Morgunblaðið - 17.03.2015, Page 31

Morgunblaðið - 17.03.2015, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Nú kveðjum við elskulegan sam- starfsfélaga okkar og vin, Svein Pálmason eða Svenna eins og við vorum vön að kalla hann. Þegar litið er til baka eru minningarnar ótelj- andi. Og ótrúlegt en satt þá fylgja þeim mikil gleði og hlátur en þó í bland örlítil alvara. Starfsárin í Kertaverksmiðjunni Heimaey telja tuttugu og eitt ár og hafa margir verið það lánsamir að hafa unnið við hlið Svenna stóran hluta af þessum Sveinn Pálmason ✝ Sveinn fæddist17. desember 1949 í Vestmanna- eyjum. Hann lést 23. febrúar 2015. Útför Sveins fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 7. mars 2015. árum á meðan aðrir hafa starfað samhliða honum styttra. En það er ekki árafjöld- inn sem telur heldur þau spor sem Svenni okkar markaði í hjörtu okkar. Því Svenni okkar var ekki bara yfirmaður í okk- ar augum heldur einn- ig vinur og sumum meira að segja föður- ímynd. Já, þannig var það nú bara, það var hægt að leita til Svenna með allt, sama hvað. Góðmennska hans og gæska einkenndi allt sem hann gerði. Ofarlega í minningu okkar allra eru skemmtilega prakkaralegu afmæliskortin sem hver og einn fékk við hvern afmælisdag, bryggjurúnt- arnir og dásamlega kaffispjallið sem endaði oft með að einum konfekt- mola var laumað með. Það er því al- veg óhætt að segja að missirinn er mikill. En minningarnar eru marg- ar og skemmtilegar og koma þær til með að fylla upp í það tómarúm sem nú er á skrifstofunni. Minning- arnar um Svenna okkar, minningar um gleðina, hláturinn, svarta húm- orinn og góðmennskuna. Það er því við hæfi að láta lítinn textabút fylgja því hann segir svo margt: Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. Skrítið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig, þarf ég bara að sitja og hugsa um þig þar er eins og að losni úr læðingi lausnir, öllu við. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Fyrir hönd starfsmanna Kerta- verksmiðjunar Heimaeyjar sendi ég systkinum Svenna og öðrum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning Svenna er ljós í lífi okkar. Þóranna Halldórsdóttir. Óðum steðjar að sá dagur, afmælið þitt kemur senn. Lítill drengur, ljós og fagur lífsins skilning öðlast senn. Vildi ég að alltaf yrðir við áhyggjurnar laus sem nú en allt fer hér á eina veginn: Í átt til foldar mjakast þú. Ég vildi geta verið hjá þér veslings barnið mitt. Umlukt þig með örmum mínum. Unir hver við sitt. Oft ég hugsa auðmjúkt til þín einkum þegar húmar að. Eins þótt fari óravegu átt þú mér í hjarta stað. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Hvíldu í friði elsku vinur. Pabbi. Unnar Ingi kom inn í fjöl- skyldu okkar fyrir nokkrum ár- um þegar þau Steinunn, dóttir okkar, rugluðu saman reytum. Lengi vel bjuggu þau í kjallaran- um hjá okkur. Í ágústmánuði Unnar Ingi Heiðarsson ✝ Unnar IngiHeiðarsson fæddist á Sjúkra- húsinu á Akureyri 15. júní 1990. Hann lést 19. febrúar 2015. Útför Unnars Inga fór fram frá Akureyrarkirkju 6. mars 2015. 2012 fæddist þeim lítill gullmoli, Be- noný Ingi. Unnar var stoltur af litla gleðigjafanum og var honum góður pabbi alla tíð. Okkur er sérlega minnis- stætt eitt atvik þeg- ar Benoný litli gisti hjá okkur á efri hæðinni, en um miðja nótt vöknuð- um við og pjakkurinn var ekki í rúminu. Við fengum næstum taugaáfall og leituðum að honum og fundum hann liggjandi ofan á pabba sínum steinsofandi! Be- noný var alltaf hændur að pabba sínum og leitaði mikið til hans. Unnar hafði mikinn áhuga á íþróttum og var enski boltinn of- arlega á blaði eins og hjá tengda- pabba. Vandamálið var hins veg- ar það að þeir héldu hvor með sínu liðinu, Man Utd og Liver- pool! Oft voru skemmtilegar stundir þeirra í milli, sérstaklega þegar annað liðið tapaði. Unnar rauk niður eftir tapleiki Utd og tengdó rauk inn í tölvuherbergi ef Lpool tapaði! Unnar var einnig mjög áhugasamur um skart- gripagerð tengdamóður sinnar og hvatti hana óspart áfram í þeim efnum. Unnar var frábær kokkur og mjög hjálpsamur. Hann eldaði einn besta kjúkling sem við höfum borðað á þessu heimili. Það var okkur mikið áfall að fá hringingu að morgni 19. febrúar og okkur tilkynnt að þú værir lát- inn. Það eru ótal minningar sem koma upp og sár söknuður nístir hjarta okkar vitandi það að við sjáum þig ekki aftur í þessu lífi. Vissulega var líf þitt ekki dans á rósum og við hefðum viljað geta gert svo miklu meira. Þú skildir eftir þig yndislegan gullmola sem verður vel hugsað um. Elsku Unnar, hvíldu í friði. Við sendum Siggu, Heiðari, Magga og öllum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Pálrún, Þorsteinn og fjölskylda. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Unnar Ingi. Við biðjum Guð að geyma þig og vaka yfir öllum ástvinum þín- um. Ingimar, Rúnar, Sonja, Kjartan, Lilja og Ingibjörg. Elsku Unnar. Við þökkum fyrir ánægjulegar stundir og vitum að nú líður þér vel í faðmi engla. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Minning þín lifir. Við sendum Siggu, Heiðari, Magga og ættingjum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Elín og Dúna. Nú er Stína amma, eða Stína á Sigurðarhúsinu, horfin frá okkur. Þegar horft er til baka er margs að minnast. Afi og amma strituðu myrkranna á milli til að fjölskyldan hefði nóg að bíta og brenna. Aldrei féll verk úr hendi og allt vannst hratt og vel. Alltaf var gestum og gangandi tekið vel og borðið hlaðið bakkelsi hvenær sem maður kom í heim- sókn. Þó mikið væri að gera þá hafði hún alltaf tíma til að sinna barnabörnunum. Eldhúsið var miðpunkturinn. Fram var töfrað Kristín Pétursdóttir ✝ Kristín Péturs-dóttir fæddist 21. maí 1924. Hún lést 8. febrúar 2015. Útför Krist- ínar fór fram 13. febrúar 2015. supl, kleinur, súkku- laðisnúðar, hafra- kex, ís með korn- flexi, fiskibollur, fuglabuff og svo mætti lengi telja. Eitt af því sem lifir sterkast í minning- unni er hvernig amma sönglaði þeg- ar hún vann. Það skapaði einhvern veginn öryggi og hugarró. Þá fann maður fyrir vissu um að maður var hjá ömmu sinni sem gat lagað allt og bætt. Hún var dugleg að setjast niður með okkur, grípa í spil, fara með vísur og syngja. Amma hafði þann einstaka hæfileika að þurfa ein- ungis að heyra lag eða ljóð einu sinni til að muna það orðrétt og geta farið með. Oftsinnis höfum við furðað okkur á textafjöldanum sem hún kunni utanbókar. Hún var óþreytandi við að kenna barnabörnunum ný lög. Þó spurt væri um textann við „Halldór og ég“ í hundraðasta skipti þá mætti manni sama þolinmæðin og ástin. Við minnumst ömmu sem öfl- ugrar og ástríkrar konu sem setti hag annarra fram fyrir sinn eigin. Hún kenndi okkur að fara ekki í manngreinarálit, sýna æðruleysi, náungakærleik og hlúa að fjöl- skyldunni og þeim sem minni- máttar voru. Ýmsir sem við kynnumst í lífinu marka djúp spor og móta afstöðu manns og stefnu í lífinu. Stína amma var án nokkurs vafa slík manneskja í okkar lífi og einstök fyrir alla þá sem henni kynntust. Kærar þakkir, elsku amma, fyrir allan þann tíma sem við átt- um með þér og allt sem þú kennd- ir okkur. Barnabörnin, Fjölnir, Pétur Steinn og Herdís Hulda Guðmannsbörn. Mikið átti ég, sem ungur dreng- ur, nú gott að fá að vera hjá þér og afa á sumrin. Ufsaveiðar á bryggj- unni, marhnútaveiðar undir bryggjunni, þorskveiðar á firðin- um og krossfiskveiðar í fjörunni. Frelsið var algert sem og traustið. Margar stundir sat ég og horfði aðdáunaraugum á þig, er þú varst inn í eldhúsi. Þar var amma Stína í essinu sínu. Syngjandi, bakandi, hrær- andi, eldandi, óstöðvandi. Minnis- stætt var þegar þú komst úr búrinu einn daginn og sagðir hátt og snjallt; ég get svarið það Valdi, ef ég er ekki með svuntuna þá finnst mér ég vera nakin. Þú varst sennilega heimsins besti rommí- spilari og alltaf svo jákvæð og sanngjörn. Ótal minningar á ég um þig sem allar eru á einn veg. Þú gerðir heiminn svo sannarlega betri. Skilaðu kveðju til allra sem mér þykir vænt um. Þinn Þorvaldur (Valdi). Elsku þakkir ástvinanna orð á vör ei túlkað fá er stíga hljótt í himna hæðir helgum bænar vængjum á. Við biðjum góðan Guð að launa gæðin öll og þína tryggð þeim ástkær minning um þig lifi aldrei gleymsku hjúpi skyggð. Falin sértu frelsaranum frjáls í náðarörmum hans hljótir þú um eilífð alla ástargjafir kærleikans. Hann sem gaf þér styrk að stríða stranga gegnum sjúkdóms raun veiti þér á ljóssins landi lífsins dýrð og sigurlaun. Elsku Stína mín. Hjartans þakkir fyrir alla þína ást og hlýju og umhyggju gagnvart mér og mínu fólki alla tíð. Að lokum vil ég segja þetta: Við minninganna yl skal ég orna huga minn og alltaf mun þar hátt bera glaða svipinn þinn. Þú hefur staðist prófið og sigrað hættur og hel á himinbrautum lífsins. Ég kveð þig, farðu vel. Með ástarkveðju, þín einlæg Vilborg Guðrún Friðriksdóttir. Ástkæra eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK AXELSDÓTTIR lögg. sjúkraþjálfari, Lundi 3, Kópavogi, lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 12. mars. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 19. mars kl. 13. . Sigurjón Sigurðsson, Lárus Axel Sigurjónsson, Katrín Ösp Gústafsd., Bjarki Sigurjónsson, Guðrún Erla Hilmarsd., Ágústa Jóhanna Sigurjónsdóttir, Helgi Guðlaugsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SALÓME JÓNSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. mars kl. 13. Jarðsett verður að Undirfelli. . Theodóra Reynisdóttir, Grímur Jónasson, Valgerður Reynisdóttir, Gísli Úlfarsson, Sara Lind Gísladóttir, Salóme Gísladóttir, Rakel Grímsdóttir, Salóme Grímsdóttir. Okkar elskulegi, BOGI PÁLSSON, Beingarði, Skagafirði, lést laugardaginn 7. mars. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 21. mars kl. 11. Jarðsett verður í Rípurkirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, . Stefanía Birna Jónsdóttir. Andlát Pálma Viðars kom mér ekki mjög á óvart, hann hafði átt við erfið veikindi að stríða undanfar- in ár, tíðar ferðir á sjúkrahús bentu til alvarleika veikindanna og tel ég að þar hafi komið líkn með þraut er yfir lauk. Pálmi Við- ar var offsetprentari að mennt og starfaði sem framleiðslustjóri hjá Umbúðamiðstöðinni sem staðsett var við Kleppsveg hér í borg. Þetta var umfangsmikið fyrir- tæki sem hannaði og prentaði mestan hluta umbúða unnins sjávarfangs frystihúsa á landinu og var í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, þess stóra út- flutningsfyrirtækis. Við kynnt- umst fyrir rúmum fjörutíu árum, hann starfandi hjá þessu fyrir- tæki og ég með framleiðslufyrir- tæki á vegum Sláturfélags Suð- urlands. Ekki man ég nákvæmlega hvernig við kynnt- umst en nálægt þessum kynnum var æskufélagi minn, Jón Svan, sem rak og rekur sína eigin prentsmiðju og einnig kom þar að Páll Vígkonarson prentmynda- gerðarmaður sem rak sitt fyrir- tæki Myndamót. Ég geri ráð fyr- ir að þeir félagar mínir hafi verið búnir að kynnast nokkru áður enda tengdust þeir allir prentiðn- aðinum. Þessi kynni okkar áttu eftir að hlúa að áratugalangri vin- áttu sem var mjög ánægjuleg. Pálmi Viðar Samúelsson ✝ Pálmi ViðarSamúelsson fæddist 20. maí 1934. Hann lést 14. febrúar 2015. Útför Pálma Viðars fór fram 26. febrúar 2015. Við stunduðum lax- veiði og komum víða við. Ekki má gleyma golfinu sem var mjög ríkur þáttur og því tengdust ferðalög bæði inn- anlands og erlendis. Þessi tími var sér- staklega skemmti- legur og koma oft í hugann skemmtileg atvik sem áttu sér stað, þar sem konurnar voru oft- ast með en lítið í veiðiferðunum. Við hjónin Birna Torfadóttir átt- um þó nánara samband við Pálma Viðar og konu hans Ingveldi Finnbogadóttur, bjuggu fjöl- skyldur okkar báðar í Kópavogi og var samgangur nokkuð mikill. En svo komu áföllin, ég missi Birnu mína langt fyrir aldur fram árið 1991 og tíu árum síðar missir Pálmi Viðar sína konu, Ingveldi, árið 2001. Þessi áföll röskuðu miklu og ég tel að Viðar hafi misst lífsakkeri sitt ef svo mætti að orði komast. Inga var svo stór þáttur í lífi þeirra enda mann- kosta kona. Þau höfðu selt hús sitt í Reynihvammi og keypt sér glæsilega íbúð í háhýsi við Núpal- ind og komið sér vel fyrir er Inga lést. Þau eignuðust þrjú mann- vænleg börn, Írisi sem er elst, Hildi og Snorra. Það má segja að gangur lífsins sé svipaður hjá okkur flestum þegar kemur að því að kveðja þessa jarðvist, þó sárast sé að sjá eftir ungu fólki í blóma lífsins, þá er huggun harmi gegn þegar heilsan er farin, þá er líknin best. Ég votta börnum þeirra hjóna, barnabörnum og nánustu ætt- ingjum samúð mína. Ásgeir Nikulásson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.