Morgunblaðið - 17.03.2015, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.03.2015, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco • Opnast hratt & örugglega • Eru orkusparandi • Þola mikið vindálag • Eru öruggar & áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • 17 ára reynsla við íslen- skar aðstæður & yfir 150 hurðir á Íslandi Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi Lyf á einungis að taka í samráði við lækni, þetta hélt ég að allir sæmilega viti bornir menn vissu. Það að einkaþjálfarar mæli með að fólk noti skjaldkirtilslyf eða auki skammtinn á þeim til að ná betri árangri í líkamsrækt er alveg sérkapítuli í vitleysunni, slíkt fólk þarf hreinlega að nafn- greina. Ein áhyggjufull. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Lyfjaneysla Lyf Misnotkun skjaldkirtislyfs olli alvarlegri hjartabilun og hjartastoppi nýlega. Fyrrverandi vara- maður í mannréttinda- ráði Reykjavíkur- borgar fékk birta grein í Morgunblaðinu um helgina þar sem hann lá mér á hálsi fyrir að setja kíkinn fyrir blinda augað gagnvart múslimum á Íslandi. Beindust sjónir áhyggjumannsins fyrst og fremst að styrk frá Sádi-Arabíu sem honum finnst að Félag múslima á Íslandi eigi að hafna vegna ástands mannréttindamála þar. Það kunna vissulega að vera rök fyrir því að hafna slíkum fjárstuðn- ingi t.d. vegna þess að honum fylgja óaðgengileg skilyrði eða vegna þess að gefandinn hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Má í sjálfu sér taka undir það. Reykjavíkurborg ræður hins vegar litlu um það hvaða styrkjum sjálfstæð félagasamtök taka á móti. Í ljósi fyrri skrifa Gústafs verður að ætla að áhyggjum hans valdi einkum þær hugmyndir sem hann gerir sér um íslam og lífsstíl þeirra sem þau trúarbrögð aðhyllast. Það er hins vegar svo að á Íslandi er heimilt að stofna félög í hvaða lög- mæta tilgangi sem er, þar á meðal trúfélög. Er það hluti trúfrelsis og skoðanafrelsis manna að þeir fái að iðka sína trú. Í meg- inatriðum er enginn grundvöllur fyrir því að draga menn í dilka eftir því hvaða farveg þeir velja sér í þeim efnum. Það eru eflaust allir sammála um að ástæðulaust er að gruna alla kaþólska presta um að vera kynferð- isbrotamenn þó að upp hafi komist um skelfileg kynferðisbrot og barnaníð innan kaþólsku kirkj- unnar. Með sama hætti er ekki ástæða til þess að gruna alla músl- ima um að vilja vega að mannrétt- indum. Rétt er að taka undir áhyggjur áhyggjumannsins af stöðu kvenna, hinsegin fólks og annarra minni- hlutahópa víða um heim, þar á með- al í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Eins og við ættum að þekkja hér á landi er kristin trú (eða hvaða trú sem er) engin ávísun á vernd minnihlutahópa eða sterka stöðu kvenna. Íslenskar konur hafa t.d. þurft að hafa mikið fyrir þeim réttindum sem þær njóta í dag og eiga enn nokkuð í land. Hafa margir bent á dæmi þess að hin ýmsu trúarbrögð hamli framþróun mann- réttindamála. Hefur myndast ágæt samstaða um það hér á landi að leita sífellt leiða til þess að efla og styrkja vernd mannréttinda. Var stofnun mannréttindaráðs Reykja- víkurborgar viðleitni í þá átt. Ummæli Gústafs um að ég setji fjárstuðning framar mannréttindum dæma sig sjálf. Ekki hefur verið upplýst um öll atriði sem lúta að styrknum sem raskaði ró Gústafs. Það litla sem komið hefur fram ætti ekki að raska svefnfriði nokkurs manns. Fagna ég áhuga Gústafs á mannréttindamálum og vænti þess að hann sé mér sammála um það að jafnræði trúfélaga hafi stórlega aukist með því að fundist hafi prýði- legir staðir fyrir tilbeiðsluhús ann- arra trúfélaga en íslensku þjóð- kirkjunnar. Það er óskandi að slíkt verði til þess að efla og bæta mann- réttindi og jafnræði innan borgar- innar. Áhyggjumaður lítur í vitlausa átt Eftir Líf Magneudóttur »Ummæli Gústafs um að ég setji fjárstuðn- ing framar mannrétt- indum dæma sig sjálf. Líf Magneudóttir Höfundur er formaður mannréttinda- ráðs Reykjavíkur. Verkefnisstjórn rammaáætlunar fékk á dögunum afhentar tillögur Orkustofn- unar að virkj- unarkostum til mats við þriðja áfanga rammaáætlunar. Meðal tillagna Orku- stofnunar eru Norð- lingaölduveita og Kjalölduveita. Nefnd- ir virkjunarkostir eru áætlaðir í efri hluta Þjórsár, rétt sunnan við núverandi mörk friðlandsins í Þjórsárverum, vestan árinnar, á því svæði sem enn er ósnortið. Flokkun virkjunarkosta og land- svæða í orkunýtingarflokk, bið- flokk eða verndarflokk fer eftir lögum um verndar- og orkunýting- aráætlun. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar við annan áfanga rammaáætlunar var komist að þeirri niðurstöðu að virkj- unarsvæði Norðlingaölduveitu væri innan landsvæðis Þjórs- árvera. Á grundvelli þeirrar nið- urstöðu byggði Alþingi þingsálykt- un sína frá 2013 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Landsvæðið skal í kjölfarið frið- lýst. Friðlýsingarferlið er því haf- ið. Lögin sem um þetta gilda voru samþykkt með þeim skýringum að virkj- unarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatna- svið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Áform Orkustofnunar ganga því beinlínis gegn gildandi lögum. Þau ganga jafnframt gegn ályktun Alþingis sem kveður á um að mannvirki rétt við friðlandið yrði til lýta og beinir athyglinni að sér- stæðum fossum í Þjórsá sem yrðu fyrir neikvæðum áhrifum veitu- framkvæmda. Hún gengur líka í berhögg við niðurstöðu verkefn- isstjóra annars áfanga ramma- áætlunar sem segir í rökstuðningi fyrir flokkun Norðlingaölduveitu í verndarflokk að „hún feli í sér röskun vestan Þjórsár á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera, auk áhrifa á sérstæða fossa í Þjórsá. Kvíslaveitur hafa nú þegar virkjað þverár sem falla í Þjórsá að austan, en kvíslum vestan ár hefur verið hlíft. Virkjunarkostur sem liggur á jaðri svæðis með hátt verndargildi sem menn eru sam- mála um að eigi að njóta friðunar. Mannvirki rétt við friðland yrðu til lýta. Því þykir rétt að vernd á svæðinu verði látin hafa forgang.“ Það er því deginum ljósara að nefndir virkjunarkostir sem Orku- stofun vill enn láta meta eru vest- an við Þjórsá og fela í sér röskun á lítt snortnu landi í jaðri hinna dýrmætu Þjórsárvera, auk áhrifa á sérstæða fossa í Þjórsá, m.a. hinn margrómaða foss Dynk. Þeir eru á landsvæði sem skal friðlýsa skv. lögum. Þetta gengur ekki! Orkustofnun fer augljóslega gegn vilja löggjafans. Það sem verra er, stofnunin fer gegn anda laganna. Rauði þráður þeirra laga sem hér um ræðir er almenn sátt um virkjunarmál, samræming landsvæða og langtímasjónarmið. Þessa sátt má ekki rjúfa. Ég hvet Orkustofnun til að bæta ráð sitt, að fara að lögum og gæta með- alhófs í sínu mikilvæga starfi fyrir land og þjóð. Orkustofnun fari að lögum Eftir Tryggva Felixson »Með tillögu um að virkjunarkostir í efri hluta Þjórsár komi til mats í rammaáætlun fer Orkustofnun gegn lögum, gætir ekki með- alhófs og boðar til ófriðar. Tryggvi Felixson Höfundur situr í stjórn félagsins Vin- ir Þjórsárvera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.