Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 18
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg á í samninga- viðræðum við lóðarhafa í borginni um að þeir komi að uppbyggingu innviða umhverfis lóðir þar sem þeir hafa fengið aukinn bygging- arrétt í samræmi við breytt deili- skipulag. Gefin ástæða er sú að lóð- arhafar munu margir hverjir njóta ábata af auknum byggingarrétti á sama tíma og kostnaður borgar- innar er ærinn að sögn Hrólfs Jóns- sonar, skrifstofustjóra á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Meðal annars hefur Reykjavík- urborg komist að samkomulagi við RÚV um að fá eignarhald á allt að 20% íbúða sem til stendur að byggja á reit sem er í eigu RÚV ohf. við Efstaleiti. Í borgarráði voru samþykkt samningsmarkmið nóvember. Í samþykktinni kemur m.a. fram að svæðin eru mörg hver í blönduðu eignarhaldi en oftar en ekki er um að ræða land sem er í eigu Reykja- víkurborgar en lóða- og/eða bygg- ingarétt sem er að verulegu leyti í höndum einkaaðila, sem eru hand- hafar gildandi lóðarleigusamninga með mismunandi réttindum. Dæmi um slík svæði eru Vogabyggð, Ár- túnshöfði, Laugarnes (Kassagerð- arreitur/Köllunarklettsvegur), Skeifan og lóð Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Undirbúningur við skipu- lagsvinnu og uppbyggingaráform á einstökum svæðum er mislangt á veg komin. Hrólfur segir að ástæða þess að ákveðið hafi verið að leita til lóð- arhafa séu þau að ljóst sé að breyt- ingar á hverfunum krefjist mikils kostnaðar af hálfu Reykjavíkur- borgar. Að sama skapi geti lóða- leiguhafar mátt eiga von miklum ábata vegna aukins byggingarréttar í samræmi við ríkjandi aðalskipulag til ársins 2030. Hrólfur bendir t.d. á það að bú- ast megi við því að kostnaður við uppbyggingu innviða í nýju Voga- hverfi verði 6-8 milljarðar króna en áætlað er að gatnagerðagjöld muni einungis skila tæpum þremur millj- örðum króna. Samið um 40 milljónir Hann segir að lóðaleiguhafar við nýtt hótel við Hlemm séu meðal þeirra sem notið hafi góðs af aukn- um byggingarrétti. „Þar féllst Mannverk á að taka þátt í gerð nýs torgs með 40 milljóna króna fram- lagi,“ segir Hrólfur. Hann segir að samið verði í hverju tilviki fyrir sig. Ekki sé farið eftir mótuðum reglum. Í samnings- markmiðum segir meðal annars að stofnkostnaður innviða fyrir upp- byggingarsvæði verði greiddur með fjármunum sem fást af uppbygging- unni. Þá segir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenn- ingsrýmum á svæðinu. „Við höfum klárað samningaviðræður við Rík- isútvarpið. Það fékk lóðina á sínum tíma fyrir útvarpsbyggingu en nú á að selja hana hæstbjóðanda. Reykjavíkurborg setti þá fram þau sjónarmið, samkvæmt samnings- markmiðum að hún fengi hlutdeild af auknum byggingarrétti. Úr varð að Reykjavíkurborg fékk allt að 40 íbúðareiningar af þeim uppbygging- aráformum sem liggja fyrir,“ segir Hrólfur. Hann segir að um sé að ræða 20% af þeim 2-300 íbúðum sem í býgerð er að byggja á svæð- inu en þær verðs að hámarki 40. Enn á eftir að deiliskipuleggja svæðið. Spurður hvað muni gerast ef lóðarhafar neita að veita fjármunum til uppbyggingar innviða, þá segir Hrólfur að líkur séu á að viðkom- andi hverfi, eða reitir, verði ekki í forgangi í fjárhagsáætlunum. „Við erum kannski með þrjá möguleika í stöðunni og einn aðili segir að hann vilji semja við okkur en annar ekki, þá eru meiri líkur á því að í fjár- hagsáætlunum borgarinnar verði hverfi þar sem samningar náðust,“ segir Hrólfur. Hann segir að lóð- arhafar hafi tekið misjafnlega í um- leitanir borgarinnar en flestir hafi þó sýnt afstöðunni skilning. Vilja minnka misræmi Hann bendir á það að ef Reykjavík vilji draga úr bygging- armagni á ákveðnum reitum þurfi borgin að kaupa lóðirnar á fullu verði. Ef hins vegar lóðarhafar njóti ábata af breytingum í skipulagi með auknu byggingarmagni þá sé ávinn- ingur borgarinnar enginn af bygg- ingarréttarsölu. ,,Við erum með þessum samningaviðræðum að reyna að minnka þetta misræmi sem þessu fylgir,“ segir Hrólfur. Samið við hvern lóðarhafa fyrir sig Morgunblaðið/Árni Sæberg Efstaleiti RÚV ohf. hefur samið við Reykjavíkurborg um að eftirláta allt að 40 íbúðir til borgarinnar.  Minni líkur á því að komast á fjárhagsáætlun ef ekki semst Samningsmarkmið Reykjavíkur- borgar eru almenns eðlis. Um- hverfis og skipulagsráð lagði fram bókun í desember sl. um nauðsyn þess að borgin setji sér reglur og gjaldskrá fyrir breytingar á bygg- ingarrétti í samræmi við deili- skipulag. Enn hafa engar reglur verið settar og þegar er búið að semja við suma byggingarrétthafa um þátttöku í uppbyggingu inn- viða umhverfis lóðirnar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru lóðarhafar almennt hlynntir því að leggja fé til uppbyggingar innviða sem fylgir deiliskipulags- breytingum. Hins vegar hefur verklag við gjaldtöku þótt orka tví- mælis þar sem ekki sé farið eftir neinum reglum. Enginn þeirra verktaka sem Morgunblaðið ræddi við vildi koma fram undir nafni m.a. af ótta við að styggja borg- aryfirvöld. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir slíkt gamla sögu og nýja. „Afstaða lóðaleiguhafa er skilj- anleg. Samningsstaða þeirra er mjög veik í þessum tilfellum. Menn vilja ekki brenna brýr að baki sér í samskiptum við Reykjavíkurborg,“ segir Júlíus Vífill. Engar reglur og óljóst hvað liggur að baki gjaldtöku ÓTTI VIÐ AÐ STYGGJA BORGARYFIRVÖLD Hlemmtorg skipulagt Verktakafyrirtækið Mannverk hefur samið við borgina um 40 milljóna króna framlag við uppbyggingu torgs nærri hóteli við Hlemm. Rafmagnað samband við áskrifendur Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf. Vinnur þú straumabílinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.