Reykjalundur - 01.06.1961, Síða 17

Reykjalundur - 01.06.1961, Síða 17
yfirbragði heimilisins, sem birtist í hreinlæti, smekk og reglusemi, eigi aðeins á þeirri hlið, sem blasti við gesti, heldur út til yztu afkima. Þetta fagra svipmót Reykjalundar var gjöf fröken Valgerðar til þessa heimilis, sem hún unni og léði alla starfskrafta sína og hæfi- leika. Fröken Valgerður var svo vinsæl í starfi sínu að aldrei kom til sundurþykkju með henni og vistmönnum og því síður með stjórn heimilisins. Hélt hún þó uppi aga og gerði eindregnar kröfur um reglusemi og háttprýði í umgengni; er sinnt var sem sjálfsögðum hlut, þar eð engum duldist að ströngustu kröfurnar gerði hún til sjálfrar sín. Megi Reykjalundur lengi búa að fordæm- inu, sem fröken Valgerður setti með starfi sínu að Reykjalundi. Vonandi er gifta staðar- ins svo rík að svipmót hennar megi ríkja þar í framtíðinni. Samband íslenzkra berklasjúklinga flyt- ur fröken Valgerði alúðarfyllstu þakkir fyrir glæsilegan starfsferil í þágu óskabarns- ins Reykjalundar. Sambandsstjórnin telur það guðsgjöf að hafa átt hana að samstarfs- manni um 16 ára skeið. Þ. Ben. Valgerður Helgadóttir kjörin heiðursfélagi S.Í.B.S. Fröken Valgerður Helgadóttir, yfirhjúkr- unarkona og húsfreyja í Reykjalundi var kjörin heiðursfélagi S.Í.B.S. á fundi sam- bandsstjórnarinnar þ. 1. ágúst s.l. Fröken Valgerður lét af störfum í Reykja- lundi um miðjan ágúst síðast liðinn, eftir að hafa gegnt mjög vandasömum, mjög eril- sömum og umsvifamiklum störfum á því víð- kunna og stóra heimili, allt frá því að það var opnað vistmönnum í febrúar 1945. Lauk þar með gifturíkum og glæsilegum starfs- ferli fyrirmyndar húsfreyju og hjúkrunar- konu, í þágu S.Í.B.S. og Reykjalundar. Allir þeir, sem komið hafa í Reykjalund, hafa dáðst að höfðinglegu en jafnframt ljúfu viðmóti fröken Valgerðar, hrifizt af fáguðu Reykjalundur 15 VINNINGAR í merkjum Berklavarnadagsins ^ ferðaviðtæki, (transistor). Hvert viðtæki að verðmæti frá kr. 2000 og allt upp í kr. 5000. Að loknum Berklavarnadegi verður dregið um vinningana hjá Borgarfógeta. Vinninga sé vitjað í skrifstofu SÍBS, Bræðraborgar- stíg 9, Reykjavík.

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.