Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins (LSR) hefur ákveðið að sjóður- inn verði ekki stofnaðili að Hagvaxt- arsjóði Íslands (HVÍ) sem forsvarsmenn og nokkrir eigenda Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) hafa unnið að því að koma á laggirnar á síð- ustu mánuðum. Þar með er ljóst að LSR og Gildi, tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins, munu ekki taka þátt í fjárfestingaverkefnum undir nafni hins nýja sjóðs. Haukur Hafsteinsson, forstjóri LSR, segir að ákvörðun stjórnarinnar hafa verið samhljóða. „Við höfum tekið ákvörðun um að taka ekki þátt í stofnun sjóðsins og ákvörðunin byggist fyrst og fremst á þeim sjónarmiðum að trygginga- fræðileg staða lífeyrissjóðsins leyfi ekki langtímafjárfestingu af þessu tagi þar sem ætla má að bíða þurfi lengi eftir því að hún skili árangri.“ Gildi einnig sagt nei Áður hefur stjórnarformaður líf- eyrissjóðsins Gildis lýsti því yfir í samtali við Morgunblaðið að stjórn sjóðsins hafi skoðað mögulega að- komu að HVÍ en niðurstaðan hafi ver- ið sú að þeim litist ekki á uppleggið sem slíkt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Lífeyrirssjóð- ur verslunarmanna skráð sig fyrir 20% af heildarfjármögnun sjóðsins en það er lögbundið hámark þess sem líf- eyrissjóður getur fest í verkefni af þessu tagi. Þá mun ákvörðun LSR um að taka ekki þátt ekki breyta ákvörð- un Lífeyrissjóðs verslunarmanna um þátttöku. Minni væntingar en í fyrstu Í janúar greindi Morgunblaðið frá því að forsvarsmenn FSÍ stefndu að því að fjárfestingageta sjóðsins yrði um 20 milljarðar. Var það nokkuð lægri upphæð en stjórnarformaður FSÍ hafði áður lýst yfir að stefnt væri að því að safna, því undir lok síðasta árs var stefnan sett á að sjóðurinn yrði 30 milljarðar að umfangi. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að mikil áhersla hafi verið lögð á að LSR yrði meðal stofnaðila HVÍ og að framlag hans yrði umtalsvert og jafnvel á svipuðum nótum og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Ákvörðun stjórnar LSR veldur því hins vegar að ekkert verður af allt að 4 milljarða framlagi LSR til verkefnisins. Talsmenn FSÍ vildu ekki tjá sig um ákvörðun stjórnar LSR þegar Morg- unblaðið leitaði viðbragða þeirra við niðurstöðu stjórnarfundarins. Framhald af FSÍ HVÍ er hugsaður sem einskonar framhald af FSÍ sem var stofnaður í árslok 2009. Að honum stóðu í upphafi sextán lífeyrissjóðir. Síðar bættust í eigendahópinn Landsbankinn og VÍS. Lagt hefur verið upp með að líf- tími FSÍ verði ekki lengri en 10 ár, þ.e. að þá hafi allar fjárfestingar hans verið seldar. Sjóðurinn hefur skilað miklum árangri en uppsafnaður hagnaður hans á árunum 2009-2013 nemur 16.700 milljónum króna. Stofnun Hagvaxtar- sjóðs er í uppnámi  Ekkert verður af þátttöku Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins Fjárfestingar Enn er unnið að stofnun Hagvaxtarsjóðs Íslands en meðal þess sem honum er ætlað að fjárfesta í eru orku- og samgöngutengd verkefni. Hagvaxtarsjóðurinn » Sjóðnum er ætlað að fjár- festa í innviðaverkefnum hér á landi. » Markið er sett á 20 milljarða fjárfestingagetu sjóðsins í upphafi. » Enn eiga nokkrir lífeyris- sjóðir eftir að ákveða hvort af þátttöku þeirra verði. Morgunblaðið/Ómar Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Talið er að þrír nýir frumkvöðla- og sprotasjóðir sem áforma að fjárfesta fyrir 11,5 milljarða króna á næstu 3-5 árum geti breytt landslagi ís- lenska frumkvöðlaumhverfisins. Eins og greint hefur verið frá í frétt- um nýlega hefur verið gengið frá fjármögnun sjóðanna Eyrir Sprotar slhf. með 2,5 milljarða króna, Frum- taks II með 5 milljarða króna og Brunns vaxtarsjóðs slhf. með 4 milljarða króna. Stefán Þór Helga- son, verkefnastjóri hjá Klak Innovit, segir að það séu spennandi tímar framundan. „Það hefur verið langur gangur fyrir sprotafyrirtæki að sækja sér fjármagn sem hefur verið af skornum skammti, þó allar rann- sóknir gefi til kynna að það ætti að vera mun meira. Nú sjáum við fram á að hlutirnir komist í eðlilegra horf og samkeppni verður hjá fjárfestum um að ná bestu frumkvöðlunum til sín en ekki eins og verið hefur að sprotarnir berjist um fjármagnið.“ Samkeppni um hugmyndir Undir þetta tekur Einar Gunnar Guðmundsson, talsmaður nýsköpun- ar hjá Arion banka, sem þekkir frumkvöðlaumhverfið vel. Hann vonast til að þetta aukna fjármagn sem er að koma inn á frumkvöðla- og sprotamarkaðinn verði til þess að mynda einhverskonar snjóboltaá- hrif. „Þetta nýtilkomna fjármagn sjóðanna ætti að geta laðað fram annað fé frá fjársterkum einstak- lingum og fyrirtækjum sem vilja taka þátt í því að skapa ný tækifæri. Með þessari innspýtingu verður að- gengi frumkvöðlafyrirtækjanna að fjármagni allt annað.“ Einar Gunnar segir jafnframt að frumkvöðlaum- hverfið verði heilbrigðara. „Nú má búast við að það verði meiri sam- keppni um hugmyndir en ekki ein- ungis samkeppni um fjármagnið.“ Fleiri möguleikar fyrir frum- kvöðla- og sprotafyrirtæki Til viðbótar við nýju sprotasjóðina hafa frumkvöðlar nú möguleika á að senda inn umsókn í Startup Reykja- vík sem er haldið í fjórða sinn. Nýbúið er að opna fyrir umsóknir en valin verða 10 fyrirtæki. Í fyrra voru umsóknir 240 og býst Einar Gunnar við álíka fjölda þetta árið. Arion banki leggur til 2 milljónir króna í stað 6% hlutar í fyrirtæki frumkvöðlanna. Stefán bendir einn- ig á að í mars verði möguleiki fyrir 7 sprotafyrirtæki í orkugeiranum að ná til áhugasamra fjárfesta þegar fjárfestadagur Startup Energy Reykjavík verður haldinn. „Þá munu frumkvöðlar kynna hugmynd- ir sínar fyrir fjárfestum og vonandi verða þessir nýju sprotasjóðir áhugasamir um að koma að fram- kvæmdum þeirra.“ Nýir sprotasjóðir breyta frumkvöðlalandslaginu  11,5 milljarðar króna í frumkvöðla- og sprotafyrirtæki Morgunblaðið/Golli Frumkvöðlar Fleiri möguleikar til að fjármagna nýjar hugmyndir. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 04.02.15 - 10.02.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Skáldsagan um Jón Ófeigur Sigurðsson Hafnfirðingabrandarinn Bryndís Björgvinsdóttir Dansað við björninn Roslund & Thunberg Þekkir þú Línu Langsokk? Astrid Lindgren How Google Works Eric Schmidt Heimsmetabók Skúla skelfis Francesca Simon Öræfi Ófeigur Sigurðsson Afturgangan Jo Nesbø Náðarstund Hannah Kent Alex Pierre Lemaitre

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.