknir þar sem kanna átti hvernig hann svaraði lyfjagjöfinni, sem var í raun síðasta hálmstráið. Annaðhvort virkaði hún í einhvern tíma eða hann gæti ein- faldlega farið að pakka saman og tekið til við að velja sálmana. Kvöldið áður hafði hann brugðið sér á útgáfutónleika kórs Linda- kirkju, sem er ekkert venjulegur kirkjukór. Þar gerðist það undur í einu laginu, Dýrð sé Guði, en text- inn byggist á bæn frelsarans, Faðir vor, að vinurinn komst ekki aðeins við heldur lygndi aftur augum með útréttar hendur. Áður en hann vissi af tóku tárin að streyma niður kinn- ar hans. Hann tók allur að hristast og skjálfa og grét einlægum bænatárum svo lítið bar á. Bless- unardöggum sem tjáðu þakklæti fyrir lífið, náð Guðs og blessun. „Þín sé dýrðin! Verði þinn vilji að eilífu.“ Þarna gerðist eitthvað, sem hann var ekki í nokkrum vafa um hvað var. Hann hafði aldrei áður upplifað neitt þessu líkt. Hann er þess full- viss að á þessari stundu hafi hann verið snertur með sérstökum hætti af Heilögum anda Guðs. Svo leið helgin og mánudagur og þriðjudagur. Það var svo ekki fyrr en um miðjan miðvikudag að lækn- irinn hringir í hann og tilkynnir hon- um að hann sé að svara meðferðinni vel. Gildin hafi ekki aðeins staðið í stað eða lækkað lítillega heldur séu þau nú hreinlega komin niður í núll! Já, dýrð sé Guði! Skugginn af sjálfum mér Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Áður en hann vissi af tóku tárin að streyma niður kinnar hans. Hann tók allur að hristast og skjálfa. Á þeirri stundu gerðist eitthvað óútskýranlegt. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og áhugamaður um lífið. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Kona hringdi í Velvakanda og vildi benda á að dýr hafa haus en ekki höfuð, kjaft ekki munn og þau éta en borða ekki. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ábending Sauðfé Fé kemur af fjalli. Glögg kona hafði samband og benti á að dýr hafa haus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.