Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Laugavegi 34, 101 Reykjavík Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Úrval af gæða buxum frá Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Stuttar fréttir ... ● Nýtt frumkvöðlasetur hefur verið opnað á Egilsstöðum. Að því standa Fljótsdalshérað, AFL starfsgreinafélag, Austurbrú og AN Lausnir. Um er að ræða þrjú vinnurými sem frumkvöðlar geta nú sótt um að nýta. Frumkvöðl- arnir sem fá inni fá aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Nýtt frumkvöðlasetur Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðir sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda náðu jafnvægi milli eignastöðu og fram- tíðarskuldbindinga sinna á árinu 2014. Er það breyting frá síðustu árum en á árinu 2012 var staða þeirra að jafnaði neikvæð sem nam 4% af skuldbindingum og 2,3% ári síðar. Ástæða viðsnúningsins sem nú hefur orðið byggist á jákvæðri ávöxtun sjóðanna en bráðabirgða- tölur frá Landssamtökum lífeyris- sjóða sýna að meðaltalsraunávöxt- un á árinu 2014 nam 7,2% hjá aðildarsjóðum samtakanna. Lögum samkvæmt ber lífeyris- sjóðum sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda að skerða réttindi sjóðsfélaga ef tryggingafræðileg staða þeirra er neikvæð um meira en 5% í fimm ár og ef staðan verð- ur neikvæð um 10% eða meira ber sjóðum að bregðast strax við því með skerðingu réttinda. Hið sama á við ef staða sjóðanna styrkist. Þá ber að hækka réttindatöflur þegar eignir umfram skuldbindingar haldast yfir 5% í meira en 5 ár og eins ef réttindin ná meira en 110% af framtíðarskuldbindingum yfir eitt ár. Þórey Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, segir viðsnúning í tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna ekki koma sér á óvart. „Það var í raun viðbúið að þessi jákvæða breyting yrði ef raunávöxtun sjóð- anna reyndist góð. Sú er raunin og þar hefur lítil hækkun neysluverðs- vísitölunnar á árinu 2014 hjálpað mikið því réttindin í sjóðunum eru bundin vísitölunni,“ segir Þórey. Lífeyrissjóðir ná jafnvægi Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðenda -10 +10-5 +50 2012: -4%, 2013: -2,3%, áætlun 2014: -0% Heimild: Landssamtök Lífeyrissjóða 141312  Eignir standa nú undir skuld- bindingum Staða lífeyriskerfisins við áramót » Sjóðir án ábyrgðar launa- greiðenda hafa náð jafnvægi milli skuldbindinga og eigna. » Sjóðir með ábyrgð launa- greiðenda takast enn á við tugprósenta halla. » Raunávöxtun íslenskra líf- eyrissjóða var 7,2% að meðal- tali á árinu 2014. » Heildareignir lífeyriskerf- isins eru metnar 2.920 millj- arðar við árslok 2014. » 685 milljarðar af eigum sjóðanna eru bundnir í erlend- um eignum. » 12% af eignum sjóðanna voru í íslenskum hlutabréfum við árslok 2014. Fyrirtækið Arctic Trucks hefur gert samning við Kínversku heim- skautastofnunina um breytingar á tveimur Toyota Hilux-jeppum sem ætlunin er að nota við afar krefj- andi aðstæður á Suðurskautsland- inu. Samningurinn felur einnig í sér umsjón með undirbúningi og þjálf- un þeirra sem notast munu við bún- aðinn og mun hún fara fram á ís- lenskum jöklum. Arctic Trucks hefur nú þegar breytt 22 bílum til notkunar á suðurskautinu. Jepparnir sem Kínverska heim- skautastofnunin kaupir að þessu sinni verða á 44 tommu dekkjum, með 650 lítra eldsneytistanka og þeir munu ganga fyrir flugvéla- eldsneyti. Arctic Trucks nær samningi Ljósmynd/Oli Haukur Jeppar Þeir eru víðförlir jepparnir sem breytt er af Arctic Trucks                                     !"  !#!  "$ %# !#% "  % "#$ ! % &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "  #  !    % %# !!!! !"  % "!" $    $  !   %%# !#  $"  $ "#" $"!  ! ! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Birgir S. Bjarnason, framkvæmda- stjóri Íslensku umboðssölunnar, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins á mið- vikudag. Þá voru tveir aðrir stjórnar- menn endurkjörnir til tveggja ára, þau Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis, og Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is. Hannes Jón Helgason, fram- kvæmdastjóri og eigandi Reykja- fells, var kjörinn nýr inn í stjórn- ina til eins árs. Hann kemur í stað Halldórs Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Smith og Norland, sem kjörinn var til tveggja ára á síðasta aðalfundi en óskaði eftir að hætta stjórnarsetu. Auk þeirra sitja þau Anna Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri hjá Pipar TBWA, og Magnús Óli Ólafs- son, forstjóri Innness, í stjórn fé- lagsins fram til næsta aðalfundar. Birgir áfram formaður FA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.