Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 DÚKAR RÚMFÖT HANDKLÆÐI SKYRTUR Láttu okkur sjá um þvottinn GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m Vegna afnáms Vörugjalda nú kr. 6.990 m2 Stokkhólmi. AFP. | Felicia Zander fékk heilablæðingu þegar hún var sex ára og á rúmu ári gekkst hún undir u.þ.b. tólf skurðaðgerðir, auk þess sem hún fór í röntgenmynda- tökur, heilaskönnun og aðrar rann- sóknir. Fyrir hverja innlögn eða rann- sókn á sjúkrahúsinu fór hún á vef- síðu sjúkrahússins þar sem teikni- myndapersónur lýstu því fyrir henni hvers konar aðgerð biði hennar og róuðu hana. Felicia fylgdist grannt með „sjúkrahúsævintýrum“ Pajette, trúðs sem beið eftir botnlanga- skurði, og Ville, tíu ára villisvíns sem þurfti að fara í heilaskönnun. „Það hjálpaði mér að skilja þetta betur, búa mig undir þetta … það róaði mig,“ sagði Felicia við frétta- mann AFP. „Maður hræðist það að fara í svæfingu en það er ekki hættulegt í raun og veru,“ bætti hún við og brosti. Hjúkrunarfræðingur á stærsta barnasjúkrahúsi Svíþjóðar bjó til Svæfingavefinn (narkoswebben.se). Á vefnum er lesefni á 27 tungu- málum, m.a. íslensku, og myndskeið, tölvuleikir og teiknimyndir á sænsku, ensku, spænsku og arab- ísku. Myndirnar sýna börnunum hvað bíður þeirra á sjúkrahúsinu, allt þar til þeim er boðið upp á ís í verðlaun þegar þau vakna eftir skurðaðgerðina. Hafa mikil áhrif Í teiknimyndasögu af Ville, sem slasaðist á höfði, er útskýrt á ein- földu máli hvernig hjólarúminu hans er ýtt að „stórri holu þar sem mynd- ir verða teknar af því sem er inni í líkamanum“. Einnig er útskýrt hvers vegna hann þurfi að vera al- veg kyrr. Sögurnar höfðu mikil áhrif á Fel- iciu sem er nú orðin tíu ára. „Um tíma var hún næstum alltaf fyrir framan tölvuna að skoða Svæf- ingavefinn,“ sagði móðir hennar, Maria Zander. „Fyrir eina aðgerð- ina spurði hún jafnvel hjúkrunar- fræðing hvort hann hefði skoðað vefinn og vissi hvað hann ætti að gera.“ Zule Sicardi, svæfingalæknir á sjúkrahúsi í miðborg Stokkhólms, kvaðst hafa tekið eftir því að vefur- inn hefði mikil áhrif á börn áður en þau gengjust undir skurðaðgerðir. „Börnin sem nota hann eru rólegri og öruggari, þau vita hvað bíður þeirra,“ sagði hún. „Og þau fá alls konar upplýsingar um mannslíkam- ann og það gerir þeim kleift að tala um það við fólkið sem er hjá þeim.“ Læknir fór yfir allt efnið á vefn- um og samþykkti það. Þegar vef- urinn var stofnaður árið 2006 var hann fyrstur sinnar tegundar í heiminum og hann á enn engan sinn líka. Á hverjum mánuði fær hann um 15.000 heimsóknir og flestir not- endanna eru í Svíþjóð. Svipaður vef- ur hefur verið stofnaður í Kanada og ráðgert er að þýða hann á hollensku. „Hafði ekki tíma til að róa þau“ Gunilla Loof, hjúkrunarfræðingur við svæfingadeild Astrid Lindgren- barnasjúkrahússins í Stokkhólmi, átti hugmyndina að Svæfingavefn- um. Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að mikil þörf hafi verið á því að búa börnin og foreldra þeirra betur undir skurðaðgerðirnar. „Það gerðist of oft að ég hitti kvíðin börn og foreldra og hafði ekki tíma til að róa þau. Ég vildi breyta þessu,“ sagði Loof. „Það er til mjög mikið af almennu fræðsluefni um sjúkrahúsvist og markmiðið var að taka það saman og setja fram með öðrum hætti – í stað þess að renna yfir það í fljótheitum fyrir aðgerð- ina. Og til að ná til ungmennanna þarf að fara þangað sem þau eru: á netið.“ Samkvæmt opinberum upplýs- ingum nota nánast allir Svíar á aldr- inum 13 til 21 árs netið reglulega. Svíþjóð er einnig á meðal þeirra landa þar sem algengast er að börn eigi snjallsíma og tölvur. Meira en helmingur sænskra barna hefur aðgang að spjaldtölvu og um 95% af þeim sem eru tólf ára eða eldri eiga snjallsíma. Loof segir að erfiðast hafi verið að finna leiðir til að haga framsetningu fræðsluefnisins þannig að hún höfði til allra aldurshópa. „Erfiðast var að ná til unglinganna. Við nutum að- stoðar hóps tíu barna á aldrinum 10 til 18 ára og byggðum á reynslu þeirra þegar við þróuðum vefinn.“ Per-Arne Lönnqvist, prófessor í barnasvæfingum, segir að gera þurfi myndefnið á vefnum aðgengilegt á spjaldtölvum og snjallsímum því sí- fellt fleiri ungmenni noti ekki borð- eða fartölvur. „Annars er hætta á að við náum ekki til eins margra ung- menna.“ Svæfingavefurinn hefur þó haft varanleg áhrif á kynslóð barna sem hafa þurft að gangast undir skurð- aðgerðir. „Það var eins og ég gæti haft stjórn á aðstæðunum,“ sagði Felicia. Svæfingavefur róar börnin AFP Narkoswebben Felicia Zander og móðir hennar skoða Svæfingavefinn. „Fyrir eina aðgerðina spurði hún jafnvel hjúkrunarfræðing hvort hann hefði skoðað vefinn og vissi hvað hann ætti að gera,“ sagði móðirin um Feliciu.  Teiknimyndir útskýra aðgerðirnar Norski fjölda- morðinginn And- ers Behring Brei- vik hyggst fara í mál við norska dómsmálaráðu- neytið á þeim for- sendum að það jaðri við pynt- ingar að halda honum í viðvar- andi einangrun. Lögmaður fjöldamorðingjans, Geir Lippestad, hefur staðfest þetta. Hann telur einangrunina brot á mannréttindasáttmála Evrópu og segir að fanginn hafi búið við þessar aðstæður undanfarin tvö ár. „Viðvarandi einangrun verður með tímanum ígildi pyntinga,“ er haft eftir honum á fréttavefnum Thelocal.no. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi í ágúst 2012 fyrir árásir sem kostuðu 77 manns lífið. NOREGUR Breivik hyggst fara í mál við dóms- málaráðuneytið Anders Behring Breivik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.