Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 21
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. „Við vorum í neðstu deild árið 2003 en það er að miklu leyti sama fólkið á bak við félagið þá og nú. Þetta fólk hefur í raun unnið ákveðið kraftaverk að tjaldabaki með því að bæta aðstöðuna og aðbúnað leik- manna til muna. Öðruvísi hefðum við ekki komist á þann stað sem við er- um á í dag. Gulldeildin er gulls ígildi Leiknir stendur fyrir utandeild í knattspyrnu, Gulldeildinni, þar sem sjö manna lið etja kappi hvert við annað. „Utandeildin er okkar helsta fjáröflun og var þáttur í þeirri stefnumörkun sem átti sér stað um aldamótin. Hún lék þannig mikið hlutverk í að koma okkur af stað úr hjólförunum,“ segir Þórður og bend- ir á að lítið aðgengi sé að fjármagni í Efra-Breiðholti. „Það eru næstum engin fyrir- tæki með aðalstarfsemi sína í Breið- holti og því torfengið að afla styrkt- araðila fyrir félagið. Við erum agnarsmátt félag og minna en marg- ir gera sér grein fyrir.“ Hann bendir á að mótinu fylgi gestir sem myndu annars aldrei kynnast hverfinu. „Þetta er mjög stórt mót fyrir þennan bumbubolta og þannig til þess fallið að draga fólk til hverfisins sem ætti annars aldrei erindi þangað, sem er jákvætt fyrir félagið jafnt sem hverfið.“ Efra-Breiðholt færist í tísku Þórður segir að Efra-Breiðholt- ið sé að færast í tísku. „Borgin er að setja upp þessi listaverk hérna og Nýlistasafnið var að flytja hingað frá miðbænum. Allt myndar þetta ákveðið aðdráttarafl sem maður finnur fyrir á meðal íbúanna,“ segir Þórður og bætir við að hann finni einnig fyrir aukinni hverfisvitund. „Uppgangur Leiknis hefur gef- ið íbúunum ákveðið stolt og ýtt undir jákvæða umfjöllun um hverfið. Börnin þurfa nú heldur ekki að leita langt yfir skammt til að finna fyrir- myndir í fótboltanum.“ Morgunblaðið/Ómar Æfingin Knattspyrnuiðkendur búa við frábæra aðstöðu í Efra-Breiðholti. til dæmis með í ferðalögin, en þar þurfa foreldrarnir aftur á móti að fylgja ákveðnum reglum. Þeir mega ekki grípa fram fyrir hend- urnar á börnum sem hafa ákveðnar skyldur í ferðalögunum. Eiga þar að halda vel utan um dótið sitt og mega helst engu týna, þau taka þátt í matargerð og verða að skúra skál- ana áður en heim er haldið.“ Ferðalögin eru jafnan mik- ilvægur þáttur í skátastarfi, en í stórum dráttum eru fræðsla, vin- átta, leiðtogaþjálfun og útivist inn- tak þess alls. Með öðrum orðum sagt, að fólk sé í færum til þess að geta bjargað sér við ólíkar og jafn- vel erfiðar aðstæður. Hluti af leik og starfi er því fyrir séu lagðar þrautir með lausn sem kannski er ekki fyrirsjáanleg. En með þjálfun og seiglu finnst hún. Í yfirstandandi góðverkamán- uði Hafarna er margt til gamans gert. Nú í vikunni voru yngstu drekaskátarnir að móta og baka kökur úr fuglakorni og fleiru, sem einhvern næstu daga verða hengd- ar á tré í Elliðaárdal sem fóður smáfugla. Að þakka fyrir sig með mynduglegum hætti og fallegum orðum er inntakið í fræðslu til Fálka-skátanna sem fara munu um hverfið næstu dögum og leggja lið. Heimsækja fólk og bjóða aðstoð. „Þau hafa farið í verslanir hér og tínt í innkaupapokana fyrir fólk og borið þá út í bíl, mokað snjó af tröppunum hjá öðrum og svo fram- vegis. Þetta eru þroskandi verk- efni,“ segir Ásta Bjarney um starf Hafarnanna sem eru með aðsetur í frístundamiðstöðinni Hraun- heimum við götuna Hraunberg. Eldurinn Hafernir við hlóðirnar í skemmtilegu skátaferðalagi nú nýlega. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 SÓSA OG FRANSKAR FRÁBÆR KOKTEILL - Prófaðu cocktailsósuna frá E. Finnsson og gerðu gott betra. 31 18 -V O G – V E R T. IS „Hér í Fellahverfinu er talsverður hópur af Filippseyingum og við er- um hér fimm fjölskyldur sem höld- um hópinn. Hittumst oft með börn- in, höldum partí, förum í gönguferðir og höldum matarboð. Þar erum við með á borðum bæði mat frá heimalandi okkar en líka ís- lenska rétti. Lambakjötið er fínt,“ segir Daisy Barrera Tenebro. Blaðamaður hitti Tenebro á förn- um vegi í Breiðholtinu, hverfinu þar sem fólk af erlendu bergi brotið er svo áberandi. „Já, nú orðið finnst mér ég eiga heima á Íslandi,“ segir Tenebro sem búið hefur á Íslandi í tíu ár. Þá var eiginmaður hennar, Yanbu Bartido Patambag, fluttur til Íslands nokkru fyrr enda búa móðir hans og systkini hérlendis. Saman eiga þau hjónin þrjár dætur. Elst er Ella Rose 10 ára, Íris er 6 ára og hin yngsta, Aróra, er fjög- urra mánaða „Já, ræturnar, þó ekki væri nema vegna þess að dæturnar hafa verið í skóla hér, lært íslenskuna og aðlag- ast samfélaginu. Og til að ná ís- lenskunni er fínt að hafa bókasafn- ið í nágrenninu. Við förum mikið á barnabókadeildina í Gerðubergi og það er frábært að hafa sundlaugina hér rétt hjá,“ segir Tenebro. Hún starfaði til til skamms tíma í þvotta- húsi í Kópavogi en Patambag, mað- ur hennar, vinnur á veitingastaðn- um Caruso við Bankastræti. sbs@mbl.is Morgunblaðið /Sigurður Bogi Mæðgur Daisy Barrera Tenebro og dóttirin Áróra saman á ferð í Fellunum. Landar hittast og vilja lambakjötið  Eru frá Filippseyjum  Íslenskar rætur Á síðasta ári létu borgaryfirvöld mála risavaxið verk eftir listamanninn Erró á húsgafl í Efra-Breiðholti. Þórður segir umræðuna sem skapaðist í kringum gjörninginn hafa komið honum einkennilega fyrir sjónir. „Það spannst umræða um að það væri fáránlegt að setja upp margra milljóna verk á meðan fjöl- skyldur ættu ekki í sig og á og vandamál væru við- varandi í skólanum. Það eina sem mætti kalla óvenjulegt við þetta mál er að verkið var sett upp í Breiðholtinu í stað miðbæjarins. Ef sú staðsetning hefði orðið fyrir valinu, eins og vill oft verða raunin, þá hefði enginn sagt orð um sveltandi og ólæs börn,“ segir Þórður og bætir við: „Fólki fannst það kannski vera að taka upp hanskann fyrir Breiðholtið og margir sögðu að peningunum væri betur eytt í velferðarmálin. Fáum datt hins vegar í hug að spyrja okkur Breiðhyltinga en við vorum flest bara sátt við að fá virkilega flott listaverk í hverfið enda gerist það ekki á hverjum degi hérna upp frá. Þessi umræða fannst mér endurspegla fordómana sem eru vissulega enn til staðar gagnvart Breiðholtinu.“ „Sveltandi og ólæs börn“ FORDÓMAR ENN TIL STAÐAR GAGNVART BREIÐHOLTI Þórður Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.