Morgunblaðið - 13.02.2015, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Sjálfstæðisfélagið Langholti
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélagið Langholti heldur aðalfund
í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn
19. febrúar kl. 17.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur FEB árið 2015
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni verður haldinn föstudaginn
20. febrúar 2015 og hefst kl. 16.00 á
Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á
liðnu ári
3. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2014
ásamt fjárhagsáætlun 2015
4. Kosning stjórnar
5. Afgreiðsla tillagna og erinda
6. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið
2015
7. Önnur mál
Fundurinn verður haldinn, sem fyrr segir,
föstudaginn 20. febrúar og hefst kl. 16.00
en húsið opnar kl. 15.30. Félagsmenn eru
hvattir til að fjölmenna og taka með sér
félagsskírteini fyrir árið 2014 (grænt
skírteini).
Stjórn FEB - Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir
Bleikargróf 13, 203-8384, Reykjavík, þingl. eig. M 54Technical Invest-
ment ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Orkuveita Reykjavíkur-
vatns sf., Reykjavíkurborg og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 17.
febrúar 2015 kl. 14:00.
Hverafold 40, 204-2319, Reykjavík, þingl. eig. Haukur Þór Adolfsson,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Johan Rönning
hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn
17. febrúar 2015 kl. 10:30.
Stóragerði 10, 203-3340, Reykjavík, þingl. eig. Miklós Endre Balázs og
Katalin Lörincz Miklósné Balázs, gerðarbeiðandi Arion banki hf.,
þriðjudaginn 17. febrúar 2015 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
12. febrúar 2015.
Tilboð/Útboð
Skútustaðahreppur
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 12. nóvember 2014 að auglýsa eftirfarandi
tillögu að deiliskipulagi og samsvarandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps
2011-2023 skv. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis á Geiteyjarströnd 1.
Skipulagssvæðið er staðsett austan Mývatns og er það í eigu Geiteyjarstrandar 1 í Skútustaðahreppi.
Svæðið er um 4, 2 ha að stærð, að mestu lítt eða hálf uppgróið hraun og að mestu leyti utan verndarsvæðis
Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu sbr. lög nr 97/2004 og reglugerð nr. 665/2012. Á jörðinni hefur um
nokkurra ára skeið verið rekin ferðaþjónusta og skv. tillögunni er stefnt að byggingu þriggja nýrra íbúðar- og
ferðaþjónustuhúsa auk tólf lítilla gistiskála alls um 1.500 m² að stærð. Engar nýjar byggingar verða innan
verndarsvæðisins og einungis verður um akfæra göngustíga að ræða innan þess.
Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.
Samhliða ofangreindri deiliskipulagstillögu er auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps
2011-2023. Breytingin er gerð til samræmis við auglýsta deiliskipulagstillögu og nær til landnotkunarreits
352-O/V sem stækkar skv. tillögunni úr 1,6 ha í 4,2 ha.
Tillöguuppdrættir með greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660
Mývatni, frá og með föstudeginum 13. febrúar 2015 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum
27. mars 2015. Þá eru upplýsingar og aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.myv.is/
Skipulagsauglýsingar. (Hnappur á forsíðu)
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 27. mars 2015. Skila skal athugasemdum
skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið:
bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim
samþykkir.
Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps
Félagsstarf eldri borgara
Hallgrímskirkja Liðug á líkama og sál. Eldriborgarastarf Hallgríms-
kirkju þriðjudag og föstudag kl. 11. Leikfimi, súpa og spjall.
Hraunbær 105 Félagsstarf Þorrablót félagsmiðstöðvarinnar, húsið
opnað kl. 18, lokað yfir daginn.
Hraunsel Ganga Kaplakrika kl. 10-12. Leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30.
Bridge kl. 13. Botsía kl. 13.30. Dansleikur 20. febrúar.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, molasopi í boði
til kl. 10.30 og blöðin liggja frammi, opin vinnustofa án leiðbeinanda
frá kl. 8, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegisverður kl. 11.30. Spilað bingó
kl. 13.15, kaffisala í hléi, fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan kl. 9,Thai Chi
kl. 9, botsía kl.10.20, ,,gáfumannakaffi“ kl. 14.30. Það eru enn laus
pláss á námskeiðið í glerskurði -TIFFANY´S sem er á mánudögum,
kennarar eru Donald Ingólfsson og Einar Halldórsson. Skrautritun
með Þorvaldi byrjar aftur í lok febrúar. Fleiri námskeið byrja í lok
febrúar, nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Grafarvogi Myndlistarhópur kl. 10 í Borgum, Qigong
kl. 11 í Borgum, hannyrðahópur kl. 12.30 í Borgum, tréskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13 og dans með Sigvalda kl. 15 í Borgum.
Langahlíð 3 Blaðaklúbbur kl. 10. Spilað: vist kl. 13, bingó
mánaðarlega kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Myndbandssýningar af og
til kl. 15.
Norðurbrún kl. 8.30 morgunkaffi, kl. 9 útskurður, kl. 9 opin vinnu-
stofa í Listasmiðju með leiðbeinanda, kl. 9.45 morgunleikfimi, kl. 10
morgunganga, kl. 11 bókmenntahópur, kl. 11.30-12.30 hádegisverður,
kl. 14 kaffihúsaferð.
Seltjarnarnes Kaffi í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl. 13.30.
Syngjum saman með Ingu Björgu og Friðriki í salnum Skólabraut kl.
14.30.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Qigong námskeið kl. 10.30.
Íslendingasöngur námskeið kl. 13, leiðbeinandi Baldur Hafstað. Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 20-23 Hljómsveit Hússins leikur fyrir dansi.
Mánudagur: Zumba Gold kl. 10.30. Spjaldtölvur námsekið kl. 13.
Danskennsla kl. 17-20.
Vesturgata Föstudagur: Setustofa / kaffi kl. 9. Almenn handavinna
(án leiðbeinanda). Enska (framhald) kl. 10.15. Hádegisverður kl. 11.30.
Enska fyrir byrjendur kl. 13.Tölvunámskeið kl. 13-14.30 upprifjun.
Sungið viðflygilinn kl. 13.30 undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, kl.
14.30-16 dansað við lagaval Halldóru. Bollur og smurt brauð með
kaffinu. Allir velkomnir.
Vitatorg Handavinna kl. 9 og bingó kl. 13.30. Allir velkomnir.
Þórðarsveigur 3 Bingó kl.13.30.
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Bingó kl. 13.30.
Boðaþing 9. Örnámskeið, vikulegir fræðslufundir kl. 13.30, standa
yfir í ca 30 mín., allir velkomnir.
Boðinn Posturlínsmálun fellur niður vegna ónægrar þátttöku.
Handverk kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 9.30. Hugvekja, prestar úr öllum kirkj-
um Kópavogs koma til skiptis kl. 14. Línudans kl. 15.
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9.30. Bridge kl. 13. Kanasta kl. 13. Harmon-
ikkuspil og söngur kl. 13.30, allir velkomnir.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl.10.15, söngstund kl.14.
Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, lesið úr dagblöðum vikunnar
kl. 10.
Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 Dagblöð og kaffi kl. 8.30. Fram-
haldssaga kl. 10.00. Gönguhópur kl. 10.15. Hádegisverður kl. 11.30.
Liðnir dagar kl. 13.30.
Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.30, 8.20, og 12.30, glerlist í Kir-
kjuhvoli kl. 11.30, saumanámskeið kl.13.10, og félagsvist í Jónshúsi kl.
13, bill frá Litlakoti kl.12.20, ef óskað er, frá Hleinum kl. 12.30, frá
Garðatorgi 7. kl. 12.40 og til baka að loknum spilum
Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Glerhópur kl. 9-12. Prjónakaffi
kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30.
Leikfimi Milan og Maríu kl. 10.30.Tölvuver með leiðbeinanda kl. 13-15.
Bókband kl. 13-16. Kóræfing kl. 14.30.
Gjábakki Handavinnustofan opin, botsía kl. 9.15. Heilsuefling 60+
kl. 10.30; þar fjallar Sólfríður Guðmundsdóttir um vellíðan og
sjálfsumhyggju, allir velkomnir, eftirmiðdagsdans kl. 14 í umsjón
Heiðars Ástvaldssonar, félagsvist kl. 20.
Gullsmári 13 Vefnaður og tiffanýgler kl. 9, ganga og leikfimi kl. 10,
bingó kl. 13.30, ljósmyndaklúbbur kl. 13.
Smáauglýsingar
Ýmislegt
Klapparstíg 44 • Sími 562 3614
COTTAGE
DELIGHT
Bresk gæðavara
stofnað 1974
25% afsláttur
Seville Appelsínu
marmelaði
Chutney, margar gerðir
Ávaxtasultur
Annað góðgæti
Áður nú
Appelsínumarmelaði 795,- 595,-
Ávaxtasultur 895,- 670,-
Fudge 695,- 520,-
Relish/chutney 795,- 595,-
Ostastangir 895,- 670,-
Teg: 7268 Þægilegir dömuskór úr
mjúku leðri, skinnfóðraðir með
góðum sóla. Stærðir: 36 -42. Verð:
14.785.
Teg: 7294 Vandaðir dömukuldaskór
úr mjúku leðri með hlýju fóðri og
góðum sóla. Stærðir: 36-42.
Verð: 17.785.
Teg: 5527 Vandaðir dömukuldaskór
úr mjúku leðri með hlýju fóðri og
góðum sóla. Stærðir: 36-42.
Verð: 17.785.
Teg: 802501 Dömukuldastígvél úr
mjúku leðri og fóðruð með hlýrri
lambsgæru. Góður vetrarsóli.
Stærðir: 36-42. Verð: 24.750.
Teg: 110 Há dömustígvél úr mjúku
leðri og vetrarfóðruð. Góður sóli.
Stærðir: 36-41. Verð: 24.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
Sendum um allt land
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.