Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hæstirétt-ur Ís-lands birti í gær dóm sinn í svokölluðu Al Thani-máli vegna ákæru sem embætti sérstaks saksóknara hafði beint að þremur forsvars- mönnum og einum af helstu eigendum Kaupþings banka vegna gruns um m.a. umboðssvik. Dómur Hæstaréttar er mjög yfirgripsmikill og er einróma niðurstaða 5 dóm- ara réttarins um flest í góðu samræmi við dóm fjöl- skipaðs héraðsdóms í mál- inu. Dómurinn hefur að von- um vakið mikla athygli og ekki er ólíklegt að mörgum verði nokkuð brugðið við þá lýsingu sem þar kemur fram. En það er þá ekki aðeins að leikmönnum sýnist mikil tíðindi vera á ferðinni er lok fást í máli, sem beint var til lögreglu með bréfi 9. des- ember 2008. Sjálfur segir Hæstiréttur Íslands að „þessi brot voru stórum al- varlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot“. Þegar kemur að niður- stöðu réttarins varðandi ákvörðun um ákærur, sem beint var að þeim ein- staklingum sem í hlut eiga, segir Hæstiréttur: „Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að umboðssvik samkvæmt I. og II. kafla ákærunnar snerust um gífurlegar fjár- hæðir, en við útborgun láns, sem um ræðir í fyrr- nefnda kaflanum, svaraði fjárhæð þess samkvæmt gengisskráningu Seðla- banka Íslands 19. sept- ember 2008 til 4.633.000.000 króna, og lán- ið, sem síðarnefndi kaflinn snýr að, nam 12.863.497.675 krónum þegar það var greitt út tíu dögum síðar. Upp í lánið, sem um ræðir í I. kafla ákærunnar, greiddist 12. febrúar 2013 fjárhæð, sem eftir sama gengi og áður getur sam- svaraði 2.405.707.053 krón- um, en lánið, sem II. kafli hennar varðar, hefur að engu leyti greiðst. Háttsemi ákærðu sam- kvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stóru almenningshluta- félagi og leiddi til stórfellds fjártjóns. Brotin samkvæmt III. og IV. kafla ákæru beindust í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðinum hér á landi í heild og verður tjónið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár. Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. Kjarninn í háttsemi ákærðu fólst í þeim brotum, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. Öll voru brotin framin í samverknaði og beindust að mikilvægum hags- munum. Verður og að líta til þess að af broti samkvæmt III. kafla ákæru hafði ákærði Ólafur óbeina fjárhagslega hagsmuni gegnum félag, sem eins og fyrr greinir var næststærsti hluthafinn í Kaupþingi banka hf. Ákærðu, sem ekki hafa sætt refsingu fyrr, eiga sér engar málsbætur. Að þessu öllu virtu og með tilliti til þess að þáttur ákærðu að brotum, sem þeir eru sakfelldir fyrir, er mismikill verður ákvörðun refsingar ákærða Hreiðars samkvæmt hinum áfrýjaða dómi staðfest, þar á meðal ákvæði dómsins um frá- drátt gæsluvarðhaldsvistar sem hann sætti, en ákærði Sigurður skal sæta fangelsi í fjögur ár og ákærðu Ólaf- ur og Magnús í fjögur ár og sex mánuði.“ Ekki skal neitt fjölyrt um það nú, hversu ríkt for- dæmisgildi þessi dómur kann að hafa fyrir þau mál önnur, sem eru af sömu rót og enn til meðferðar í dómskerfi landsins. Brotin beindust í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaði landsins} Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi M eirihluti þjóðarinnar er andvíg- ur því að ganga í Evrópusam- bandið samkvæmt niður- stöðum hverrar einustu skoðanakönnunar sem gerð hefur verið frá því sumarið 2009, algerlega óháð því hver hefur gert hana og fyrir hvern. Andstaðan við inngöngu í sambandið er enn meiri í röðum kjósenda stjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins. Stuðningsmenn þess að Ísland verði hluti Evrópusambandsins eru aðeins lítið brot af kjósendum flokkanna. Þetta rímar fyllilega við þá stefnu Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins að hags- munum Íslands sé betur borgið utan Evrópu- sambandsins. Langur vegur er þó frá því að sú sýn á málin sé bundin við kjósendur flokkanna. Skoðanakannanir hafa lengi sýnt meirihluta í flestum þjóðfélagshópum gegn því að ganga í sambandið. Helzta undantekningin í þeim efnum hefur verið meirihluti kjós- enda Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem varla þarf að koma á óvart. En meira að segja í hópum sem lengi hafa verið álitnir sérlega jákvæðir fyrir inngöngu í Evrópusambandið er meirihluti að sama skapi gegn henni. Líkt og til að mynda í röðum félagsmanna í Samtökum iðnaðarins og Félagi at- vinnurekenda. Stuðningur við upptöku evru í gegnum inn- göngu í sambandið hefur að sama skapi dregist verulega saman í síðarnefndu samtökunum. Þó er auðvitað rétt að hafa alltaf í huga að sérstök spurning um upptöku evrunnar í gegn- um Evrópusambandið getur ekki staðið sjálf- stæð gagnvart spurningunni um inngöngu í það. Ekki frekar en spurningin um svonefndar aðildarviðræður. Allt hangir þetta á spurning- unni um inngöngu sem er ástæðan fyrir því að í Noregi spyr enginn í skoðanakönnunum um annað en afstöðuna til hennar. Ekki einu sinni hörðustu stuðningsmenn þess að ganga í sam- bandið. Þetta kemur vitanlega ekki á óvart enda vita Norðmenn að enginn leyndarhjúpur er yfir því hvað felist í inngöngu í Evrópusambandið í öll- um meginatriðum. Rétt eins og á við í tilfelli okkar Íslendinga. Forsenda þess að Norð- menn gangi í Evrópusambandið er líkt og hér á landi að bæði pólitískur og almennur vilji sé fyrir því. Eins og sambandið sjálft hefur ítrekað bent á. Bæði á þessu og síðasta kjörtímabili. Langur vegur er hins vegar frá því að málum sé þannig háttað. Við þessar aðstæður er vitanlega furðulegt svo ekki sé meira sagt að Ísland sé umsóknarríki að Evrópusamband- inu þegar svo mikil andstaða er við inngöngu í það. Ekki síður í ljósi þess að allir vita hvers vegna sótt var um inn- göngu í sambandið á sínum tíma. Vegna pólitískra hrossa- kaupa. Við eðlilegar aðstæður hefði slík umsókn aldrei verið send til Brussel. Fyrir vikið er löngu tímabært að þau mistök verði leiðrétt. Það verður aðeins gert með því að draga umsóknina formlega til baka. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Furðuleg staða STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gjörólíkar áherslur á samn-ingstíma birtast í þeimkröfugerðum sem Starfs-greinasambandið (SGS) og Flóafélögin hafa lagt fram í komandi kjaraviðræðum. SGS sem fer með samningsumboð fyrir 16 verkalýðs- félög, vill semja til allt að þriggja ára. Flóafélögin þrjú, Efling, Hlíf í Hafn- arfirði og Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur, sem eru innan SGS en semja sér, vilja gera samning til 12 mánaða. Segjast forsvarsmenn þeirra ekki treysta stjórnvöldum og því séu ekki efni til lengri kjarasamninga. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er pirringur víða í röðum SGS-félaganna vegna kröfu Flóa- félaganna um eins árs samning. Lík- ur á samstöðu ef gripið verði til að- gerða í kjaradeilunum á komandi vikum hafi minnkað. Að mati viðmælenda í gær eru sjálfar launakröfur SGS-félaganna og Flóafélaganna þó nokkuð áþekkar. SGS-félögin vilja krónutöluhækkanir á laun og að lægsti taxti hækki um rúmar 30 þúsund kr. á ári á samn- ingstímanum þannig að lágmarks- launin verði komin í 300 þúsund kr. á mánuði innan þriggja ára. Auk þess verði launatöflur endurskoðaðar þar sem starfsreynsla og menntun séu metin til hærri launa. Þessar kröfur hafa Samtök atvinnulífsins metið til allt að 50% hækkunar á samningstím- anum. Launatöflur verði lagfærðar Flóafélögin fara fram á að lág- markshækkun í launatöflu verði 35 þúsund kr. á 12 mánaða samnings- tíma og að lægsti taxti hækki í 240 þúsund kr. Flóafélögin vilja líkt og önnur félög innan SGS að launatöflur verði lagfærðar þar sem aukið verði aftur bil á milli flokka og þrepa. Krefjast Flóafélögin þess að mán- aðarlaun fyrir dagvinnu utan launa- töflu hækki að lágmarki um 33.000 kr. og að dagvinnutímakaup hækki sam- svarandi. Þá krefjast félögin ótil- greindrar eingreiðslu til félagsmanna sinna til að mæta þeim launahækk- unum sem urðu umfram almennar kjarasamningshækkanir á síðasta samningstímabili. Samtök atvinnulífsins halda því fram að í kröfugerð Flóafélaganna felist um 20% launahækkun á einu ári. Áhersla stéttarfélaganna á að lyfta lægstu laununum með krónu- töluhækkunum í kjarasamningum á seinustu árum hafa valdið því að launataxtar hafa þjappast saman og launabilið skv. launatöflum minnkað mikið. Þannig eru launataxtar í SGS- félögunum í dag frá 201 þúsund og ná aðeins upp í 253 þúsund á mánuði. Viðmælandi bendir á að veruleikinn sé sá að t.a.m. í fiskvinnslu hafi fisk- vinnslustarfsmaður með 20-30 ára starfsreynslu aðeins tvö til þrjú þús- und kr. meira í dagvinnulaun eftir mánuðinn en byrjandi í fiskvinnslu. Hér sé því verk að vinna við endur- skoðun launatafla í kjaraviðræð- unum. Fyrsti sáttafundur SGS-félag- anna og SA fer fram fyrir hádegi í dag og VR mun leggja launakröfur sínar fyrir SA á fundi í dag. Svipaðar launakröfur, ólíkir samningstímar Morgunblaðið/Golli Kjör Kröfur 19 félaga í Starfsgreinasambandinu, fyrir hönd um 50.000 fé- lagsmanna, eru komnar fram. Í dag leggur VR fram launakröfur sínar. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir að launakröfur Flóabandalagsfélaganna feli í reynd í sér 20% launahækkun á tólf mán- aða tímabili. Kröfugerð Flóafélaganna og kröfur SGS sem lagðar voru fram á dögunum feli í sér að krafist sé krónutöluhækkunar en líka sé farið fram á breytingar á taxtakerfum. Taxtarnir hafi þjappast mjög mik- ið saman vegna krónutölubreytinga. Flóafélögin og SGS vilji auka bilið á nýjan leik í taxtakerfinu, en þá sé í raun og veru verið að breyta krónu- töluhækkuninni í hreina prósentuhækkun. Launakröfurnar eru ekki leiðin að auknum kaupmætti að sögn hans heldur myndu hleypa verðbólgunni strax af stað. SA séu hins vegar sam- mála verkalýðshreyfingunni um mikilvægi þess að byggja upp kaupmátt og reiðubúin til viðræðna um slíkt. Þorsteinn segir einnig að fara þurfi í umbætur á vinnumarkaðslíkan- inu og slíkt verði að eiga sér stað í samstarfi við stjórnvöld. Mikilvægt sé líka að ráðast í umbætur í húsnæðiskerfinu o.fl. og skoða þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á greiðslumatinu vegna húsnæðislána, sem virðist vera að valda fólki verulegum erfiðleikum. Þorsteinn segir líka varðandi það vantraust sem Flóafélögin lýsa yfir gagnvart stjórnvöldum að þar verði að bæta úr. ,,Við verðum að bæta þessi samskipti og ráðast sameiginlega í þessi mikilvægu verkefni. Sú vinna þarf að hefjast nú þegar.“ Bæta samskipti við stjórnvöld KRÖFURNAR LEIÐA EKKI TIL AUKINS KAUPMÁTTAR AÐ MATI SA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.