Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 sem börnum virðingu og um- hyggju. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Lífið verður svo sannarlega tómlegra án þín og brosanna þinna en minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkar. Þínar sonardætur, Kristín Rún og Vala Rut Friðriksdætur. „Ég get svo sem gert það!“ sagði ungur drengur þegar hon- um var eitt sinn boðið að borða á Sigurðarhúsinu fyrir margt löngu. Það var ekki vegna þess að honum hafi fundist hann vera tilneyddur að borða heldur datt honum ekkert annað í hug að segja. Löngunin var svo sannar- lega til staðar og hann vildi gjarnan fá að borða. Þeir sem voru inni í eldhúsinu hlógu að eldrauða drengnum sem stóð í dyragættinni – Stína sýnu mest. „Drífðu þig þá inn, sestu og fáðu þér! Stína var ekki lengi að koma drengnum í sæti og setja kúffull- an disk af fiskibollum með kart- öflum og sósu fyrir framan hann. „Nú borðar þú þetta Helgi og vertu ekki að hika við það!“ Ég var minntur nokkrum sinnum á þetta svar og alltaf var hlegið jafnmikið í hvert sinn. Það settist enginn að borðum á Sigurðarhús- inu tilneyddur. Oft naut ég góð- gerða hjá Stínu og sama má segja um systkini mín. Um tíma var ég nánast daglegur gestur á Sigurðarhúsi í leik við góðan vin minn og frænda, Þórhall son hennar, og stundum fengu yngri bræður hans að vera með. Ég fékk að vera þátttakandi í dag- legu lífi stóru fjölskyldunnar og ekki spillti fyrir að afi bjó þar einnig. Þá fylgdist ég með þeim fjölmörgu sem áttu sér athvarf hjá þeim. Oft var mikið hlegið og margar sprettusögur sagðar þar sem Stína stóð og fylgdist með og hló hjartanlega sínum smitandi hlátri. Ekki stóð á vel útilátnum veitingunum. Allir sem á Sigurð- arhúsið komu voru með matarást á Stínu, þvílíkur matgæðingur sem hún var. Það sem er þó efst í mínum huga þegar ég kveð hana í hinsta sinn er hlýjan sem stafaði frá henni. Ósköp fannst mér það notalegt þegar hún tók mig í fangið og knúsaði. Mikið var það gott að finna þegar hún strauk mér um vanga um leið og hún setti á borðið eitthvað fyrir mig að maula þó svo að ég væri búinn að segja henni að ég væri búinn að borða. „Þú hefur gott af því. Þú ert að stækka svo mikið!“ Ég borðaði að sjálfsögðu. Þó svo að Stína væri hlý og góð gat hún verið ákveðin og þá var ekkert gefið eftir og menn gerðu það sem hún vildi. Þegar ég kom til hennar síð- astliðinn laugardag og ljóst var hvert stefndi fann ég eftir sem áður hlýjuna frá henni. Hún opn- aði aðeins augun og leit á mig og kvaddi. „Þetta er orðið gott!“ fannst mér hún vera að segja mér. Við systkinin, makar okkar og börn eigum margar góðar minn- ingar um þessa mætu, sterku og góðu konu sem gift var Valda föðurbróður okkar. Þær munu ylja okkur um ókomna tíð. Sér- staklega þótti okkur vænt um hve vel hún hugsaði til föður okk- ar eftir að móðir okkar dó. Við vissum hve mikils virði vinátta hennar var honum á síðustu ár- unum sem hann lifði og erum við þakklát fyrir það. Við söknum hennar mikið en mestur er þó söknuður barna hennar, tengdabarna og allra af- komendanna. Megi sá sem öllu ræður styðja og styrkja ættingja og vini. Samúðarkveðjur frá okkur öll- um. Fyrir hönd Georgs, Hansínu og Siggu, Helgi Halldórs. Hugurinn leitar til notalegra bernskuminninga. Eftir langa keyrslu á björtum og fögrum sumardegi frá Akureyri er ég loks á áfangastað. Bíllinn stöðvar við Sigurðarhús, Strandgötu 70 á Eskifirði. Hlaupið er tröppurnar að húsinu, eftirvænting mikil og dyrnar opnaðar án þess að banka og haldið í eldhús. Þar sitja við borðið afi, Friðrik Árnason, og móðurbróðir, Þorvaldur Frið- riksson – við bekkinn stendur húsmóðirin, Kristín Pétursdóttir, kona Valda, nýbúin að baka stafla af lummum og kleinum. Hún tekur á móti okkur með faðminn sinn hlýja og við fáum okkur strax veitingar, þó það nú væri. Dvöl á Sigurðarhúsinu var æv- intýri í minni bernskuminningu. Stína og Valdi voru einstök og órjúfanleg heild. Þau nutu þess að taka á móti ættingjum og vin- um. Húsið var opið fyrir stórfjöl- skylduna þegar hún átti leið um og sjálfsagt að þar væri dvalið svo lengi sem þurfti. Ung tók Stína við stóru heimili afa, þegar kona hans missti heilsuna, og var kletturinn í heimilishaldinu síð- an, studd af hæfileikaríkum eig- inmanni sem vann í múrverki og sótti feng úr hafinu, sem Stína vann svo úr með honum. Og Valdi hafði þá náðargáfu að semja einstök lög sem lifa og bera vitni hlýju handbragði. Þau eignuðust átta börn, tveir drengjanna létust í frumbernsku, en sex komust til manns og bera vitni þeim krafti sem einkenndi foreldra þeirra. Fjölskyldan á Sigurðarhúsinu var um leið fjölskyldan mín, svo náin voru tengslin milli þeirra og móður minnar, milli mömmu og Stínu var hlý vinátta – hún leit á Stínu sem aðra móður sína. Seint gleymist þegar hún fór með okk- ur norður til Akureyrar 1983 og dvaldi hjá okkur í Norðurbyggð- inni stutta sumardvöl. Farið var í hverja sjoppu, þó það nú væri, enda jú engin ferð vel heppnuð nema stansa og njóta skyndibita. Hún ávann sér velvild og virð- ingu okkar krakkanna, var ein- stök og sannur ástríðukokkur – eldaði hafragraut af svo mikilli snilld að ég hef aldrei fengið hann betri og fæ enn vatn í munninn við tilhugsunina um fiskibollurnar, kjötbuffið, pítsuna og brauðið hennar. Það var mikið áfall þegar Valdi frændi greindist með krabba- mein og missti heilsuna árið 1996. Við andlát hans urðu þátta- skil fyrir fjölskylduna alla. Stína dvaldi ekki lengi eftir það á Sig- urðarhúsinu, húsið var selt og flutt á neðri hæðina hjá Elín- borgu. Litla íbúðin varð hið nýja Sig- urðarhús þau ár sem hún dvaldi þar, sama umhyggjan og hlýjan. Stína var þeirrar gerðar að hún gerði allt hlýtt og notalegt í kringum sig. Síðustu árin voru mörkuð erf- iðum sjúkdómi. Hún hvarf okkur smátt og smátt inn í þoku, en allt- af þegar ég heimsótti hana á dvalarheimilið Hulduhlíð náði hún að tengja við okkur. Hún þekkti alltaf móður mína og brosti þegar við komum svo syngjandi hress, glöð og ljúf. Það var gulls ígildi og minnti á nota- lega tíma sem eru liðnir en varla líður sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra. Við höfum öll misst mikið en eigum minningarnar um hjónin yndislegu sem veittu okkur af al- hug ástúð og umhyggju. Þau verða alltaf í huga mér, þau gáfu mér mikið. Blessuð sé minning þeirra. Stefán Friðrik Stefánsson. ✝ Júlíus BjörnMagnússon fæddist á Akureyri 1. janúar 1922. Hann lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 5. febr- úar 2015. Foreldrar Júl- íusar voru Magnús Gíslason, múr- arameistari á Ak- ureyri, f. 1895, d. 1952, og kona hans, Jóhanna Júlíusdóttir húsmóðir, f. 1887, d.1955. Bræður Júlíusar eru Gísli, látinn, Kristinn, látinn, hálfbróðir samfeðra, var Gest- ur, látinn. Júlíus var kvæntur Sigurlínu Kristjánsdóttir, f. 1930, d. 2001. Foreldrar hennar voru Kristján Kristjánsson, bóndi frá markaðinn og hóf skömmu eft- ir fermingu störf á Steypuverk- stæði föður síns og föðurbróður. Hann lærði mikið af þeim bræðrum og líkt of faðir hans var Júlíus duglegur og ósérhlífinn í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Á upphafsárum hernámsins starf- aði Júlíus hjá hernum við akst- ur vörubíla. Síðar á stríðs- árunum starfaði hann sem sjómaður og sigldi með ferskan fisk til Bretlandseyja. Eftir stríð starfaði Júlíus sem leigu- bílsjóri hjá Bifreiðastöð Ak- ureyrar (BSA) um hríð. Júlíus keypti síðan sinn eigin vörubíl og starfaði við rafmagns- línulagnir hjá Rafmagnsveitum ríkisins og síðar ók hann vöru- bíl sínum hjá vörubílastöðinni Stefni. 1964 hóf Júlíus störf sem kranastjóri hjá Slippstöð- inni og starfaði þar þangað til hann fór á eftirlaun. Útför Júlíusar fer fram frá Glerárkirkju í dag, 13. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 10.30. Gásum í Glæsibæj- arhreppi, f. 1881, d. 1964, og Frið- rika Jakobína Sveinbjörnsdóttir, húsmóðir, f. 1884, d.1966. Júlíus og Sigurlína giftu sig 17. júní 1949 og eignuðust þrjú börn: 1. Kristján Friðrik Júlíusson, f. 1950, giftur Al- dísi Hannesdóttur og eiga þau eina dóttur og þrjú barnabörn. 2. Jóhanna Júlíusdóttir, f. 1953, gift Árna Þorvaldsyni, þau eiga tvo syni og sex barnabörn. 3) Jóna María Júlíusdóttir, f. 1957, gift Helga Þór Þórssyni og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. Ungur hélt Júlíus á vinnu- Elsku pabbi, við héldumst í hendur og þú sofnaðir að eilífu, orðinn 93 ára, en eftir lifa minn- ingar sem gleðja mann og vert er að þakka fyrir. Þú varst kletturinn í fjölskyldunni og fróður um marga hluti. Á þínum yngri árum fórstu til sjós, þú sigldir til Bretlands með fisk en varst líka túlkur þegar þú varst á Hvalfjarðar- síldinni og þegar semja þurfti við Breta. Þú varst nefnilega góður í ensku en það var ekki algengt í þá daga. Einnig varstu góður í íþrótt- um og varst í þeim mörgum. Þú kepptir á skíðum, í fimleikum og spilaðir fótbolta með meistara- flokki Þórs og þóttir góður, en talaðir minnst um það sjálfur. Þú varst gerður að heiðurs- félaga Þórs. Þegar ég varð eldri og var spurð hverra manna ég væri, kannaðist enginn við nafn- ið þitt þegar ég sagði það, en þegar ég sagði „hann er kall- aður Dúlli“ þá vissu margir hver maðurinn var og oft fylgdi „hann Dúlli var góður í fótbolt- anum“. Þú vannst lengi sem kranastjóri í Slippstöðinni og endaðir starfsdaga þar. Pabbi minn, þú varst traustur og barst mikla umhyggju fyrir þínu fólki. Barnabörnin og barnabarnabörnin voru þér kær, þú varst rausnarlegur við þau og vildir gefa góðar gjafir. Ef til kom að þú sendir ein- hverjum blóm þá þurfti það að vera stór vöndur sem væri vel við hæfi. Síðasta ár var þér örugg- lega erfitt þegar þú varðst al- veg blindur og fluttist á elli- heimili, en þú hélst áfram þínu striki og reyndir að gera sem mest sjálfur, og varst æðrulaus. Þú fylgdist áfram með öllu sem við vorum að gera og fréttum í útvarpinu, en verst fannst þér að vita ekki hvað tímanum liði. Við keyptum því klukku sem tal- aði, en þessi klukka var bara til á ensku og það fannst þér bara fínt til að æfa þig í ensk- unni. Oft, ef þér fannst eitt- hvað spennandi sem við sögð- um þá áttir þú til að segja „I see said the blind man“, og þér fannst það kómískt og vel við hæfi. Alveg fram á síðasta dag varstu skýr og svo sofn- aðir þú að eilífu eftir stutt veikindi. Pabbi minn, ég kveð þig með þakklæti, góðar minningar lifa með okkur. Jóna María Júlíusdóttir. Júlíus Björn Magnússon ✝ GuðmundurSteindór Nikulásson fædd- ist í Arnkelsgerði Vallahreppi 16. jan. 1939. Hann lést á heilsu- gæslustöðinni á Egilsstöðum 14. janúar 2015. For- eldrar hans voru Sigrún Þuríður Guðnadóttir frá Stóra-Sandfelli, f. 11 desem- ber 1907, d. 12. apríl 1981, og Nikulás Guðmundsson frá Arnkelsgerði, f. 25. sept- ember 1910, d. 6. desember 1993. Sigrún og Nikulás bjuggu alla tíð í Arnkels- þar sem hann reyndist af- burða námsmaður og var með hæstu einkunn vorið 1959 er hann útskrifaðist búfræðingur. Guðmundur valdist til trún- aðarstarfa fyrir Vallahrepp. Sat lengi í hreppsnefnd, þar af 12 ár sem oddviti. Hann var einnig lengi hreppstjóri. For- maður búnaðarfélags Austur- Valla, deildarstjóri KHB á Völlum. Mörg ár var hann í stjórn heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum sem einn af fulltrúm oddvita á Héraði. Fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann. Þrátt fyrir ýmis störf utan heimilis var búskapur hans ævistarf. Bjó hann fyrst með foreldrum sínum og síðar með Ásdísi systur sinni. Guð- mundur var ókvæntur og barnlaus. Útför Guðmundar fór fram laugardaginn 24. janúar í kyrrþey, jarðsett var í heima- grafreit. gerði. Guð- mundur var næst- elstur sex systkina. Elst er Vilborg sem býr í Hafnarfirði, þá Guðmundur, Guðni í Gróf- argerði, Ásdís í Arnkelsgerði, drengur sem lést þriggja daga gamall og Edda sem nú býr í Reykjavík. Guðmundur ólst upp í Arn- kelsgerði og átti þar heima meðan heilsan leyfði. Guð- mundur gekk í farskóla í Vallahreppi. Seinna fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri Ég vil minnast Guðmundar bróður míns með nokkrum orð- um. Við systkinin ólumst upp við fremur kröpp kjör eins og víða var í sveitum á þessum ár- um. Garnaveiki nærri gereyddi fjárbústofni í Arnkelsgerði. Við systkinin urðum snemma að hjálpa til við búskapinn eins og þá var siður. Guðmundur var strax ötull að hjálpa til við bú- störfin og alla tíð var hann mik- ill verkmaður að hverju sem hann gekk. Völundur var hann í höndum bæði á tré og járn. Flestar byggingar í Arnkels- gerði byggði hann með aðstoð systkina sinna og foreldra. Framan af hafði hann nær óþrjótandi þrek til vinnu að hverju sem hann gekk. Starfs- ævi Guðmundar var að skóla- göngu á Hvanneyri lokinni í Arnkelsgerði og Vallahreppi. Hann var ótrauður baráttu- maður að hverju sem hann gekk. Mörg ár ferðaðist hann mikið með kunningjum sínum á vetrum á vélsleða til að skoða Austurland og hafði mjög gam- an af. Fyrir sextugt fór hann að kenna sjúkdóms sem reyndist vera parkinsonsveiki. Síðustu árin þurfti hann að dvelja á hjúkrunarheimilinu við heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum og naut þar framúrskarandi umönnunar sem ber að þakka, er þarna einstaklega gott og ljúft starfsfólk. Að leiðarlokum, þakkir fyrir samfylgdina í meira en sjö áratugi. Það er sárt að missa sína nánustu en ég veit að þú hefur orðið hvíld- inni feginn eftir erfiða baráttu við óvæginn sjúkdóm. Hvíl þú í friði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Guðni Nikulásson. Guðmundur Stein- dór Nikulásson ✝ Gestur Jóns-son fæddist 7. október 1924 á Saurum í Keldu- dal, Dýrafirði. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 27. jan- úar 2015. Foreldrar hans voru (Magnús) Jón Samúelsson, f. 13.9. 1869, d. 26.6. 1931, og Halldóra Gestsdóttir, f. 19.3. 1884, d. 6.7. 1972. Gestur var yngstur þriggja systkina er upp komust, Ingibjörg Andrea, f. 1918, d. 1993, og Guðmunda Kristjana, f. 1922. Þá átti Gest- ur tvö uppeldissystkini, Guð- mund J. Kristjánsson, f. 1911, d. 2000, og Svanhildi Árnýju Sigurjónsdóttur, f. 1927. Hinn 11.3. 1950 kvæntist Gestur Ruth Heyden, f. 27.7. 1925, d. 16.4. 1988, íþróttakennara frá Neustrelitz Þýska- landi. Foreldrar hennar voru Frie- drich Heyden, f. í Tannenkrug 1888, d. 1945, og Anton- ie Heyden (Fuest), þau voru búsett í Neustrelitz. Gestur og Ruth eignuðust fjögur börn: 1. Kristjönu, f. 29.1. 1950, skrifstofum. Hraunteigi, maki Birgir Örn Birgisson, f. 1959, múraram. Börn þeirra: Eva Björk, Birgir Sigurjón og Ólöf Ósk. Fyrir átti Kristjana Hafrúnu Rut Backman. 2. Halldóra Ásdís, f. 2.11. 1951, matráður Litlu- Giljá, maki Steingrímur Ingv- arsson bóndi, f. 1951. Börn þeirra: Hallgrímur Ingvar, Gestur Fannar og Lillý Re- bekka, fyrir átti Halldóra Smára Rafn Haraldsson. 3. Soffía Rósa, f. 13.11. 1959, sölumaður í Reykjavík, maki Birgir Þór Borgþórsson banka- maður. Börn þeirra eru Erling Þór og Karen Lóa. 4. Gestur Jón, f. 1.3. 1963, iðnrekstr- arfræðingur í Reykjavík, maki Kristín Grétarsdóttir skrif- stofum. Börn þeirra Unnur Thelma og Tómas Tumi. Lang- afabörnin eru tíu. Gestur ólst upp í Keldudal til unglingsára en réðst ungur sem kaupamaður að Hæl í Hreppum, þaðan lá leiðin í Bændaskólann á Hólum þar sem hann útskrifaðist sem bú- fræðingur 1946. Þá lá leiðin aftur austur að Hæl þar sem hann stundaði öll almenn land- búnaðarstörf hjá þeim bræðr- um Steinþóri og Einari. Að Hæl rést á eftirstríðsárunum ung kaupakona, Ruth frá Þýskalandi, sem síðar varð kona hans. Gestur og Ruth hófu búskap sem ráðsmenn við tilraunabúið á Sámstöðum í Fljótshlíð 1950 þar sem elstu dæturnar eru fæddar. Þaðan lá leiðin að Öxnalæk í Ölfusi og síðan 1955 að Skaftholti í Gnúpverjahreppi sem þau síðar eignuðust. Þar stundaði Gestur allan almennan búskap með konu sinni og seinni börnin fæddust. Heilsu Ruthar hrakaði mjög síðari árin og bjó Gestur einn með börnum sínum í Skaftholti þar til hann seldi jörðina 1980 og byggði nýbýlið Hraunhóla úr landi Skaftholts. Gestur hóf störf við Búrfells- virkjun um 1976, fyrst hjá verktökum en síðar hjá Lands- virkjun þar sem hann lauk sinni starfsævi 1994. Síðustu árin sem Gestur hélt heimili bjó hann í Fossheiði 34 á Sel- fossi þar til hann flutti á dval- arheimilið Sæborg. Gestur hafði prýðissöngrödd og unni tónlist alla tíð og söng í fjölda kóra meðan röddin hélt. Eftir að hann brá búi snéri hann sér í meira mæli að hestamennsk- unni sem hann sinnti af natni meðan kraftar og heilsa leyfðu. Útför Gests fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 13. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðað verður á Stóra- Núpi. Gestur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.