Morgunblaðið - 17.03.2015, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
✝ Guðrún (Lilla)Haraldsdóttir
fæddist á Akureyri
4. júlí 1923. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
6. mars 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jónína Guð-
rún Guðjónsdóttir,
f. 31.7. 1894, d.
3.12. 1948, og Har-
aldur Loftsson, f.
3.8. 1893, d. 13.6. 1965. Systkini
Guðrúnar samfeðra eru Sigríð-
ur Lofísa, f. 15.9. 1916, d. 12.9.
2001. Jón Haraldsson, f. 12.8.
1922, d. 29.7. 1942. Elísabet
Hjördís, f. 18.3. 1946, d. 13.9.
2009. Jón Kristinn, f. 10.6. 1947.
Jónína Guðrún, f. 24.5. 1949.
Halla Vilborg, f. 3.9. 1951.
Guðrún giftist hinn 31.12.
Börn þeirra eru: a) Karl Jakob,
f. 20.5. 1989. b) Eva Kristín, f.
23.8. 1996. c) Eirik Svavar, f.
23.8. 1996. 3) Guðrún Jóna, f.
17.11. 1957. Maki: Ståle For-
berg, f. 25.8. 1953. Börn þeirra
eru: a) Jónína, f. 23.9. 1977. b)
Karl Óttar, f. 22.11. 1981. c)
Tine Kamilla, f. 7.1. 1993.
Á þriðja aldursári flutti Lilla
til Ísafjarðar og sex ára til Vest-
mannaeyja og bjó þar fram und-
ir tvítugt, og flutti þá alfarið til
Reykjavíkur. Lilla taldi sig þó
alla tíð vera og var Vest-
mannaeyingur.
Í Reykjavík kynnist Lilla svo
honum Kalla sínum og reistu
þau sér glæsilegt heimili á
Lynghaga 3. Lilla kom víða við á
lífsleiðinni, vann sem kaupa-
kona í sveit, vann við að beita
síld, við verslunarstörf hjá Lauf-
ahúsinu og Verslun Lárusar G.
Lúðvíkssonar og við ræstingar
hjá Prentsmiðju Hóla og í Seðla-
banka Íslands að síðustu.
Útför hennar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 17. mars 2015,
og hefst athöfnin kl. 13.
1948 Karli Óttari
Guðbrandssyni, f.
16.10. 1919, d. 22.2.
1979. Foreldrar
hans voru Guðrún
Árborg Sigur-
geirsdóttir, f. 16.5.
1895, d. 9.12. 1981,
og Guðbrandur Jó-
hannes Guðmunds-
son, f. 3.1. 1887, d.
17.9. 1949. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
brandur Sævar, f. 26.12. 1949.
Maki: Guðrún Aðalsteinsdóttir,
f. 5.1. 1952. Börn þeirra eru: a)
Olga Rún, f. 30.7. 1982, börn
hennar Sævar Þór, Júlía Björk
og Íris Hrönn Janusarbörn. b)
Aðalsteinn, f. 28.11. 1986. c)
Brynja Rún, f. 27.9. 1996. 2) Har-
aldur Rúnar, f. 5.10. 1954. Maki:
Abbie Lee Kleppa, f. 1.12. 1958.
Elsku hjartans mamma mín.
Kveðjustundin er komin og
þjáningum þínum lokið. Ég er
svo innilega þakklát fyrir að
hafa náð til þín í tæka tíð og ver-
ið hjá þér þar til yfir lauk.
Minningarnar streyma fram.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og ætíð svo létt og kát og
hafðir svo smitandi hlátur. Þú
hefur alltaf verið mín stoð og
stytta og faðmur þinn svo hlýr.
Þú hafðir einstakan hæfileika til
að sjá björtu hliðarnar á tilver-
unni.
Þú ráðlagðir mér ávallt svo
vel og hjá þér fann ég öryggi
alla tíð þó að ég væri orðin full-
orðin og byggi í Noregi. Símtöl-
in okkar voru oft löng og þótt
einstaka sinnum hafi verið grát-
ið þá var ætíð stutt í hláturinn
og alltaf leið mér vel eftir sím-
tölin okkar. Þær voru ófáar ferð-
ir þínar til Noregs sem voru
mikið tilhlökkunarefni og dvaldir
þú hjá okkur allt að mánuð í
senn og var tíminn vel nýttur til
samverustunda og tókst okkur
svo sannarlega að njóta. Í Nor-
egi gekkstu undir nafninu
„amma“, sama hver átti í hlut,
og þóttir þú bæði tignarleg og
litrík kona sem kippti sér ekki
upp við smámuni. Sem dæmi
varstu lögð inn á sjúkrahús í
Gjövik sem var svo yfirfullt að
þú þurftir að liggja frammi á
gangi.
Þú varst ekki með náttslopp
en þú kipptir þér ekkert upp við
það, þú sveipaðir um þig sjúkra-
hústeppi, dillaðir þér á gangin-
um og sagðir:
„Sjáðu, ég er bara eins og
Gandhi“ og auðvitað var mikið
hlegið að þessu. Þú áttir svo gott
með að sjá spaugilegu hliðarnar
á öllu. Á áttræðisafmæli þínu
héldum við garðveislu í yndis-
legu veðri og eigum við mynd af
þér þar sem þú ert skellihlæj-
andi úti í garði að róla þér, ekki
margir áttræðir sem myndu
leika það eftir. Í tilefni af afmæl-
inu fórum við mæðgur í leikhús.
Í hléinu fannst þér tilvalið að
bjóða upp á kampavín en mér
fannst það óþarfa vesen því bið-
röðin var löng. Þá leistu á mig
og spurðir: „Er það ég eða þú
sem er áttræð, maður á að njóta
lífsins meðan maður getur,“ og
auðvitað var kampavínið keypt.
Þetta atvik lýsti þér vel. Margar
svipaðar sögur eru til af þér sem
eru ómetanlegar minningar fyrir
okkur.
Styrkur þinn kom sannarlega
vel í ljós þegar pabbi dó. Halli á
leið til Bandaríkjanna í nám og
ég búsett í Noregi. Þú varst
ákveðin í því að við héldum okk-
ar striki og lifðum okkar lífi,
Sævar bróðir var til staðar og
reyndist hann þín stoð og stytta.
Gurra og Sævar hugsuðu alla tíð
svo vel um þig og er það ómet-
anlegt og verð ég þeim ávallt
þakklát fyrir.
Síðustu mánuðina dvaldir þú
á Hjúkrunarheimilinu Eir þar
sem þú fékkst mjög góða
umönnun.
Það verður tómlegt að koma
heim til Íslands í framtíðinni og
engin mamma.
Ég er þess fullviss að nú eruð
þið pabbi sameinuð á ný og þér
líður vel.
Ég bið Guð að varðveita þig
elsku mamma mín.
Þín dóttir,
Guðrún (Gunna).
Það er svo skrítið að þurfa að
kveðja ömmu Lillu. Hún hefur
vissulega alltaf verið stór partur
af okkar lífi og við munum ávallt
halda fast í þær dýrmætu minn-
ingar sem við eigum.
Við sátum hér systkinin sam-
an um daginn og rifjuðum upp
hluta af þeim ótal minningum
sem við eigum um ömmu. Við
erum afskaplega heppin, það er
svo gott að geta rifjað upp þess-
ar dýrmætu stundir þegar við
söknum hennar.
Ég held að fyndnasta minn-
ingin sem ég á um ömmu sé þeg-
ar ég krotaði punkt á vaxdúkinn
hennar á eldhúsborðinu og
spurði hana svo á eftir hvort hún
yrði reið ef ég krotaði á dúkinn.
Ég var fjögurra ára og auðvitað
vissi ég að það væri bannað. Ég
man að adrenalínið flæddi um
líkamann eftir verknaðinn á
meðan ég beið eftir svari. Hún
svaraði auðvitað að hún yrði
ekki ánægð ef ég gerði það, því
það var bannað. Þetta komst
hins vegar aldrei upp, en ég man
að ég var viss um að hún myndi
uppgötva þetta næst þegar hún
grandskoðaði dúkinn.
Hún sagði okkur oft sögur frá
því hún var yngri, það vantaði
ekki að henni þætti gaman að
segja frá og það var oft ótrúlegt
hvernig sögurnar gátu tekið
óvænta stefnu með einni spurn-
ingu og þróast yfir í allt aðra átt,
enda skemmtum við okkur vel.
Það var líka alltaf jafngaman
að fá að gista hjá ömmu og ég
man vel eftir þeim stundum þeg-
ar við Aðalsteinn fórum til henn-
ar, það var mikið spilað og hleg-
ið og iðulega sendi hún okkur
eða fór með okkur út í sjoppu að
kaupa smá ís eða gotterí. Hún
passaði líka vel upp á okkur og í
hvert skipti sem ég var ekki al-
veg nógu hress vafði hún klút
um hálsinn á mér svo mér yrði
nú ekki kalt.
Fyrir það verð ég ávallt þakk-
lát að börnin mín skyldu fá að
kynnast henni ömmu minni, mér
finnst það ómetanlegt. Ég er
einnig þakklát fyrir að hafa
fengið að kveðja hana, þakka
henni fyrir að vera amma mín.
Hún var svo sannarlega sú besta
amma sem hún gat verið í okkar
augum.
Olga Rún Sævarsdóttir,
Aðalsteinn Sævarsson og
Brynja Rún Sævarsdóttir.
Með söknuði kveð ég hana
Lillu í dag. Hún var gift móð-
urbróður mínum sem látinn er
fyrir nokkru. Eigum við mamma
þeim margt að þakka. Lilla lék
stórt hlutverk í mínu lífi og var
mér sem önnur móðir en við
bjuggum lengi í sama húsi. Þá
var Sævar sonur hennar mér
alltaf eins og bróðir. Lilla var
bæði réttsýn og hreinskiptin og
kom fram við alla og af sömu
virðingu.
Hún tók hlutunum eins og
þeir voru. Ég minnist hennar
fyrir kímnigáfuna enda sló hún
oft á létta strengi og gat hlegið
að nánast öllu. Ósjaldan faldi
hún sig bak við glerskápinn í
eldhúsinu eða viftuna þar sem
hún hristist af hlátri yfir vitleys-
unni í okkur krökkunum. Þá
hafði hún mikla frásagnargáfu
og var afar minnisgóð. Ef hún
fór í bíó gat hún lýst myndinni
svo ljóslifandi að manni leið eins
og maður væri að horfa á hana
með henni. Svo lýsti hún Vest-
mannaeyjunum sínum sem
henni voru svo kærar svo fallega
að yfir þeim var ljómi þegar þær
bar á góma. Þá fóru henni öll
verk vel úr hendi og hafði fal-
legar hendur.
Lilla reyndist mér ævinlega
góð og var mér mikill stuðn-
ingur, sérstaklega á erfiðum
stundum, og vissi alltaf hvernig
mér leið. Hún studdi mig þegar
ég var beitt órétti og tók minn
málstað ef svo bar við. Hún
hvatti mig og var traustur vinur.
Stundum leyfði hún manni sem
barni að gera hluti sem enginn
annar gerði eins og að klippa á
sér hárið og hafa til áður en hún
fór út dansa sem hún hafði svo
gaman af. Mamma skildi ekkert
í okkur.
Þegar ég fékk launin fyrir
greiðana voru það fyrstu sokka-
buxurnar mínar. Þær eru ótal-
margar sögurnar og minning-
arnar af Lynghaganum, Nesinu
og úr Marklandi. Við mæðginin
eyddum oft kvöldunum í Mark-
landi þegar hún flutti í nágrenni
við okkur. Þá sótti hún okkur oft
til að halda með sér veislu, m.a.
um áramót. Hún var manna
hressust í veislum og var í góðu
formi enda fór hún nánast dag-
lega í sund. Ég man enn eftir
því í brúðkaupi eldri sonar míns
í Færeyjum þar sem hún naut
sín í botn 74 ára.
Þegar leið á nóttina var hún
spurð hvort hún væri þreytt og
vildi komast í háttinn. Þá sneri
hún upp á sig eins og henni einni
var lagið og sagði: „Ég fer sko
ekki fyrr en þetta er búið!“ Í
þessum orðum kristallast elju-
semin í Lillu, ákafi hennar og
gleði, einkum þar sem fólk kom
saman. Auðvitað hvarf hún ekki
úr veislunni fyrr en undir morg-
un.
Eftir að Lilla fluttist í Breið-
holtið varð henni tíðrætt um hve
lánsöm hún væri að búa undir
sama þaki og Sævar og Gurra
kona hans sem reyndust henni
ómetanleg síðustu árin. Þegar
veikinda fór að gæta reyndi
verulega á þau án þess að halli á
Gunnu og Halla sem búa hvort
sínum megin Atlantsála. Á þess-
ari stundu er mér helst þakklæti
í huga þegar ég minnist Lillu
fyrir allan velviljann og góðu
stundirnar í lífinu sem við átt-
um. Ég geri það í nafni mömmu
og sona minna beggja sem hún
reyndist svo vel. Sævar, Har-
aldur og Guðrún geyma góðar
og fallegar minningar um elsku-
lega, lífsglaða og hrífandi móður.
Hugur minn er hjá þeim og fjöl-
skyldum þeirra. Fyrir hönd okk-
ar votta ég þeim dýpstu samúð
mína og kveð með söknuði.
Olga Hafberg.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku Lilla.
Elsku Gunna mín, Halli, Sæv-
ar og fjölskyldur,
megi góðar minningar styrkja
ykkur á sorgarstund.
Erla Hallbjörnsdóttir.
„Ætlar þú ekki að koma að
kyssa gömlu frænku?“ Þessi
spurning heyrðist oft á heimili
foreldra minna. Blá Mazda í
hlaðinu og Lilla frænka nýkomin
inn úr dyrunum. Lilla var órjúf-
anlegur hluti af fjölskyldunni öll
mín uppvaxtarár. Lillu fylgdi
mikill kraftur. Hún var mynd-
arleg kona, með hvítt stuttklippt
hár, alltaf vel tilhöfð, litaglöð í
klæðavali og átti mikið af fal-
legum skartgripum. Hún fór oft
í sundlaugarnar og var iðulega
orðin sólarlandabrún í maí.
Þegar inn var komið settist
Lilla alltaf á sama stað við eld-
húsborðið og byrjaði að rekja
hvað á daga hennar hafði drifið.
Fór hún þá oft vítt og breitt í
tíma og sagði frá uppvaxtarár-
um sínum í Vestmannaeyjum,
viðskiptavinum í skóbúð Lárusar
Blöndal um miðja síðustu öld,
eða fólkinu í Seðlabankanum þar
sem hún starfaði sín síðustu
starfsár.
Hún sagði frá af innlifun og
hafði eftir samtöl og svipbrigði,
eins og að atburðirnir hefðu
gerst í gær, en ekki hálfri öld
áður. Og svo var spilað. Sá okk-
ar bræðranna sem var tilkippi-
legur var þá kallaður til og oftar
en ekki var það ég, sá yngsti,
sem spilaði við Lillu og mömmu
og hlustaði á Lillu segja frá.
Lillu fylgdi alltaf mikið líf.
Hún var einlæg, hreinskiptin og
hlý og heilsaði öllum með opnum
faðmi og kossi. Hún sagði sína
meiningu og fór ekki í mann-
greinarálit í því sambandi. Lilla
kom til dyranna eins og hún var
klædd.
Líf Lillu var ekki áfallalaust,
en Lilla mætti því oftar en ekki
með því að sjá spaugilegu hlið-
arnar á hlutunum og gat gert
grín að eigin óförum. Slíkar sög-
ur voru reglulega sagðar við eld-
húsborðið í Skólagerðinu og
hlegið dátt.
Lilla vann við ýmis störf um
ævina, m.a. afgreiðslustörf og
skúringar. Lilla hélt ætíð mynd-
arlegt heimili og var ræktarsöm
við fjölskyldu og samferðamenn.
En nú er Lilla horfin á brott
eftir langa og viðburðaríka ævi.
Heimsóknirnar, sögurnar og
spilin verða víst ekki fleiri og
lífsneistinn er slokknaður. Eftir
sitjum við fjölskyldan og bræð-
urnir með ljúfar og kærleiks-
fullar minningar um „gömlu
frænku“ sem fyrir okkur var
einstök.
Guðmundur Ómar
Hafsteinsson.
Guðrún
Haraldsdóttir
Elsku tengdamamma, þó að
mér finnist sárt að þú sért farin
frá okkur héðan veit ég að þú ert
komin á góðan stað, sem er meðal
þeirra sem þú hefur misst og
saknað sárt í gegnum tíðina. Nú
getur þú notið þín við hlið engl-
anna þinna.
Ég man þegar við hittumst
fyrst, ég átti einhvern veginn von
á annarri manneskju en ég svo
hitti.
Ég er kannski ekki fyrir alla,
en þú tókst mér og því sem mér
fylgdi með opnum örmum frá
fyrsta degi og komst allan þann
tíma sem við þekktumst fram við
mig eins og þú ættir í mér hvert
bein, alltaf ljúf og góð.
Þú sagðir stundum skemmti-
legar og skrítnar sögur af fólki
sem þú kannaðist við, sem kom
mér ávallt til að brosa út í annað.
Það eru ekki margir sem geta
státað af þeirri hörku og seiglu
sem í þér leyndist, aldrei kvartað
yfir verkjum, sama hvað var í
gangi, jafnvel beinbrot var upp-
götvað seinna en ella vegna þess
að þú kvartaðir ekki neitt.
Þú myndir eflaust segja við
mig núna: „Sigurjón, það þýðir
ekkert að kvarta og kveina yfir
því sem gerst hefur og ekki er
hægt að breyta,“ og myndir svo
bæta við: „Svona er þetta bara.“
Ég vil þakka þér fyrir þær
stundir sem við áttum saman,
bæði á Íslandi og hjá okkur
Ágústu í Danmörku, sem voru of
fáar og þær minningar sem þú
gafst mér um þig, þær mun ég
varðveita sem gull.
Guð geymi þig og berðu mínar
kveðjur til horfinna ástvina, ég
hlakka til að hitta ykkur öll þegar
minn tími kemur. Ég mun sakna
þín.
Þinn tengdasonur,
Sigurjón Grétarsson.
Elsku amma mín. Það sem ég
elska þig, að reyna að útskýra það
er ómögulegt.
Að hugsa til þess að þú sért
farin er virkilega skrítin tilfinn-
ing, mjög óraunveruleg en ég er
mjög ánægð að vita að þér líði vel
og sért á góðum stað.
Ég er líka ánægð með allar
minningarnar sem ég á. Ég man
svo vel eftir því þegar ég, þú og afi
fórum upp í sveit til Símonar, það
var svo skemmtileg og góð ferð.
Þú lést mig alltaf brosa og líða
vel. Mun sakna þess að að sitja
inni í eldhúsi hjá þér og drekka
kókómjólk og spjalla um allt milli
himins og jarðar.
Ég vildi óska þess að þetta
hefði ekki þurft að fara svona, að
þú hefðir ekki þurft að fara svona
snemma en lífið fer ekki alltaf
eins og maður vill og þetta er
nokkuð sem ég verð að sætta mig
við þó svo ég vilji það ekki.
Ég hafði alltaf ímyndað mér
þig vera hérna þegar ég yrði orð-
in að konu en sit því miður hérna
á þessum stól 17 ára að skrifa til
þín minningargrein og geri mig
tilbúna í að kveðja þig í hinsta
sinn. En ég veit svo sem að þú
horfir niður frá himnum og fylgist
með.
Ég hef svo mikið sem mig lang-
ar að spyrja þig að og segja þér
frá og það er svo erfitt að vita að
ég geti það ekki, allaveganna ekki
strax.
Þú ert ein mikilvægasta per-
Kristrún Jónína
Steindórsdóttir
✝ Kristrún Jón-ína Steindórs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 7. nóv-
ember 1935. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 9. mars
2015.
Útför Kristrúnar
fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 16.
mars 2015.
sóna í lífi mínu og
hefur og munt alltaf
vera það, þú hefur
alltaf verið til staðar
fyrir mig og gert allt
fyrir mig, og ég mun
eitthvern veginn
reyna að gera það
sama fyrir þig elsku
amma.
Takk fyrir alla
tímana sem við höf-
um átt saman, ég
mun aldrei gleyma þeim og þú
verður ávallt í hjarta mínu og
mundu að ég hugsa alltaf til þín.
Við hittumst seinna þegar minn
tími kemur. Elska þig alltaf,
mundu það, amma mín. Hvíldu í
friði.
Þitt barnabarn,
Tinna Björk.
Núna er komin kveðjustundin.
Tíminn sem við höfum vitað
nokkra stund með vissu að væri
að renna upp. Ég kveð þig með
kossi elsku amma, með blendnum
tilfinningum. Sjúkdómurinn sem
kom og tók þig gerði það hljóð-
lega en ákveðið. Sorgin bjó um sig
en tók sér sinn tíma og skildi
þannig eftir rými fyrir skilning og
sátt að vaxa.
Elsku amma mín, þú tókst ör-
lögum þínum með æðruleysi
hvunndagshetjunnar, með al-
vöruhugrekki. Þú horfðir fram á
við án þess að blikna. Húmor og
umhyggja fyrir öðrum var þitt
vopn í baráttunni. Baráttu sem þú
ákvaðst að taka á þínum eigin for-
sendum, rólega, yfirlætislaust og
raunsætt. Án mikillar biturðar.
Elsku amma, þú varst mörgum
svo margt; móðir, amma,
langamma og eiginkona. Ég fann
alltaf endalausa hlýju, skilning og
stolt frá konu sem alltaf átti ótak-
markaðan tíma fyrir aðra.
Amma kenndi mér að meta
grunngildin og einföldu hlutina í
lífinu. Að vera ánægður með sitt,
njóta líðandi stundar, bera um-
hyggju fyrir öðrum og umfram
allt að taka ekki allt of alvarlega.
Elsku amma, lífið var þér samt
ekki alltaf auðvelt og ég hugsaði
oft um hvernig þú barst harm
þinn í hljóði og hélst bara áfram
að takast á við lífið.
Núna ertu komin í faðm ást-
vina sem biðu þín. Sá hópur hefur
farið stækkandi og þar sé ég þig
meðal látinna barna þinna, systk-
ina, ættingja og kærra vina.
Mér er efst í huga þakklæti,
gleði yfir að hafa haft þig í lífi
mínu og fjölskyldu minnar. Gleði
yfir hvað ég var heppin að þú
varst amma mín, langamma
barna minna. Þú gafst okkur öll-
um svo mikið, gleymdir aldrei
neinum, og vildir í staðinn svo lít-
ið. Mín kæra vinkona, ég sakna
þín og kveð að sinni.
Jóna Dóra.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar