Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2015, Page 22
Þ ví lengur sem við lifum þeim mun meiri líkur á elliglöpum. Af aragrúa kvilla sem fylgja háum aldri óttast margir elliglöpin mest. Rannsóknir sýna að einn af hverj- um sex glímir við þennan kvilla eftir áttrætt, það er skerðingu á starfsemi heilans, oftast minnistap. Nýlegar bandarískar rannsóknir benda til þess að vísindamenn hafi mögulega fundið ástæðu ellig- lapa en lækning er eigi að síður ekki í sjónmáli. Fyrirhyggja er því ennþá besta leiðin. En í hverju felst hún? Ný rannsókn sem hið virta lækna- tímarit Lancet birti fyrr í þessum mánuði bendir til þess að offita verji fólk fyrir elliglöpum. Það er þvert á fyrri rannsóknir sem bent hafa til þess að fólk sem glímir við offitu sé lík- legra til að þjást af sykursýki, háum blóðþrýst- ingi og hafa hátt kólesterólmagn í blóðinu. Allt hefur þetta verið talið auka líkurnar á elliglöpum. Lancet kynnti sér gögn tveggja milljóna manna í áratug og skoðaði samhengi milli lík- amsþyngdar og elliglapa. Nið- urstöðurnar komu á óvart. „Það að vera of léttur á miðjum aldri og í ellinni eykur líkurnar á ellig- löpum yfir tvo áratugi. Nið- urstöður okkar eru á skjön við kenninguna um að offita á miðjum aldri auki hættuna á elliglöpum á efri árum,“ segir í skýrslunni. Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og umtal í fræðasamfélag- inu. Og verið gagnrýndar. Þannig segir bandarískur vísindamaður, Deborah Gustafson, samhengið milli líkamsþyngdar og elliglapa mjög flókið. „Það að vera of þungur á miðjum aldri (30 til 60 ára) eykur líklega hættuna á elli- glöpum seinna á lífsleiðinni. Þegar elliglöpin byrja léttist fólk á hinn bóginn gjarnan,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir henni. Það má því kannski segja að það borgi sig að vera hvorki of léttur né of þungur á miðjum aldri. Dr. Doug Brown, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Alz- heimers-samfélaginu, segir þessa nýju rannsókn ekki breyta neinu varðandi sínar áherslur. Áfram verði mælt með fernu til að draga úr hætt- unni á elliglöp- um: Hreyfingu, reykleysi, hollu mataræði og að hugsa vel um hjartað. Rann- sókn, sem náði til þrjú þúsund manna, 35 ára og eldri, bendi til þess að regluleg hreyfing sé lang- líklegust til að draga úr hættunni. Þá erum við að tala um göngu- ferðir í þrjátíu mínútur á dag, fimm daga vikunnar, eða sam- bærilega æfingu. Offita og hreyfing: Besta meðalið við elliglöpum? Getty Images HVAÐ KEMUR Í VEG FYRIR ELLIGLÖP? Bjargar þyngd- in minninu? NÝ RANNSÓKN, SEM HERMT ER AF Í LÆKNABLAÐINU LANCET, BENDIR TIL ÞESS AÐ OFFITA VERJI FÓLK FYRIR ELLIGLÖPUM. ÞETTA ER Á SKJÖN VIÐ FYRRI KENN- INGAR. EN ER HÆGT AÐ FYRIRBYGGJA ELLIGLÖP MEÐ EINHVERJUM HÆTTI? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Minnisglöp fylgja gjarnan háum aldri. *Rannsókn, semnáði til þrjúþúsund manna, 35 ára og eldri, bendir til þess að regluleg hreyfing sé lang- líklegust til að draga úr hættunni. Heilsa og hreyfing Hreyfing ofar öllu AFP Thomas Jefferson *Kim Kardashian, frægðarfljóð, og ThomasJefferson, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, eigaþað sameiginlegt að hafa verið mikið áhuga-fólk um hreyfingu. Jefferson var á því aðbetra væri að hreyfa sig en lesa, þar semheilsan væri mikilvægari en að læra eitthvaðnýtt. Mottó Kardashian á hinn bóginn er að tala ekki bara um að hreyfa sig heldur gera það í raun og veru. Enga leti! segir hún. HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS Ef fleiri en einn í fjölskyldunni kaupa sér hjól þá eykst afslátturinn (gildir líka fyrir ný hjól) Þegar þú verslar fyrir 75.000 eðameira getur þú dreift greiðslunni vaxtalaust í allt að 6mánuði* Allir semkaupa hjól í apríl fyrir kr. 60.000 eða meira fá kaupauka að verðmæti 6.000 kr. *L ét tg re ið sl ur . Þú gr ei ði re ng a ve xt ie n 3, 5% lá nt ök ug ja ld er af up ph æ ði nn io g 34 0 kr .g re ið sl ug ja ld vi ð hv er n gj al dd ag a. FJÖLSKYLDUDÍLLINN FLEIRIHJÓL -HÆRRIAFSLÁTTUR LÉTTARIGREIÐSLUR -VAXTALAUST ÍALLTAÐ6MÁNUÐI KAUPAUKINN - PUMPAOGLÁS HJÓLA 20-50%AFSLÁTTUR SPRENGJA! ÞRJÁR ÁSTÆÐUR AÐ KAUPA HJÓL Í APRÍL FRÁBÆRTILBOÐÁELDRIGERÐUMAFMONGOOSEOGKROSS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.