Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Trillan við fiskikassana Þessi krúttlega gamla trilla má muna sinn fífil fegri en hún hefur eflaust lokið hlutverki sínu og kúrir nú innan um fiskikassa á Ægisgarði við Reykjavíkurhöfn. Ómar Eitt af því besta sem ég hef gert um ævina var að fara á slóðir forfeðra minna í Vesturheimi til að reyna að kynnast lífi þeirra og setja mig í þeirra spor. Mig lang- aði til að vita hvernig það var fyrir bláfá- tæka bændur af Ís- landi að setjast að í norðurhéruðum Kan- ada og umsnúa þannig lífi sínu og barna sinna. Ekki nóg með að þar væri töluð framandi tunga heldur voru atvinnuhættir afar ólíkir sem og veðrátta landslag. Það sem hið nýja land bauð upp á var hins veg- ar það sem hafði svo mikið að- dráttarafl; menn gátu eignast eig- ið land; urðu sjálfs sín herrar. Þegar ég kom fyrst á Íslendinga- slóðir í Kanada rúmum 130 árum eftir að forfeður mínir fluttu þang- að blasti við mér þjóðfélag og menning Vestur-Íslendinga eða Kanadamanna af íslenskum upp- runa, sem héldu svo fast í rætur sínar að það vakti undrun mína og aðdáun. Fimm og jafnvel sex kyn- slóðum eftir að íslensku landnem- arnir yfirgáfu gamla landið voru afkomendur íslensku landnemanna enn að hugsa um Ísland. Íslensk bæjarnöfn og íslenski fáninn báru þess vitni hvar sem farið var um. Ég hef verið svo lánsöm að kynnast Vestur-Íslendingum bæði sem sjónvarpskona og sem stjórnarmaður í Þjóðræknisfélagi Íslands, en félagið vinnur að því að styrkja tengslin við frændur okkar á Íslendingaslóðum í Bandaríkjunum og Kanada. Þegar ég hélt af stað í þessa för árið 2008 var ég eingöngu að hugsa um að leita að fjöl- skyldu langömmu minnar, Guðnýjar Jó- hönnu Sigfúsdóttur, sem settist að á Nýja-Íslandi árið 1876. Mér var líka kunnugt um að stór hluti fjölskyldu lang- afa míns, Stefáns B. Jónssonar, hafði flutt vestur um haf en ég vissi ekkert um afdrif þeirra. Nú sjö árum síðar hefur mér hins vegar tekist að hafa uppi á góðum hópi afkomenda hálfsystkina Stef- áns sem settust að í Kanada um 1887 sem er mér ómetanlegt. Ég vil því hvetja alla þá sem lengi hefur langað til að halda á slóðir forfeðra sinna í Vesturheimi að láta slag standa. Tvær áhuga- verðar ferðir á Íslendingaslóðir í Vesturheimi verða kynntar á veg- um Þjóðræknisfélags Íslands 21. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar á heimasíðu Þjóð- ræknisfélagsins, www.inl.is. Eftir Elínu Hirst »Mig langaði til að vita hvernig það var fyrir bláfátæka Íslend- inga að setjast að í norð- urhéruðum Kanada og umsnúa þannig lífi sínu og barna sinna. Elín Hirst Höfundur er þingmaður. Eitt af því besta Síðari árin hef ég verið frekar latur við að lesa bækur, nema þá helst þær sem hafa beinlínis getað gagnast mér við lögfræðistúss- ið. Fyrir nokkrum dög- um tók ég samt til við að lesa bók sem tók mig þegar í stað föst- um tökum; svo föstum að ég gat ekki hætt að lesa fyrr en lokið var lestrinum. Þetta er bókin „Náð- arstund“ eftir unga konu frá Ástr- alíu, Hannah Kent. Þessi bók er snilldarverk. Kannski má kalla þetta sögulega skáldsögu. Sögð er saga ungrar konu sem lifði norður í Húnaþingi á fyrstu árum 19. aldar. Hún hét Agnes Magnúsdóttir og var dæmd til dauða fyrir að hafa átt þátt í drápi á fyrrverandi ástmanni sínum Nat- ani Ketilssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi við Húnaflóa. Það er magnað að þessi unga ástr- alska kona skuli hafa fengið þann áhuga á örlagasögu kynsystur sinn- ar fyrir tveimur árhundruðum hér á hjara veraldar að úr hafi orðið þessi snilldarlega saga. Frásögnin er að miklu leyti byggð upp kringum sam- töl ungs prests, Þorvarðar Jóns- sonar, við Agnesi en prest þennan hafði yfirvaldið í héraðinu, sami maður og kveðið hafði upp dóminn yfir Agnesi á fyrsta dómstigi, fengið „til að búa Agnesi Magnúsdóttur undir að hitta skapara sinn“. Uppbygging bókarinnar er einkar vel heppnuð. Þar er framvindan ofin með því að láta persónur sögunnar segja hugsanir sínar á víxl á milli þess sem söguþráðurinn er spunninn áfram. Svo er bókin afar vel skrifuð eins og sagt er. Í því felst að textinn er einkar læsilegur og skiljanlegur auk þess að vera með listrænum tilburðum án þess þó að ganga neins staðar úr hófi að því leyti. Það er svo sem ekki unnt að fullyrða að at- burðir sögunnar hafi í reynd verið með þeim hætti sem bókin lýsir. Það skiptir hins vegar engu máli, því að meginstofn frásög- unnar er eins réttur og unnt er að hafa hann og að því leyti sannur. Þessi margslungna örlagasaga Agnesar Magnúsdóttur er kannski umfram allt saga af misnotkun valds. Alvarlegur glæpur hefur verið framinn og þeir sem fara með valdið til að ákveða sök og refsingu hlusta ekki á neitt múður, hvað þá að þeir líti til kringumstæðna sem verið geta sakborningi til hagsbóta. Þeir einfaldlega gegna því hlutverki, sem samfélagið hefur fengið þeim, að finna þá sem glæpinn frömdu hvað sem það kostar og beita þá hinni hörðustu refsingu. Fyrir verður þá oft almúgafólk, sem ekkert á undir sér, í þessu tilviki Agnes Magn- úsdóttir. Hún lá vel við högginu sem henni var veitt. Lýsing bókarinnar á meðferðinni á þessari ungu konu er átakanleg. Þeirri sögu lauk með því að höfuð hennar var skilið frá búkn- um á aftökustað við Vatnsdalshóla í Húnaþingi! Við nútímamenn ættum að mega gera ráð fyrir að við búum við meira réttaröryggi en Agnes Magnús- dóttir bjó við á sinni tíð. Það er samt ennþá misfarið með dómsvald. Með- al annars eru menn enn þann dag í dag sakfelldir fyrir glæpi sem ekki er víst að þeir hafi framið. Stundum má telja að þetta sé gert til að svara kalli eða þörf, sem þeir sem með dómsvaldið fara telja sig skynja í umhverfinu, þegar kallað er á sak- fellingar og refsingar til friðþæg- ingar. Þá er stundum sakfellt á ófull- nægjandi forsendum. Almenningur í landinu ætti að reyna að gera sér grein fyrir því að sakfellingar geta ekki átt sér stað með upphrópunum og múgæsingu. Þar má aðeins ráða öguð meðferð samkvæmt gildandi lögum þar sem sérhver vafi um sök skal metinn sakborningi í hag. Við viljum fæst að mönnum sé refsað að ósekju þó að afleiðingarnar verði ekki jafn harmrænar og varð í tilviki Agnesar Magnúsdóttur. Við höfum aðeins tækifæri til að beita réttlátri málsmeðferð fram að uppkvaðningu dómsins en ekki eftir að hann er kveðinn upp, jafnvel þó að skemmri tími líði en tvær aldir. Við höfundinn, Hannah Kent, segi ég bara: Haf mikla þökk fyrir verk þitt sem verða mun ódauðlegt á Ís- landi. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Fyrir verður þá oft almúgafólk, sem ekkert á undir sér, í þessu tilviki Agnes Magnúsdóttir. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Snilldarverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.