Morgunblaðið - 17.03.2015, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
✝ Helgi BaldurJóhannsson
fæddist á Akranesi
26. maí 1984. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 8. mars
2015.
Foreldrar hans
eru þau Guðný
Helgadóttir og Jó-
hann Þór Bald-
ursson. Hafsteinn
Hrafn Daníelsson,
núverandi maður Guðnýjar,
gekk Helga Baldri í föðurstað
frá tveggja ára aldri. Núver-
andi kona Jóhanns Þórs og
stjúpmóðir Helga Baldurs er
Ásta Kristjánsdóttir. Systkini
hans eru þau Daníela Hadda,
Markús Hrafn, Kristján Rafn,
Ruth og Birta. Barnsmóðir
Helga er Ragnheiður Birg-
isdóttir og eiga
þau saman soninn
Hilmar Þór. Kær-
asta Helga Baldurs
er Jónína Íris Val-
geirsdóttir.
Helgi Baldur
lauk grunnskóla-
prófi frá Heið-
arskóla í Hval-
fjarðarsveit. Hann
ólst upp á Geld-
ingaá í sömu sveit.
Hann átti heima á Akranesi
síðustu æviárin.
Helgi Baldur starfaði lengi
hjá Elkem á Grundartanga og
hjá fósturföður sínum, Haf-
steini Hrafni, verktaka.
Útför Helga Baldurs fer
fram frá Akraneskirkju í dag,
17. mars 2015, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Elsku vinur, þín er sárt sakn-
að, þú komst eins og ljósgeisli
inn í líf okkar á öðru aldursári
þínu.
Margar góðar minningar
vakna þegar sest er niður og
skrifuð lokaorð til þín; eins og
fyrsta flugferðin þín þegar við
fórum saman til Benidorm, þú
níu ára og allt nýtt og spennandi,
eins þegar þú tróðst upp 11 ára
gamall í 50 ára afmælum okkar,
spilaðir á gítarinn og söngst
„Það er gott að elska“ og fleiri
Bubbalög.
Þú varst ávallt jákvæður og
brosandi þótt lífið hafi oft verið
þér erfitt, það sýndi sig best
núna síðustu vikur, alltaf já-
kvæður og þakklátur fyrir allt
sem reynt var að gera fyrir þig.
Sagðir við mig: „Amma, það
kostar ekkert að vera kurteis.“
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku Helgi Baldur okkar, með
fjölskyldukveðjunni „I love
you“.
Farðu í friði góði vinur
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur
aftur hittumst við á ný.
Úr hjarta mínu hverfur treginn
er ég hugsa um hlátur þinn.
Bros þitt veitti birtu á veginn
betri um stund varð heimurinn.
(Magnús Eiríksson)
Afi Daníel og amma Nína.
Elsku ástin mín, takk fyrir að
fullkomna líf mitt. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa kynnst þér
og Hilmari og hafa ykkur í lífi
okkar Emilíu. Eftir að þú ert
farinn og maður lítur til baka á
allar stundirnar okkar saman,
þá sér maður hvað þú lifðir síð-
asta árinu þínu hratt. Ég er svo
glöð og þakklát fyrir þær stund-
ir. Þú gerðir allt fyrir mig, alveg
sama hvað ég bað þig um, þú
varst alltaf til í það. Árið 2014
var tekið með trompi, við gerð-
um allt sem við vildum. Við fund-
um okkur áhugamál saman, að
ganga á fjöll, og vorum við mjög
dugleg í því.
Toppurinn á 2014 var afmælið
á Galtalæk. Þegar allar fjöl-
skyldur mættust og skemmtu
sér fram á nótt, þú spilaðir á gít-
arinn og við sungum. Það mun
enginn gleyma þessu kvöldi. 23.
júní síðastliðinn var ég að fara
hlaupa í miðnæturhlaupi, ég
fann engan til að hlaupa með
mér en spurði þig í gríni hvort
þú værir til í að hlaupa 10 km
með mér þennan dag, þá fékk ég
svarið: „Já, af hverju ekki?“ Við
hlupum saman 10 km á góðum
tíma og síðustu 500 metrana
héldumst við í hendur í gegnum
marklínuna. Það var fullkomið.
Við fórum sólarlandaferð
saman og var sú ferð mjög góð,
þar vorum við að sleikja sólina,
fórum á nautaat, í kúrekagarð og
nutum þess að vera til. Ég gæti
skrifað endalaust um okkur. Ár-
ið 2015 er búið að vera erfitt fyr-
ir alla og sérstaklega þig. Þú
barðist eins og hetja. Hlátur
þinn, brosið þitt og sprellið í þér
mun lifa í okkur öllum. Þú fékkst
að fara hamingjusamur. Eins og
við endum öll okkar samtöl: Ég
elska þig endalaust.
Þínar að eilífu,
Jónína og Emilía.
Elsku Helgi Baldur var tek-
inn frá okkur allt of snemma.
Fyrsta sem kemur upp í huga
mér er þakklæti.
Ég er þakklát fyrir öll árin
okkar saman.
Ég er þakklát fyrir allt sem
hann kenndi mér.
Ég er þakklát fyrir síðustu
vikur.
Ég er þakklát fyrir allt sem
við ræddum saman um nýlega.
Ég er þakklát fyrir að við gát-
um haldið afmælið hans Hilmars
saman.
Ég er þakklát fyrir hversu
þakklátur hann var mér.
Ég er þakklát fyrir síðustu
stundina þeirra Hilmars saman.
Ég er þakklát fyrir síðustu
stundina sem ég átti með hon-
um.
En mest af öllu er ég þakklát
fyrir hann Hilmar Þór okkar
sem við Ómar munum hugsa vel
um fyrir þig.
Hvíldu í friði elsku Helgi
Baldur.
Ragnheiður.
Elsku besti frændi og vinur.
Það er óraunverulegt að hugsa
til þess að þú sért ekki hérna til
þess að gleðja okkur með kæti
þinni og þínum smitandi hlátri.
Mig langar ekki til þess að skrifa
um hversu erfitt það var að fá
fregnir af veikindum þínum,
hversu erfitt það var að sjá þig
þjást eða hversu ósanngjarnt
fráfall þitt er. Ég vill heldur
minnast persónuleika þíns og
samverustunda okkar því ég
held að þú myndir vilja að ég
gerði það. Við erum búnir að
vera bestu vinir alveg frá því að
þú opnaðir augun í fyrsta sinn
fyrir 30 árum og þrátt fyrir að
leiðir okkar hafi ekki alltaf legið
í sömu átt síðustu ár gátum við
alltaf leitað hvor til annars. Þeg-
ar ég lít til baka get ég ekki ann-
að en fyllst þakklæti yfir að hafa
þekkt þig, brosað yfir allri vit-
leysunni sem okkur datt í hug og
ekki síst fyllst sorg yfir því að
geta ekki bætt við heimskupörin
og rifjað þau upp með þér í
góðra vina hópi.
Þú hefur alla tíð verið algjör
gleðigjafi og hlátursköstin voru
mörg sem við tókum með
Gumma. Þú varst svo mörgum
kostum gæddur, einn af þeim
var að það var ómögulegt að
vera fúll út í þig. Mér er minn-
isstætt þegar við fórum í útilegu
saman. Við fórum á bílnum mín-
um og tókum ekkert tjald með
okkur, við ætluðum bara að sofa
í bílnum enda varst þú á helg-
arvakt og áttir að vera sóttur um
morguninn á afleggjara tjald-
stæðisins. Mér fannst óþægilegt
að sofa í bílnum og færði mig yfir
í tjald hjá vinum. Um morguninn
hafðir þú hins vegar sofið yfir
þig og tekið bílinn minn til vinnu.
Versta var að ég hafði háttað
mig í bílnum og stóð þ.a.l. á nær-
buxunum, símalaus á tjaldstæð-
inu með ekkert far til baka. Ég
þurfti því að labba í gegnum allt
tjaldstæðið með svefnpokann
vafinn um mittið til þess að
hringja hjá staðarhaldaranum.
Eftir þetta ætlaði ég aldeilis að
skamma þig en þú hafðir alltaf
svo góð tök á mér og þurftir bara
nokkur orð til þess að ná mér
niður.
Þegar við vorum pollar vorum
við einstaklega uppátækjasamir
í prakkarastrikunum og voru
engin grið gefin þó að um ætt-
ingja væri að ræða, ég vil nota
tækifærið og biðja ömmu Nínu
og afa Danna innilegrar afsök-
unar fyrir hönd okkar beggja
fyrir að hafa „tekið til“ í garð-
inum þeirra. Einnig man ég hvað
okkur þótti gaman að gista hvor
hjá öðrum, vaka eins lengi og við
gátum og stundum stálumst við
til að fara út um nóttina þegar
allir voru sofnaðir. Það endaði
tvisvar sinnum með því að lög-
reglan kom okkur aftur í rúmið,
foreldrum okkar til mikillar
ánægju.
Ég get endalaust haldið áfram
að rifja upp skemmtilegar sögur
af okkur frændunum. Skemmti-
legar og fyndnar stundir frá
barnæsku, hljómsveitaræfing-
um, veiðitúrum og djammi. Þessi
augnablik eiga eftir að vera mér
minnisstæð alla tíð. Ég vil þakka
þér fyrir tímann sem við áttum
saman og er feginn því að við
komum af tilfinningasamri fjöl-
skyldu og vorum óhræddir við að
tjá væntumþykju hvor í annars
garð þegar tækifæri gafst til.
Takk fyrir að hafa verið til, lit-
ríkari karakter er ekki hægt að
finna.
Ég mun sakna þín og elska
alla tíð. Þinn frændi,
Maron Baldursson.
Elsku Helgi okkar, við trúum
því ekki að þú sért farinn frá
okkur, við minnumst þín með
þinn glaðlega hlátur og brosið
þitt. Við erum svo þakklát fyrir
að hafa kynnst þér og fengið að
fylgjast með þér, hvað þú ert bú-
inn að vera hamingjusamur.
Þú gerðir Jónínu og Emilíu
svo hamingjusamar og viljum við
þakka þér fyrir að fylgjast svona
vel með þeim. Þú munt alltaf
eiga stað í hjarta okkar og við
elskum þig. Megi guð gefa Hilm-
ari Þór og fjölskyldu þinni styrk
á þessum erfiða tíma.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Sigríður S. (Didda), Valgeir
og fjölskylda.
Við minnumst Helga Baldurs.
Hann kvaddi okkur of fljótt en
góðar minningar sitja eftir í
hjörtum okkar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Við lofum að halda vel utan
um Hilmar Þór fyrir þig.
Hvíldu í friði.
Árdís og Andri Jón.
Ég kynntist Helga Baldri
þegar hann kom í litla bekkinn
okkar í Heiðarskóla. Helgi féll
vel inn í hópinn í bekknum og
skólanum, sennilegast vegna
þess að innst inni var hann svei-
talúði eins og við hin. Það var
klárlega mikill styrkur fyrir
okkur að fá tónlistarmann í hóp-
inn, hann að minnsta kosti hjálp-
aði okkur að lúkka þokkalega vel
þegar við sungum danskt lag eft-
ir Kim Larsen á skólaskemmt-
un. Með Badda á gítarnum leit
þetta betur út hjá okkur og
hljómaði bara nokkuð vel, held
ég. Svo minnir mig að við höfum
tekið fleiri slagara á skemmtun-
um með Helga í frontinum,
sennilega það næsta sem ég
kemst því að vera í hljómsveit,
næstum eins og að vera með
Adda Fannari í hljómsveit.
Helgi nældi sér í sætustu
stelpuna í bekknum og hann
fékk pínulítið að heyra það frá
okkur strákunum þegar hann
minnkaði hangsið með okkur.
2005 eignuðust þau strák en
sama ár eignaðist ég minn gutta.
Við Helgi ræddum stundum
pabbahlutverkið og fylgdumst
hvor með öðrum í þeim málum í
nálægð og úr fjarlægð. Það er á
kristaltæru að einn daginn verð
ég skrýtni gamli karlinn í augum
Hilmars og tek spjallið við hann
og deili með honum einhverjum
af þeim góðu sögum sem ég á af
pabba hans.
Við Helgi unnum lengi á sama
stað og þar skapaðist ný tenging
og ég kynntist Helga á nýjan
hátt. Ég og fleiri vinnufélagar
eigum magnaðar sögur og minn-
ingar af honum frá Grundar-
tanga, en samnefnari fyrir þær
allar er að hann var alltaf kátur
og til í sprellið. Í baðhúsinu í
byrjun eða lok vinnudags var af-
skaplega gaman og hressandi að
rekast á hann, það byrjaði eða
endaði daginn vel fyrir mann.
Helgi var afskaplega
skemmtilegur vinur og hafði
þann dýrmæta eiginleika að
koma manni í gott skap. Ég mun
minnast hans með gleði og
hressleika, hann mun halda
áfram að koma mér í gott skap
þótt hann sé farinn.
Hilmari Þór, Hafsteini, Guð-
nýju og fjölskyldu Helga vil ég
votta mína dýpstu samúð.
Hvíl í friði vinur.
Benedikt Steinar
Benónýsson.
Strax og Helgi kom í Heiðar-
skóla haustið 1996 urðum við
miklir vinir, við vorum líka ná-
grannar í sveitinni og hittumst
oft. Við áttum vel saman hvað
varðar tónlistarsmekk og vorum
alltaf með eitthvað á fóninum
þegar við hittumst. Helgi var
líka mjög góður á gítar og þurfti
hann ekki annað en að heyra lag
einu sinni í útvarpinu þá hljóp
hann, sótti gítarinn og spilaði
það óaðfinnanlega.
Það var gaman að fylgjast
með honum spila. Sumarið þegar
við vorum nýorðnir 15 ára var
Helgi mikið heima á Bakka.
Hann hafði töluverðan áhuga á
hestum á þessum tíma og náði
hann að smita mig af hesta-
mennskunni.
Þetta sumar keyptum við
Helgi saman bíl, það var forláta
Skoda með vélinni aftur í og ste-
reókassettutæki.
Bílinn fengum við fyrir kassa
af bjór og eftir þetta var mikill
reykur á vegum Melasveitarinn-
ar hvort sem það var vegna ryks
af veginum eða af því það sauð
alltaf á bílnum í öllum hama-
ganginum. Við vorum töffarar
þá eins og Helgi var alla tíð og
toppuðum við þetta ár svo með
því að fara til Reykjavíkur og fá
okkur tattú hjá flúrara sem
drakk bjór á meðan hann blekaði
okkur drengina.
Við hjálpuðum mikið til við
bústörfin í sveitinni, tókum í nef-
ið og stálumst í bjór hjá foreldr-
um okkar. Það var alltaf mjög
stutt í glens og grín hjá okkur en
svo komst ég að því seinna að
það var líka vel hægt að ná
Helga í alvarlegar samræður.
En svo eftir grunnskóla fórum
við Helgi svolítið hvor í sína átt-
ina eins og oft gerist, við hitt-
umst þó oft og var hann alltaf
hress og brosandi.
Árið 2011 byrja ég að vinna
hjá sama fyrirtæki og Helgi
hafði unnið hjá í nokkur ár, við
vorum reyndar hvor á sinni
vaktinni þar til 2012 en þá var
hann færður á sömu vakt og ég.
Það var gaman að fá hann til
okkar og lyfti hann heldur betur
upp fjörinu á vaktinni, alltaf
hress og með frábæra frasa eins
og t.d. „pikkanáenni“, sem er
frægur frasi innan Elkem. Það
hafði heldur ekki breyst að hann
vildi hafa tónlist í gangi á öllum
tímum sólarhringsins. Það var
gott að vinna með Helga og ef
það var eitthvert vesen í gangi
hjá manni var hann alltaf fyrstur
á staðinn til að hjálpa.
Helgi átti það til að ræða við
mig um strákinn sinn hann
Hilmar, það skein af honum
stoltið þegar hann talaði um
hann og það er deginum ljósara
að hann elskaði hann út í eitt. Í
september 2014 fór Helgi svo í
aðra vinnu.
Ég hitti hann af og til eftir það
og var svo heppinn að hitta hann
aðeins um tveimur vikum áður
en hann fór frá okkur, þá var
hann svo ótrúlega brattur að ég
ætlaði varla að trúa því og það
var stutt í brosið. Það er augljóst
að hann var mikill baráttumaður
og hetja allt til enda.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér og þekkja
Helgi minn og svo sárt að missa
þig svona snemma.
Þinn vinur,
Árni Geir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut
(Valdimar Briem)
Hvíldu í friði elsku vinur.
F.h. árgangs ’84 Heiðarskóla,
Sigurbjörn Gíslason.
Helgi Baldur
Jóhannsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku Helgi Baldur,
mikið er sárt að horfa á eft-
ir þér. Illvígur sjúkdómur
sigraði að lokum og á mað-
ur erfitt með að sætta sig
við að ungur maður í blóma
lífsins skuli vera tekinn í
burtu frá ástvinum sínum.
Við þökkum þér fyrir sam-
veruna og biðjum góðan
Guð að blessa og styrkja
alla ástvini þína.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Hvíldu í friði kæri vinur.
Anna Lilja, Engilbert
(Berti) og fjölskylda.
Ástkær systir okkar og frænka,
GÍSLÍNA SIGURBJÖRG KAUFFMAN,
Lorain,
Ohio,
lést fimmtudaginn 12. mars.
Jarðarförin hefur farið fram.
.
María J. Guðmundsdóttir,
Brynjólfur Guðmundsson
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUNNHILDUR BERGMANN
BENEDIKTSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést fimmtudaginn 12. mars.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
.
Ómar Bergmann Lárusson,
Valgerður Olga Lárusdóttir, Bjarni E. Gunnarsson,
Benedikt Gunnar Lárusson, Guðbjörg Baldursdóttir,
Eðvarð Rúnar Lárusson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Okkar ástkæra,
ANNA BJÖRG SVEINSDÓTTIR,
Valdastöðum,
Kjós,
lést föstudaginn 13. mars á
Landspítalanum við Hringbraut.
.
Ólafur Helgi Ólafsson,
Þórdís Ólafsdóttir,
Ólafur Geir Ólafsson,
Sigrún Ólafsdóttir, Matti Kallio,
Eva Þórhildur Kallio,
Sveinn Jóhannsson, Geirlaug Sveinsdóttir,
Jóhann Sveinsson, Hafdís Guðmundsdóttir,
Bjarni Ágúst Sveinsson,
Ólafur Þór Ólafsson, Þórdís Ólafsdóttir.