Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 ✝ Kristín Péturs-dóttir fæddist á Rannveigarstöðum í Álftafirði eystri 21. maí 1924. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eski- firði, 8. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Pétur Helgi Pétursson, bóndi og barnakennari, f. 1868, d. 1961, og Ragnhildur Eiríksdóttir hús- móðir, f. 1877, d. 1964. Kristín átti 11 systkini: Ragn- ar Pétur Eiríkur, f. 1901, d. 1994; Louis Einar, f. 1902, d. 1960, Kristinn Berg, f. 1905, d. 1993, Ragnhildur, f. 1907, d. 2007, Unnur, f. 1908, d. 1994, Garðar, f. 1910, d. 1996, Skafti, f. 1912, d. 2003, Margrét, f. 1914, d. 1983, Helgi, f. 1916, d. 1944, Gunnlaugur, f. 1918, d. 1981. Hálfsystir samfeðra var Guðný Magnea, f. 1893, d. 1978. Kristín fluttist ung á Eski- fjörð þar sem hún giftist Þor- valdi Friðrikssyni, verka- og tónlistarmanni. Hann fæddist Friðrik Guðmann, f. 1955, var kvæntur Sólveigu Eiríksdóttur. Börn þeirra: Fjölnir, Pétur Steinn og Herdís Hulda. Barna- börnin eru tvö. 7) Friðrik Árna- son, f. 1959, kvæntur Rögnu Hreinsdóttur. Börn þeirra: Kristín Rún, Vala Rut og Sóley Arna. Eitt barnabarn. 8) El- ínborg Kristín, f. 1962, gift Hjálmari Ingvasyni. Börn þeirra: María, Birta Kristín og Kamilla Borg. Barnabörnin eru tvö. Á æskuárum vann Kristín að sveitastörfum á Rannveig- arstöðum. Síðar starfaði hún sem verkakona og við þjónustu- og framreiðslustörf á Eskifirði. Eftir að þau Þorvaldur hófu bú- skap tók hún við húsmóð- urstörfum á Sigurðarhúsi á Eskifirði. Á umsvifatímum tók hún þátt í vinnslu síldar og hum- ars auk þess sem kunnátta henn- ar í sveitastörfum kom að góðu gagni í sláturtíðinni á haustin. Kristín var mikill laga- og ljóðaunnandi og kunni reiðinnar ósköp af hvoru tveggja. Hún hafði sterka og hljómfagra söng- rödd enda var mikið sungið á Sigurðarhúsinu. Þorvaldur eig- inmaður hennar var kunnur söngmaður og snjall harm- ónikkuleikari og lagasmiður. Útför Kristínar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 13. febr- úar 2015, og hefst útförin kl. 14. 10. júlí 1923 og lést 7. október 1996. Foreldrar hans voru Friðrik Árna- son, hreppstjóri og verkamaður, f. 7. maí 1896, d. 25. júlí 1990, og Elínborg Þorláksdóttir, f. 21. september 1891, d. 11. janúar 1945. Kristín og Þor- valdur eignuðust átta börn. 1) Haukur Helgi, f. 1943, var kvæntur Björgu Svav- arsdóttu sem er látin. Börn þeirra: Birnir Smári, Þorvaldur Borgar og Kristján Rúnar. Barnabörnin eru sjö. 2) Ellert Borgar, f. 1945, kvæntur Ernu Björnsdóttur. Börn þeirra: Sig- rún, Kristín og Björn Valur. Barnabörn eru fimm og eitt barnabarnabarn. 3) Guðni Krist- inn, f. 5. október 1946, d. 4. nóv- ember 1946. 4) Drengur óskírð- ur, f. 28. janúar 1948, d. 18. mars 1948. 5) Þórhallur Valdimar, f. 1950, kvæntur Valgerði Jó- hönnu Valgeirsdóttur. Börn þeirra: Rebekka og Andri Berg- mann. Barnabörnin eru þrjú. 6) Þú ert horfin mamma mín miskunn Guðs þér yfir skín – og gefur grið. Æðrulaus á ögurstund óhrædd gekkst á Drottins fund – þar fékkstu frið. Ástkær móðir okkar hefur kvatt þennan heim. Langri og annasamri ævi, þar sem skiptust á skin og skúrir, er lokið. Bjart- sýni og baráttuvilji, lífslöngun og gleði mótuðu líf hennar allt og af- stöðu til manna og málefna. Atorkan og eljusemin var ann- áluð. Þrátt fyrir að hver dagur byði upp á annir og eril tókst hún á við allt sem að höndum bar með jafnaðargeði. Dagarnir urðu oft langir en tíminn týndist aldrei og því skilaði hún ótrúlegu dags- verki, – án þess að kvarta. Um- hyggjan fyrir mönnum og mál- eysingjum var einstök. Ekkert mátti hún aumt sjá. Gæsku sinni og gjafmildi deildi hún ekki síst með þeim sem áttu undir högg að sækja en þurftu kærleiksríkt skjól og skilning. Trú hennar og göfugt hjarta- lag var styrkurinn í erfiði og and- streymi. Veikindi, ástvinamissir og krefjandi störf settu á hana sitt mark en gleðin og þakklætið yfir því sem hún hafði og átti var henni sem mild og líknandi hjálp- arhönd. Trúin var sterk og bænin leið til almáttugs Guðs og ákall um styrk og stuðning á erfiðum tímum. En trúin var ekki aðeins haldreipi í mótlæti. Hún var mömmu leið til að þakka þegar vel gekk. Elsku mamma. Þú varst okkur allt í lífinu. Umhyggja þín og fórnarlund myndaði sterka óeigingjarna um- gjörð um lífshlaup okkar og reyndar allra afkomenda þinna. Það er því skarð fyrir skildi þeg- ar þú ferð frá okkur. Við vitum að þú hverfur til annarra stranda þar sem þú mátt næðis og hvíldar njóta. Við megnum ekki að lýsa því sem þú ávallt varst okkur en ástkærar minningar græða sakn- aðarsár. Þú varst einstök! Eitt erindið í afmæliskveðju á 75 ára afmæli þínu lýsir á einlæg- an hátt þakkandi hug okkar er til þín: Hvað er hjartfólgnast öllu í heimi og í himinsins víðfeðma bláa geimi? Hver á einlæga gleði sem gefur góðvild hreina, sem alla umvefur? Það er móðirin hlýja sem allir heitt unna og heiðra með lögum sem best þeir kunna. Blessun allra nú kyssi og knúsi Kristínu Péturs frá Sigurðarhúsi. Hún mamma er merkileg kona mæla vil ég að lokum því svona: Þú átt hreinleikans hjarta berð heiðríkju bjarta svo víkur burt náttmyrkrið svarta. Farðu í friði indæla sál. Það verður aldrei önnur – þú. Haukur, Ellert, Þórhallur, Guðmann, Friðrik og Elínborg Þorvaldsbörn. Nú þegar við kveðjum elsku- lega tengdamóður mína vil ég heiðra minningu hennar með nokkrum orðum. Stína var ein- stök kjarnakona sem unni sér aldrei hvíldar við að gera öðrum til góða. Hún var sú sem fór fyrst á fætur og gekk síðust til náða. Ég minnist þess dags þegar ég gekk fyrst inn í Sigurðarhúsið fyrir hartnær 35 árum, þá mætti mér stórt faðmlag og rjómaterta á eldhúsborðinu. Það var henni svo eðlislægt að taka vel á móti fólki og heimilið var alla tíð líkt og félagsmiðstöð þar sem allir áttu sér athvarf. Það var tekið á móti þeim sem minna máttu sín í samfélaginu og þarna fengu þeir kærleika og hlýju. Stína kom fram við alla sem jafningja og sýndi öllum virðingu. Börnum fannst gott að koma inn á heim- ilið og það voru ekki bara barna- börnin sem vildu heimsækja afa og ömmu heldur fannst öðrum börnum líka gott að koma inn í hlýjuna sem ríkti hjá þeim Valda og Stínu. Sjálfri fannst mér alltaf einstakt hversu fallega Stína kom fram við börn. Það var ekk- ert um barnahjal að ræða heldur kom hún fram við þau af virðingu og leit á þau sem jafningja. Það sem einkenndi Stínu alla tíð var stórt og fallegt hjartalag. Veraldlegir hlutir skiptu hana ekki máli heldur gaf hún af því sem hún átti ómælt af, það er ást og hlýju. Hún kom kornung inn á Sigurðarhúsið með nýfæddan drenginn sinn og tók þar við stóru heimili. Þau Valdi og Stína eignuðust stóran og myndarleg- an barnahóp og ég var svo hepp- in að verða hluti af fjölskyldunni á sínum tíma. Dætur okkar Frissa voru svo lánsamar að njóta hlýju afa og ömmu en það var farið í heimsókn á Sigurðar- húsið nánast á hverjum einasta degi. Stína átti fallegt og notalegt heimili í nýju Hulduhlíð þó að hún næði ekki að njóta þess sem skyldi vegna hrakandi heilsu. Þó að hún væri smám saman að hverfa frá okkur hvarf aldrei ást- in og kærleikurinn í hjarta henn- ar og allir fengu sama stóra faðmlagið. Það skipti ekki máli þó að hún þekkti mig ekki lengur, ég fékk alltaf marga kossa, stórt og hlýtt faðmlag og guðs blessun. Hún sagði líka oft við mig að ég væri einstaklega falleg kona og hver getur gengið út í daginn öðruvísi en með bros á vör eftir að heyra slíkt? Ég held að Stína hafi verið elskuð af öllum einmitt vegna þessa, hún gerði aldrei upp á milli fólks og allir fengu sömu viðtökur. Það var erfitt að horfa upp á hvernig heilsu Stínu hrakaði smám saman en henni leið vel í Hulduhlíð og það var ákaflega vel hugsað um hana þar. Við fundum það síðustu dagana að hún var orðin þreytt og ég held að hún hafi verið hvíldinni fegin þegar að því kom að hún kvaddi þetta líf umvafin fjölskyldunni sinni. Ég mun aldrei gleyma gæsku og hjartahlýju elsku tengdamóður minnar og ég veit að dætur okkar Frissa hafa fengið það í vega- nesti að bera virðingu fyrir öll- um, sýna öllum kærleika og hlýju og fallegt hjartalag. Þær munu síðan geta kennt sínum börnum það sem þær lærðu af Stínu ömmu og þannig haldið minningu hennar á lofti. Guð blessi minn- ingu góðrar konu. Ragna Hreinsdóttir. Örfá fátækleg kveðjuorð vilj- um við Hanna festa á blað þegar mágkona mín, Kristín Péturs- dóttir, er kvödd hinztu kveðju. Ein af hversdagslífsins heið- urshetjum hefur nú kvatt okkur eftir langa og farsæla vegferð. Henni var ekki fisjað saman og öll hennar verk unnin í hljóðlátri önn húsmóðurinnar, heimilið var hennar vettvangur og þar var heldur betur tekið til hendi, þar ríkti bæði rausn og reisn, rausn- ar hennar og gjöfullar gestrisni nutu svo margir, ekki sízt þeir sem áttu ekki marga að, þeir áttu Stínu að svo sannarlega, svo margar sögur eru af þeirri yf- irlætislausu einlægni huga og hjarta sem henni var eins og í blóð borin. Dugnaður hennar og útsjónarsemi var rómuð, þessa nutu auðvitað eiginmaður og börn allra helzt, það er hrein un- un að heyra afkomendur hennar lýsa þessum eðliskostum móður og ömmu og vita í hjarta sér að það var allt svo satt og rétt. Hún Kristín átti marga góða eiginleika sem hefðu vissulega mátt njóta sín enn betur, en hún lét önn heimilisstarfanna alltaf vera í öndvegi æðst. Á þessu mikla tónlistarheimili þar sem snillingurinn Þorvaldur bróðir minn lék af list góðri á hljóðfærið sitt og allir sungu með, heimilis- fólk sem gestir, þar var Kristín heldur betur liðtæk, kunni ógrynni laga og texta, átti þessa tæru og fallegu söngrödd sem hún hélt allt til loka. Hún naut þess að vera vel tilhöfð og það sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún Kristín átti eindregnar skoðanir, ekki sízt í þjóðfélags- málum og hélt sínu fast fram, þar dugðu engar vífilengjur, því fengu menn að kynnast og það get ég staðfest, rökheld var hún og lét sig ekki, enda var hún afar vel að sér, fylgdist vel með enda glögg greindarkona. Helga Björk dóttir okkar átti aldeilis gott athvarf hjá henni Stínu þegar hún var í skóla á Eskifirði, hún var Helgu einstak- lega góð og hún kveður hana í mikilli þökk fyrir elskusemina. Góð kynni við mágkonu mína eru þökkuð í dag, einstakri hlýju umvafði hún okkur hjón við hverja samfundi. Börnum hennar ágætum og öðru hennar fólki eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur við leiðar- lok. Blessuð sé minning hennar. Helgi Seljan. Stína amma var merkileg kona, hjartahlýrri kona er vand- fundin, hún var með breiðan faðm, tindrandi augu, rjóða vanga og alltaf var stutt í brosið. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að búa á Eskifirði þar sem var stutt að skottast til ömmu, þegar afi féll frá flutti hún á neðri hæðina til okkar og það voru for- réttindi að fá að alast upp með henni. Eftir að afi dó og amma var ein á Sigurðarhúsinu skiptumst við frændsystkinin á að gista hjá henni. Okkur fannst það frábært, nestið sem við fengum með í skólann var engu líkt, eins lítra ísdunkur fullur af gómsætu nesti. Þegar amma flutti til okkar fór Birta alltaf eftir skóla til hennar að spila rommí, hún leyfði Birtu yfirleitt að vinna og talaði um að spila einhvern tíma upp á pen- inga, það varð þó aldrei að veru- leika. Kamilla fór alltaf niður til ömmu um helgar að horfa á barnatímann og fékk svo gjarnan skrúfur og maltöl, þær áttu þar góðar gæðastundir. Það fór enginn svangur frá ömmu og hún var alltaf tilbúin að gera handa okkur það sem okkur langaði í sbr. þegar hún bakaði spesíur (jólasmákökur) fyrir Maju um mitt sumar, bara af því Maju langaði svo í þær. Amma átti alltaf eitthvað gott að borða, það gerir enginn betri fiskibollur, lummur, snúða, pönnukökur og hakkpitsu en Stína amma. Við börnin fengum oft vanilluís með kornfleksi og súkkulaðisósu í eft- irrétt, það fáum við okkur gjarn- an enn í dag. Það var alltaf svo gott að vera hjá ömmu, þar gátum við verið við sjálfar, hún kenndi okkur þau spil sem við kunnum, skipti aldr- ei skapi og skammaði okkur aldr- ei. Hún kom jafnt fram við börn og fullorðna. Hún átti töfraskáp sem margt skemmtilegt leyndist í, m.a. rétti hún oftar en ekki að okkur aur og gotterí sem fannst í skápnum og sagði „hana“ með út- rétta höndina. Hún var einstök kona, svo geð- góð, jákvæð og með húmorinn í lagi. Hún var ekki spör á hrósið og það fór enginn í heimsókn til hennar án þess að koma ham- ingjusamur út og aðeins ánægð- ari með sig. Hún var mamma, amma og langamma í fyllstu merkingu þeirra orða. Hún hugs- aði alltaf fyrst og fremst um aðra og var svo góð við þá sem minna máttu sín. Elsku amma, hvernig þú brostir með augunum þínum, munum við aldrei gleyma, brosið þitt sagði meira en þúsund orð. Þú kvaddir og heilsaðir alltaf svo innilega, kysstir okkur minnst fimm sinnum og faðmaðir, svo okkur hlýnaði um hjartarætur. Þú varst litríkur karakter, glys- gjörn, komst til dyranna eins og þú varst klædd, gjafmild, örlát, söngelsk, með jafnaðargeð, skemmtileg og hlý. Þú ert fyr- irmynd okkar í lífinu og við erum svo þakklátar fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Lífið verður snauðara án þín, elsku Stína amma. Þú kenndir okkur svo margt. Það er erfitt að hugsa til þess að börnin okkar munu ekki ná að kynnast þér en þau fá að kynnast þér í gegnum myndir og minningar okkar, því myndina af þér geymum við sem einn af gimsteinum lífsins. Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma, og reynum eftir fremsta megni að taka þig til fyr- irmyndar. Þínar María, Birta Kristín og Kamilla Borg. Elsku amma mín. Ég hef lengi gert mér grein fyrir að þessi dagur rynni upp fyrr eða síðar en mikið á ég erfitt með að átta mig á að þú sért far- in. Engin Stína amma til að heim- sækja lengur á Hulduhlíð. Ég tel mig svo heppna að hafa átt þig að sem ömmu og er svo þakklát fyrir allar góðu minning- arnar um þig, til dæmis þegar ég fékk að vera í pössun hjá þér þegar ég var í fjórða bekk. Þá kom ég til þín snemma á morgn- ana og rútínan var alltaf sú sama; þú pakkaðir mér inn eins og pönnuköku í hlýtt teppi og við horfðum saman á Glæstar vonir og morgunleikfimina í sjónvarp- inu. Svo fórum við fram, ég fékk dökkar súkkulaðirúsínur og flatt Sprite hjá þér og við spiluðum í dágóða stund. Þessir tímar voru yndislegir, mér fannst sko topp- urinn að vera í pössun hjá Stínu ömmu! Þær minningar sem mér þykir einna vænst um eru frá Huldu- hlíð, sérstaklega frá þeim tíma sem ég starfaði þar. Það jafnaðist ekkert á við að fá knús og koss frá þér hvern einasta dag. Eftir að hafa unnið á Hulduhlíð gerði ég mér enn betur grein fyrir hvers konar manneskja þú varst. Einhverntímann grínaðist ég með að það hefði verið sniðugt að taka röddina þína og fallegu orð- in þín upp og nota til sjálfshjálp- ar og uppbyggingar, þú lést öll- um líða svo vel. Endalaust hrós um innri og ytri fegurð, einlæg bros og þéttingsfastir kossar voru þín einkennismerki. Eitt sinn var ég spurð hvort mér þætti ekkert óþægilegt að veita ömmu minni svona persónulega aðstoð og aðhlynningu. Ég svar- aði að þvert á móti þætti mér það alveg yndislegt, hver stund með þér væri mér óendanlega mikil- væg. Mér fannst fátt skemmtilegra en að syngja með þér eða fá þig til að syngja. Þú varst alltaf ótrú- lega minnug á texta og vísur og allt til enda varstu líka með svo kraftmikla og fallega rödd. Stundum þegar ég var að hjálpa þér í háttinn á Hulduhlíð, fékk ég þig til að syngja fyrir mig. Eitt sinn spurði ég þig hvert væri þitt uppáhaldslag. Þú hugsaðir þig um í dágóða stund og sagðir svo: „Ætli það sé ekki Kveðjustund- in?“ og söngst það svo fyrir mig. Dásamleg minning. Síðustu daga hefur ein línan úr Kveðjustund- inni ómað í höfðinu á mér, „Þú ert glóbjarta drottningin mín“. Þú ert glóbjarta drottningin mín, elsku amma. Það voru nú ófá skipti þar sem við gátum hlegið saman og ófá skipti þar sem hægt var að hlæja að vitleysisganginum í þér. Til dæmis þegar þú lagðir okkur kvenkyns barnabörnunum þínum lífsreglurnar um að við skyldum sko aldeilis passa okkur á hinu kyninu og þegar þú vildir aldrei viðurkenna að ég væri og að þú hefðir verið rauðhærð. Kastaníu- brúnt, kallaðirðu það. Þú varst og munt halda áfram að vera mín helsta fyrirmynd í lífinu. Þótt ég muni örugglega aldrei komast í hálfkvisti við alla góðu eiginleikana þína, mun ég reyna að vera jafn umhyggju- söm, dugleg, bjartsýn, jákvæð, góð og kát eins og þú varst alltaf. Ég kveð þig með miklum söknuði í hjarta. Þín, Vala Rut. Elsku amma. Við viljum þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina. Það var alltaf jafngaman að koma til ykkar afa á Sigurðar- húsinu, sérstaklega þar sem þú vildir aldrei að nokkur maður færi þaðan svangur út og varst auðvitað afar flink í eldhúsinu. Þú varst alltaf svo ótrúlega góð við barnabörnin þín og veittir okkur ætíð nægan tíma og næga ást. Það var alltaf svo notalegt að sitja við eldhúsborðið í Sigurð- arhúsinu og hlusta á þig syngja eða humma lög með þinni fallegu rödd. Það er alveg ljóslifandi í minningunni. Þú hefur verið okkur mikil fyr- irmynd. Þú kenndir öllum í kringum þig gæsku og óeigin- girni og sýndir fullorðnum jafnt Kristín Pétursdóttir Það fylgja því af- ar góðar og ljúfar tilfinningar að hugsa um kynni mín af Ragnheiði gömlu í Mýrakoti, eins og hún var jafnan kölluð á mínu heimili. Það eru um það bil 11 ár síðan ég kom í Mýrakot í fyrsta skipti, þá var ég ungur guðfræðingur frá Reykjavík í leit að prestsembætti. Ragnheiður tók mér afar vel og það var dýr- mætt fyrir ungan mann á leið í prestsskap að fá að kynnast og verða fyrir áhrifum af henni. Og það var óhjákvæmilegt annað. Þá og ævinlega síðar mætti ég í Ragnheiði alveg einstakri hlýju og hinu mikla rólyndi, jákvæðni og þakklæti sem alltaf einkenndi Ragnheiður Jónsdóttir ✝ RagnheiðurJónsdóttir fæddist 20. sept- ember 1915. Hún lést 26. janúar 2015. Útför hennar fór fram 7. febrúar 2015. hana í mínum huga. „Er þetta ekki presturinn“, sagði hún gjarnan þegar hún sá mig og hrós- aði mér svo fyrir að eiga falleg börn. Ég sé hana fyrir mér þar sem ég sá hana svo oft, sitjandi í stólnum sínum í stofunni með bók í hendi, oftar en ekki Biblíuna, og sú mynd kallar fram þakklæti í mínum huga. Löng og blessunarrík ævi er að lokum komin hjá góðri og fallegri mann- eskju. Nú er Ragnheiður komin heim og það voru forréttindi að fá að kynnast henni áður en að því kom. Ég hélt alltaf að ég mundi standa yfir kistu Ragnheiðar og fylgja henni hinsta spölinn, en svo verður ekki. Þess í stað kveð hana úr fjarska og hugsa til henn- ar í bænum mínum. Ég og Védís vottum fjölskyldunni samúð okk- ar. Gunnar Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.