Morgunblaðið - 17.03.2015, Side 10

Morgunblaðið - 17.03.2015, Side 10
Töframaðurinn Einar Mikaelog Viktoria aðstoðarkonahans hafa bæði sýnt og sann- að að töfrabrögð eiga upp á pall- borðið hjá ungum sem öldnum. Nóg hefur verið að gera hjá þeim síðustu misserin við að skemmta hér og þar en ekki má gleyma að yngri kyn- slóðin hefur fengið hjá þeim sér- staka athygli. Sérstök námskeið í töfrabrögðum hafa verið haldin fyrir börn á undanförnum árum en Einar hefur kennt rúmlega 9.000 börnum sjónhverfingar og galdra. Þættirnir Töfrahetjurnar hófu göngu sína á Stöð tvö síðasta haust en þeir voru sniðnir að allri fjölskyldunni þó eink- um börnum. Þar kenndu þau Einar Míkael og Viktoría krökkum hin ýmsu töfrabrögð. Einnig kom í vetur út bók sem tengist þáttunum en það er Galdrabók Einars Mikaels og töfrahetjanna. Í bókinni eru kennd töfrabrögð auk þess sem hún hefur að geyma margskonar fróðleik um hinn dularfulla heim töfrabragða og segir frá heimsfrægu töfrafólki og afrekum þess. Skilaboð frá Ísafirði Bókin hefur notið nokkurra vin- sælda á meðal barna en þó virðist aðgangur barna að bókinni mega vera betri. „Það var lítil stelpa á Ísa- firði sem sendi mér skilaboð á Fa- cebook og hún sagði að sig langaði að læra töfrabrögð en það var engin bók til á bókasafninu á Ísafirði um töfrabrögð,“ segir Einar Mikael sem var ábendingunni feginn. Hann bregst iðulega við ábendingum sem berast frá börnum því oftar en ekki eru þær vel ígrundaðar og skiptir áhugi barna á töfrabrögðum Einar Mikael miklu máli. Þessi ábending var vissulega tekin alvarlega. „Ég ætla að gefa öllum bókasöfnum á Ís- landi Galdrabók Töfrahetjanna sem er kennslubók í töfrabrögðum. Það er markmið Töfrahetjanna að gera Börn vilja læra brögðin Vantaði alveg kennslubók í töfrabrögðum á bókasafnið Leiðarvísir Gott getur verið að hafa leiðbeiningar fyrir töfrabrögðin. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Malín Brand malin@mbl.is Þúsund ólíkir matseðlar, þús-und matreiðslumenn ogfimm heimsálfur. Goût deFrance er hugmynd sem komin er frá franska matreiðslu- meistaranum Alain Ducasse sem rekur fjölda veitingahúsa í Frakk- landi og víðar. Þar á meðal Alain Du- casse at the Dorchester í Lundúnum en staðurinn státar af þremur Mic- helin-stjörnum og það gera fleiri staðir í eigu Ducasse. Það er honum sérstakt áhugamál að matreiðslu- meistarar séu meðvitaðir um hvar rætur þeirra liggja og hvernig þær endurspeglast í matargerðinni. Oft- ar en ekki er frönsk matargerð und- irstaðan í þekkingu þeirra og það er meðal annars ástæðan fyrir því að efnt var til Goût de France. Það sem læra má af Frökkum Friðgeir Ingi Eiríksson mat- reiðslumaður er sem fyrr segir sá Íslendingur sem tekur þátt í Goût de France. Það er honum ljúft að fá tækifæri til þess að bjóða upp á sér- stakan sex rétta fransk/íslenskan matseðil á veitingastaðnum Gallery á Hótel Holti nú á fimmtudaginn. Friðgeir Ingi lauk námi sínu hér á landi, á Hótel Holti, um áramótin 2001/2002 og því næst lá leiðin til Frakklands. „Það var seinna á árinu 2002. Ég var aðstoðarmaður Hákons Más Örvarssonar á Bocuse d́Or árið 2001 og þegar við vorum að keppa í Frakklandi var mér boðin vinna eftir keppnina, “ segir Friðgeir Ingi og út fór hann og kom ekki heim aftur fyrr en 2007, reynslunni ríkari. „Ég var á stað sem heitir Le Domaine de Claire- fontaine sem er með eina Michelin- stjörnu og var þar yfirkokkur í nokkur ár. Reynslan er frábær og í raun eins og að spila með úrvalsdeildinni,“ segir hann. Friðgeir Ingi nýtir reynslu sína af franska eldhúsinu daglega og segir að sannarlega megi margt læra af Frökkum. „Það Þúsund matreiðslu- meistarar sameinast Næsta fimmtudag, þann 19. mars, munu eitt þúsund matreiðslumeistarar sam- einast víðsvegar um heiminn og elda úr sínu besta og ferskasta hráefni að franskri fyrirmynd. Goût de France er matarveisla sem utanríkis- og þróunarmálaráðu- neyti Frakklands stendur á bak við og tekur matreiðslumeistarinn Friðgeir Ingi Eiríksson á Gallery Restaurant á Hótel Holti þátt í veislunni hér á Íslandi. Ljósmynd/Pierre Monetta Margréttað Ostar eru aftarlega á matseðl- inum, mátulega á und- an súkku- laðinu. Nú er að fara af stað nýtt gönguverk- efni hjá Ferðafélagi Íslands fyrir fólk í yfirvigt, The Biggest Winner-Feitir, flottir og frábærir. Tvær kynning- argöngur verða núna í vikunni, ein í dag þriðjudag og önnur á fimmtudag 19. mars. Lagt verður af stað kl. 18 frá bílastæðinu við veitingastaðinn Nauthól í Nauthólsvík. Lýðheilsu- og forvarnarverkefnið Biggest Winner er langtímaverkefni til eins árs og gengur út á lífstíls- breytingu. Gengið er rólega á jafn- sléttu tvisvar í viku til að byrja með í 30-50 mínútur á göngustígum borg- arinnar og gerðar stöðuæfingar. Þátt- takendur fá heimaverkefni sem í upp- hafi er ein auka gönguferð á viku. Þegar líður á verkefnið er farið í fjall- göngur og er byrjað á Úlfarsfelli. Samhliða eru fjögur fræðslukvöld og mælingar. Lögð er áhersla á að vinna með þátttakendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Umsjónamenn eru Steinunn Leifs- dóttir og Páll Guðmundsson. Nánari upplýsingar og skráning er á skrifstofu FÍ, í síma 568 2533 eða með því að senda póst á fi@fi.is. Eftirfarandi vitnisburðir ættu ald- eilis að vera hvetjandi fyrir þá sem vilja taka þátt, og segir allt sem segja þarf um árangurinn, en þetta eru svör frá nokkrum þátttakendum í síð- asta verkefni, þegar þeir voru spurðir að því hvað Biggest Winner hefði gert fyrir þá:  „Í gegnum verkefnið hef ég kynnst alveg ótrúlega skemmtilegum hópi, fólki sem drífur mann af stað þegar það væri miklu þægilegra að leggjast bara upp í sófa. Nú get ég gengið án verkjalyfja og treysti mér í fjall- göngur. Það er líka mjög upplyftandi fyrir sálina að ganga með þessum hópi og fíflast saman.“  „Ég hef styrkst mjög mikið, verkir í fótum eru nánast horfnir og síðast en ekki síst hefur bakið lagast. Svo er það þessi frábæri félagsskapur, allt þetta yndislega fólk sem maður hef- ur kynnst og sem styður hvað ann- að.“  „Sú tilfinning að leggja af stað í flottri náttúru, spennt að sigra enn eitt fjallið sveitt, móð og másandi en á sama tíma brosandi og hlæjandi með frábærum félögum, er tilfinning sem gefur manni sjálfstraust, kjark og það sem mest er um vert, ótrúlega mikla lífsgleði.“  „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég hef kynnst fullt að frá- bæru fólki, verið úti í náttúrunni og labbað á staði sem mér hefði aldrei dottið í hug að fara á. Hver hefði trú- að því að ég gengi yfir Fimmvörðu- háls? Þetta gerðist allt vegna þess að ég skráði mig í Biggest Winner.“ Vefsíðan www.fi.is Sigur Bjössi og fleiri sem voru á námskeiðinu í fyrra gengu á Fimmvörðuhálsi. Feitir, flottir og frábærir Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. www.gilbert.is OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA ÚRSMÍÐAMEISTARI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.