Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Barnaleikritið Kuggur og leikhús- vélin, eftir Sigrúnu Eldjárn, verður frumsýnt kl. 13 á morgun í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Sigrún semur sjálf þótt gerðar hafi verið leikgerðir úr nokkr- um verka hennar. Hún hefur skrifað og myndskreytt fjölmargar bækur um Kugg og vinkonur hans, Málfríði og mömmu hennar og grænu furðu- veruna Mosa. Leikstjóri sýningar- innar er Þórhallur Sigurðsson og með hlutverk Kuggs fer ellefu ára hæfileikapiltur, Gunnar Hrafn Krist- jánsson, sem hefur leikið í tveimur leikritum á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins, í sjónvarpsþáttum og fór með sigur af hólmi í söngkeppninni Jóla- stjörnunni á Stöð 2 í fyrra. Edda Arnljótsdóttir og Ragnheiður Stein- dórsdóttir leika Málfríði og mömmu hennar og er sýningin ætluð börnum á aldrinum þriggja til átta ára. „Ógurlega gaman“ „Þetta er svolítið mikið ólíkt, ég er vön því að vera ein í mínu horni að skrifa og teikna og brjóta um bækur og svo allt í einu er bara fullt af fólki sem þarf að útfæra hugmyndir mín- ar, hversu klikkaðar sem þær eru. Ég er algjörlega óvön því en finnst það ógurlega gaman. Það eru snill- ingar að vinna við þetta,“ segir Sig- rún þegar hún er spurð að því hvern- ig henni hafi fundist að skrifa leikrit í fyrsta sinn og hvort það sé ekki tölu- vert ólíkt því að skrifa bók. – Þetta er ný saga af Kuggi, ekki satt? „Jú, þetta er ný saga en það flétt- ast inn í hana minni úr tveimur sög- um sem hafa komið út, Geimferð og Tölvuskrímslinu. Þær fléttast inn í en úr þessu er búin til ný saga sem heitir Kuggur og leikhúsvélin,“ segir Sig- rún. „Þetta er leikur, hopp og hí og snýst um það hvernig leikrit getur orðið til, leikhús sem fjallar um leik- hús,“ segir Sigrún um söguna. – Mosi kemur við sögu í leikritinu. Hvernig er það leyst í uppfærslunni? Nú er hann ekki mannvera … „Nei, hann er pínulítill og grænn og það er leyst með lítilli dúkku og ljósi,“ svarar Sigrún. Leikararnir sjái um að hreyfa Mosa sem sé oftast nær í vasanum á smekkbuxum Kuggs. – Nú er farin sú leið að láta barn leika barn sem er mjög ánægju- legt … „Já, það er mjög ánægjulegt. Gunnar Hrafn er frábær, eins og at- vinnuleikari. Það eru nokkur söng- og dansatriði í sýningunni sem hann rúllar upp. Ég er mjög ánægð með allt þetta fólk,“ segir Sigrún og bætir því við að umgjörðin sé glæsileg, leik- mynd og annað tilheyrandi og allt í anda teikninga hennar. Gömul börn Vinkonur Kuggs eru tvær gamlar konur, Málfríður og mamma hennar og uppátæki þeirra í bókunum oftar en ekki stórfurðuleg. Spurð að því hvort þessar skrítnu mæðgur eigi sér einhverjar fyrirmyndir segir Sigrún svo ekki vera. „Mér fannst svolítið skemmtilegt að láta þennan strák eiga gamlar kerlingar fyrir vinkonur og þær hafa haldið í barnið í sér, eru eiginlega gömul börn. Ég tefli saman krökkum og gömlu fólki í fleiri bók- um sem ég hef skrifað. Það er auð- veldara að láta gamla fólkið leika sér en foreldrakynslóðina því foreldrarn- ir þurfa að vera svolítið ábyrgari,“ segir Sigrún. Þrettánda bókin um Kugg, Tölvu- skrímslið, kom út í lok viku og í tilefni af útgáfunni og leiksýningunni hefur þriðja bókin um Kugg og vini hans, Geimferð, verið endurútgefin. Spurð að því hvenær fyrsta bókin um Kugg hafi komið út segir Sigrún það hafa verið árið 1987. Hann hafi hins vegar birst fyrst í sjónvarpi þegar Guðrún Ásmundsdóttir las sögur um hann við myndskreytingar hennar. Aðdáenda- hópur Kuggs er því eflaust orðinn ansi stór. „Leikhús sem fjallar um leikhús“  Kuggur, Mosi, Málfríður og mamma hennar kynnast því hvernig leikrit verður til í fyrsta leikriti Sigrúnar Eldjárn Ljósmynd/Eddi Þríeyki Edda Arnljótsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson í Kuggi og leikhúsvélinni. Mosi gægist upp úr buxnavasa. Funi heldur tónleika með skyggni- myndasýningu í Mengi á Óðinsgötu 2 í kvöld kl. 21. Flutt verða íslensk og ensk þjóðlög sungin og leikin á langspil, gítar og kantele. Funi er tvíeykið Bára Grímsdóttir og Chris Foster sem hófu samstarf árið 2001. „Síðan hafa þau keppst við að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upp- tökum og lítt þekktum bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl,“ segir m.a. í tilkynningu. Tvíeyki Bára Grímsdóttir og Chris Foster. Funi í Mengi Færeyski listamaðurinn Finleif Mortensen sýnir nú í Gallerí Fold og stendur sýningin til 22. febrúar. Þetta er önnur einkasýning hans í galleríinu en síðast hélt hann þar sýningu árið 2012. „Hin einstaka færeyska náttúra setur svip sinn á myndlist Finleifs Mortensens. Í myndum hans er hinn sérstæði blágræni litur áberandi og í verkum hans má skynja sérstaka birtu og leik á milli andstæðra lita- tóna. Eins og impressjónistarnir leitast Finleif Mortensen við að leysa upp skýrar útlínur. Myndir hans eru óhlutbundnar en þó sterk- ar náttúrustemmur þar sem þó má sjá móta fyrir landslagi og húsa- þyrpingum,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá sýningarhaldara. Finleif Mortensen sýnir í Gallerí Fold Litatónar Blágræni liturinn er áberandi. leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Fös 13/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn Lau 7/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 14/2 kl. 19:30 20.sýn Fös 27/2 kl. 19:30 23.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn Fim 19/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fös 20/2 kl. 19:30 21.sýn Fös 6/3 kl. 19:30 25.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Kassinn) Sun 15/2 kl. 19:30 lokas. Fim 26/2 kl. 19:30 Aukas. Fim 5/3 kl. 19:30 Aukas. Athugið - síðustu sýningar. 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Karitas (Stóra sviðið) Sun 15/2 kl. 19:30 33.sýn Sun 1/3 kl. 19:30 35.sýn Sun 22/2 kl. 19:30 34.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn Athugið - síðustu sýningar. Seiðandi verk sem hlotið hefur frábærær viðtökur. Ofsi (Kassinn) Fös 13/2 kl. 19:30 Lau 14/2 kl. 19:30 Allra síðustu sýningar! Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 14/2 kl. 13:00 Frums Lau 21/2 kl. 13:00 5.sýn Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Lau 14/2 kl. 15:00 2.sýn Lau 21/2 kl. 15:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 15/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 22/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Sun 15/2 kl. 15:00 4.sýn Sun 22/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 21/2 kl. 14:00 Frums. Lau 28/2 kl. 16:00 4.sýn Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn Lau 21/2 kl. 16:00 2.sýn Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn Lau 28/2 kl. 14:00 3.sýn Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 13/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! AÐEINS EIN SÝNING EFTIR Martröð (Aðalsalur) Lau 21/2 kl. 21:00 Skepna (Aðalsalur) Sun 1/3 kl. 20:00 AUKASÝNING Björt í sumarhúsi (Aðalsalur) Lau 14/2 kl. 15:00 Lau 28/2 kl. 15:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Sun 15/2 kl. 14:00 Sun 22/2 kl. 14:00 Sun 1/3 kl. 14:00 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Síðustu sýningar Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Lau 21/3 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Lau 14/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00 Lau 28/2 kl. 20:00 5 stjörnu skemmtun að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Sun 22/2 kl. 20:00 Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Fim 26/2 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Sun 15/2 kl. 20:00 3.k. Sun 22/2 kl. 20:00 4.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.