Morgunblaðið - 17.03.2015, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
Frægð „Les Six“, sexmenn-ingahópsins franska fránýklassísk-postimpress-jónískum fyrri hluta 20.
aldar, virðist hvað íslenzkan flutn-
ing varðar orðum aukin. Alltjent
hefur aðeins tvö verk hans borið
fyrir mín starfseyru undanfarin 20
ár – Pacific 231 eftir Honegger
(marz 2005) og tríó eftir Tailleferre
(jan. 2008). Var því vissulega kom-
inn tími til nánari kynna sl. sunnu-
dag, enda varð aðsóknin til marks
um það.
Kannski bætti úr skák á yfir-
standandi veðravítavetri að tónleik-
arnir kváðu að sögn auglýstir sem
,skemmtitónleikar‘. Hvað sem hæft
er í því, þá stóð hitt heima að verkin
voru undantekningarlaust hin ljúf-
ustu undir hlust og oft það sprikl-
andi af gallískum gáska að ríflegur
heildartíminn (nærri 2½ klst.) leið
hjá sem miðevrópskur sunnanbyr.
Hafi viðburðurinn verið styrktur af
franska sendiráðinu, líkt og upp-
hafsávarp sendiherrans bar með
sér, þá féll það fé í frjóan svörð.
Eina eiginlega samstarfsverk
Sexmenninga, L’Album des Six [11’;
ekki tímasett í tónskrá en frá stofn-
ári hópsins, 1920] var fyrst á skrá;
sex stutt píanóverk eftir hvern sinn
félaga og snöfurlega leikin af Ástríði
Aldísi Sigurðardóttur. Þekktasta
stykkið var nr. 5, Vals Poulencs –
kannski full hraðskreiður í túlkun
fyrir smáatriðin.
Georges Auric átti þá píanósex-
tett frá 1924 um Marlborough mar-
skálk úr Spænska erfðastríðinu
[12’]. En þó maður biði árangurs-
laust eftir þekkta flökkuþjóðlaginu
sem við hann er kennt (og Björn Th.
Björnsson kynnti eftirminnilega í
„Á hljóðbergi“í RÚV á 7. áratug),
þá gutlaði víða á gáska í þáttunum
fimm – og tærri ómfegurð í nr. 4, Le
haut de la Tour.
Næst kom að 11 örstuttum þátt-
um úr „Skepnubálki“ [La Bestiaire,
12’] Louis Durey fyrir kammersveit
frá 1919/58 við satírísk ljóð Apoll-
inaires er Bergþór Pálsson söng
með virkt, þótt honum tækist betur
upp í Poulenc-verkinu eftir hlé.
Síðan var þríþættur Concertino
fyrir píanó og hljómsveit [12’] frá
1924 eftir hinn svissneska Arthur
Honegger þar sem Anna Guðný
Guðmundsdóttir sá um vandaðfinn-
anlegan en þó frekar tilþrifalítinn
einleik. Honegger reyndist óm-
stríðasti höfundur kvöldsins, en að
mínu viti líka langdregnastur –
þrátt fyrir skamma tímalengd.
Seinni hálfleikur hófst með kostu-
legu sexþættu kammersveitarverki
eftir Francis Poulenc frá 1932 við
ljóð eftir Max Jacob, La Bal masqué
eða Grímudansleik [18’]. Kýldi þar
Bergþór á húmorinn með þvílíkum
krafti og snerpu á milli ósunginna
kafla að skegg námu að hrista og
skör að dýja við frussfreyðandi
hljómsveitarleik. Sennilega há-
punktur kvöldsins.
Germaine Tailleferre náði aðeins
að mynda þokkafulla milliandrá,
sumpart á vængjum nýbarokks,
með síðbúinni Sinfóníettu sinni [14’]
frá 1974 fyrir trompet, pákur og
strengjakvintett (raunar skipaðan 9
strengjum) við prýðilegan einleik
Eiríks Arnar Pálssonar áður en
bullsjóðandi ragtimeskotin kjöt-
kveðjumúsík Dariusar Milhauds, Le
Boeuf sur la toit [19’] frá 1920
keyrði allt í lokabotn undir mark-
vissri stjórn Mehmarzadehs svo
stundum mætti halda sig staddan í
rauðluktahverfi Storyvilles vestur í
New Orleans. Sannkallað fjörefna-
fóður í tónum talið.
Fjörefnafóður Sexmenninga
Morgunblaðið/Golli
Á æfingu Kammersveit Reykjavíkur í Hörpu föstudaginn sl. Í forgrunni eru
Ástríður Alda Sigurðardóttir og Pejman Memarzadeh.
Norðurljós í Hörpu
Kammertónleikar bbbmn
Les Six: L’Album des Six. Auric: Marl-
bourough s‘en va t’en Guerre. Durey:
Þættir úr Le Bestiaire. Honegger: Con-
certino fyrir píanó og hljómsveit. Taille-
ferre: Sinfonietta fyrir trompet, pákur
og strengjakvintett. Poulenc: Le Bal
masqué. Milhaud: Le Boeuf sur le Toit.
Bergþór Pálsson barýton, Ástríður A.
Sigurðardóttir og Anna G. Guðmunds-
dóttir píanó ásamt Kammersveit
Reykjavíkur. Stjórnandi: Pejman Mem-
arzadeh. Sunnudaginn 15.3. kl. 17.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
AF TÍSKU
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Reykjavík Fashion Festival,hin árlega tískuhelgiReykjavíkur, var haldin í
sjötta sinn um nýliðna helgi í Norð-
urljósasal Hörpu. RFF hefur vaxið
fiskur um hrygg jafnt og þétt og 2015
árgangurinn var í einu orði sagt
geysiþéttur. Undirritaður hafði ekki
tök á að sitja allar sex sýningarnar í
ár en náði fjórum þeirra og er enn að
kinka kolli með sjálfum sér yfir því
hversu vel tókst til. Þetta var vel að
verki staðið.
Á föstudagskvöldið var blés
JÖR, undir forsæti Guðmundar Jör-
undssonar að vanda, til sýningar
undir yfirskriftinni „Dreizehn“ sem
var vel til fundið enda bar sýning-
arkvöldið upp á föstudaginn þrett-
ánda. Eins og vant er gerir Guð-
mundur lítið af því að sýna á sér
mjúku hliðina en gerði þeim mun
meira af hreinum töffaraskap. Drei-
zehn var myndarleg lína, taldi alls 32
innkomur og þrátt fyrir að JÖR gefi
engan afslátt af sinni listrænu sýn
var langstærstur hluti línunnar afar
klæðilegur og tilbúinn til notkunar.
Nokkur „showpiece“ eintök fylgdu
með til að krydda stemninguna en
ítrekaðar tilvísanir í „goth“ og „bon-
dage“ komu ekki í veg fyrir klæði-
leikann. Til að undirstrika töffara-
skapinn voru módelin öll hin
alvarlegustu að sjá, sum jafnvel ógn-
vekjandi, og augnmálningin hefði vel
passað fyrir Alex DeLarge 21. ald-
arinnar. Hvítur, stuttur, tvíhnepptur
herrafrakki gladdi augað, skósíður
kjóll úr gráu flanneli var framúrskar-
andi og allt teinótt sem kom fram á
pallinn var mjög vel gert. Feikisterk
lína og styrkir JÖR enn í sessi sem
leiðandi afl hér á landi. Ég hlakka
samt til að sjá hann spreyta sig á lit-
um – kannski næst?
Á laugardeginum opnaði Ýr
Þrastardóttir daginn með sýningu
undir merki sínu, Another Creation.
Skemmst er frá því að segja að sýn-
ingin var hreinasta bomba þar sem
hver girndargripurinn rak annan í
mergjuðum kokteil af kvenleika og
hörku. Gyllt áprentuð mynstur virk-
uðu eins og sannkölluð Mídasar-
snerting því allt sem skartaði þeim
var gullfallegt – bókstaflega og
minnti á Metropolis-vélmenni Fritz
Lang. Mjög töff að tefla því fram á
fatnaði sem dró frábærlega fram
kvenlegar línurnar. Ýr takmarkaði
litapallettuna við svart, hvítt, gyllt og
Tískuhátíð í bæ
Morgunblaðið/Styrmir Kári
beige en það var aldrei dauður
punktur í rennslinu. Svartur og gyllt-
ur bomber-jakki yfir hvíta skyrtu og
svart pínupils var fáránlega kyn-
þokkafull samsetning, hvíti biker-
jakkinn með skinnermunum var
virkilega flottur og pelsarnir einkar
glæsilegir. Annars er óþarfi að tína
eitthvað sérstakt til því línan var
nánast öll einn stór smellur. Bravó!
Aðgengileg Scintilla
Linda Björg Árnadóttir fer fyrir
Scintilla og átti óvænt og fallegt út-
spil; heila línu af klæðilegum og að-
gengilegum fatnaði í ljómandi past-
ellitum. Sýningin hefði allt eins mátt
heita „Marilyn stingur af í helgarferð
til Parísar“ því módelin voru öll með
aflappaður platínuhárkollur à la frk.
Monroe. Linda er eldri en tvævetur í
bransanum og reiddi fram línu sem
logaði af lágstemmdri munúð án þess
að grípa til ódýrra meðala eins og að
gera toppana óþarflega flegna. Þokk-
inn var áreynslulaus og línan um leið
laus við alla tilgerð og það var meist-
aralegt stílbragð að spila svart/
hvítröndóttum buxum við past-
eltoppa og -peysur. Þrílitu sokkabux-
urnar verða líka sumarsmellur, það
blasir við. Frábær lína og svo gaman
að sjá liti!
Magnea Einarsdóttir og Sigrún
Halla Unnarsdóttir sýndu undir
merkinu Magnea og hjá þeim voru
prjónaefni í aðalhlutverki. Það þarf
alltaf ákveðið innsæi til að tefla sam-
an bláum og appelsínugulum lit og
það gerðu þær stöllur afskaplega vel.
Hnésíðir prjónakjólar voru hver öðr-
um fallegri en mussur, kápur og
skokkar voru helst til margir sniðnir
í hálfgert „anti-fit“. Dökki samfest-
ingurinn með bláu stroffunum var
hörkuflottur og það sem þær sýndu
úr bláu kaðlaprjóni sem og ljósu,
þykku yfirhafnirnar myndu vafalaust
rjúka út. Ég er ekki eins sannfærður
um indigó-bláu pokamussurnar.
Allt í allt frábærlega vel fram-
leidd og skemmtileg helgi, öllum til
sóma.
» Til að undirstrikatöffaraskapinn voru
módelin öll hin alvarleg-
ustu að sjá, sum jafnvel
ógnvekjandi, og augn-
málningin hefði passað
fyrir Alex DeLarge 21.
aldarinnar.
Morgunblaðið/Golli
Töff Línan Dreizehn frá JÖR var
ljónhörð og klæðileg í senn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kvenleiki Scintilla sýndi pastellitaða línu, fulla af aðgengilegum og fal-
legum flíkum. Yfirbragðið var í senn afslappað og kynþokkafullt.
Bomba Another Creation
sýndi frábærlega vel
heppnaða línu þar sem
hver girndargripurinn rak
annan. Þessi mót-
orhjólajakki var meðal há-
punkta.