Reykjalundur - 01.06.1961, Side 11

Reykjalundur - 01.06.1961, Side 11
AififáH $. í. B. $. Skýrsla rnn helztu viðburði og störf á ánmum 1958—1961. í>eim sem vilja kynna sér ágrip a£ starfssögu S.Í.B.S., er á það bent að Gisli Guðmundsson alþm. ritaði sögu þess um árin 1938 til 1948. Sú ritgerð birtist i 2. árgangi þessa tímarits. Annáll næstu 5 ára kom út i 7. árg. ritsins, árið 1953, og sfðan kom annáll áranna 1953—'58, í 12. árganginum, 1958. Hér kemur svo framhaldið, sem hefst á miðju ári 1958. Um fyrri hluta ársins er getið í blaðinu frá 1958. 1958: Samþykkt fjárfestingaráætlun að fjárhæð kr. 3.736.000.00. Þar af ætlað til stofnkostn- aðar að Reykjalundi kr. 2.100.000.00. Félagsmálafulltrúi sambandsins Guðmund- ur Löve sótti námskeið um þjóðfélagsmál, sem haldið var í Bommersvik við Stokkhólm, dagana 21./1.—2./8. Guðm. mætti sem boðs- gestur De Lungsjukas Riksförbund. Ágúst, 10. Félagsmálanefnd sambandsins, ásamt Árna Einarssyni frkst. falið að undir- búa stofnun öryrkjavinnustofu í Reykjavík. Ágúst, 20. Oddur Ólafsson kjörinn vara- forseti S.Í.B.S., Kjartan Guðnason, ritari og Júlíus Baldvinsson, gjaldkeri. Fulltrúar sambandsstjórnar í stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi kjörnir: Höskuldur Ágústs- son og Baldvin Jónsson, kosnir til 2ja ára. Kvikmynd S.Í.B.S. „Sigur lífsins“, með enskum texta, send próf. dr. Richard Beck í Grand Forks, sem tók að sér að kynna hana meðal Vestur-íslendinga í Bandaríkjunum og Canada. Tuberkulösförbundet í Helsinki kaupir eintak af myndinni, til hjálpar við útbreiðslu- starf sitt. Reykjalundur Tuberkulöses Hjelpeorganisasjón, Osló, hefur annað eintak að láni og hefur haft sýningar á meira en hundrað stöðum. Mynd- in sýnd víða hér á landi á árinu. Okt., 24. í tilefni 20 ára afmælis S.Í.B.S. var sjálfsvörn á Vífilsstöðum gefin 20 þús. króna gjöf, ætluð til styrktar bókasafni sjúklinga. Október. Ný félagsdeild stofnuð í Neskaup- stað, hin 11. í röðinni. Stofnendur voru 20. Formaður kjörinn, Þórður Þórðarson, verzl- unarmaður. Hreinar tekjur af Berklavarnadegi, kr. 256.233.00. Samfelld dagskrá flutt í Ríkisút- varpinu á vegum S.Í.B.S. Mikil rækt lögð við félagslega aðstoð við skjólstæðinga sambandsins, enda sú starf- semi vaxandi með ári hverju. Des., 17. Samþykktur samningur við Gísla Friðbjarnarson, um kaup á vélaverkstæði hans. Þetta eru hátíðni-rafsuðuvélar til að skeyta saman dúka og fleira úr plasti, algjör- lega ný og áður óþekkt tækni hér á landi, enda svo til ný af nálinni í heiminum. Vélar þessar ætlaðar öryrkjavinnustofu S.Í.B.S. sem unnið er við að koma á fót. Kjartan Guðnason og Gísli Friðbjamar- son fóru utan til að kynna sér nýjustu að- ferðir við framleiðslu regn- og sjófatnaðar úr plasti, með hátíðni-felldum samskeytum í stað saumaðra eða límdra. Þáttur í undir- búningi öryrkjavinnustofa. Hreinar tekjur S.Í.B.S. á reikstrarreikningi sambandsins á árinu voru kr. 3.925.593.11. 9

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.