Reykjalundur - 01.06.1961, Síða 12
Reykjalundur: Þvottafat kemur fullbúið úr vélinni
1959:
22. jan. Samþykkt reglugerð fyrir vinnu-
stofur S.Í.B.S. fyrir öryrkja í Reykjavík.
Vinnustofunum gefið nafnið Múlalundur. —
Kosin bráðabirgðastjórn fyrir stofnunina.
Þessir kjörnir: Formaður, Kjartan Guðnason,
aðrir stjórnendur: Guðm. Löve, Olafur Jó-
hannesson, Björn Guðmundsson og Gunnar
Böðvarsson.
26. febr. Samþykkt að kosta hannyrða-
námskeið fyrir sjúklinga á Vífilsstöðum, svo
sem áður hefur verið um margra ára skeið.
Lagðar fram kr. 150 þúsund til eflingar lána-
sjóði S.Í.B.S.
Jón Eiríksson, berklalæknir ráðinn að-
stoðarlæknir í Reykjalundi.
Keypt húseignin Arnarfell að Reykjum,
af Sverri Þór, skipstjóra. Henni fylgir 8000
ferm. land. Húsið stendur á landamerkjum
Suður-Reykja og Reykjalundar. Jóni lækni
fengið húsið til íbúðar.
Apríl, 9. Samþykkt á Alþingi lög um Vöru-
happdrætti S.Í.B.S. Með þeim er rekstrar-
leyfið framlengt um 10 ár. Sömuleiðis fela
lögin í sér rýmkun ráðstöfunarréttar sam-
bandsins á tekjum happdrættisins, svo sem
til bygginga vinnustofa fyrir öryrkja og ann-
arrar félagsmálastarfsemi S.Í.B.S.
Maí, 5. Áætlun sambandsins um fjárfest-
ingu lögð fram og samþykkt. Niðurstöðu-
tölur væntanlegra tekna til ráðstöfunar kr.
5.210.000.00. Skiftast milli fyrirtækja S.Í.B.S.
og annara útgjalda.
Stofnkostnaður í Reykjalundi kr. 1.800.000.
Stofnkostnaður í Múlalundi kr. 1.800.000.
10
Reykjalundur