Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 18

Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 18
Helga frá Hólabaki: 1 ^knloholti 1960 Það er liðið að nóni á Skálaholtsstað. Við erum nokkur saman í hópferð og höfum áð að kirkju þeirri, er hefja skal staðinn til vegs að nýju í framtíðinni, og tökum nú til nestis okkar. Kirkjusmiður hefur lýst fyrir okkur byggingunni og rakið feril hinna fornu menja og minningar sög- unnar leita á hugann. Ég dreg mig úr hópn- um, með mal minn, inn í Maríustúkuna og laet hugann reika til gamla biskupsins, er átti þar griðreit forðum. Meistari Brynjúlf- ur hefur ávallt verið vinur minn, þrátt fyrir þó að mér hafi blætt í skap örlög dóttur hans. A þessum stað reikaði hann einn með guði sínum á örlagastundum lífs síns. Vafa- laust hafa spor hans legið þar nóttina fyrir ólánseiðinn sæla, er þó skyldi verða dóttur hans til gæfu. Einn er hver sér of sefa og eng- inn alskýr. Mun ekki meistara Brynjúlfi hafa skotizt á sama veg og ýmsum vitrum mönn- um öðrum, að hann hafi ætlað öðrum hið sama og sér sjálfum, er hann veitti Daða Halldórssyni þá uppreisn að fela honum menntun dóttur sinnar áfram? Slíkt hefur og aðra skýra menn hent — að ætla aðra sér jafnsterka. Eða hvort mun meistari Brynjúlfur hafa sefað harm sinn með lausa- kaupum, þá kvonmál hans brugðust? Né hlunnfarið sinn velgerðardrottin? Ef auga þitt hneykslar þig —. Mun ekki sú hafa verið lífsregla hins siðastranga mikilmennis, er þó var mannúðarmaður? Já, Steinunn ,hversu margar systurnar á hún ekki meðal vor? Hún gaf það, sem hún átti dýrmætast, án annarra launa en hinnar skammvinnu sælu, sem e. t. v. hefur þá orðið henni ævisjóður. Vitandi það, að hún eigi fær að njóta, biður konan oft þess eins að mega gefa, svo að hennar hlutur verði einhver, — sé ást henn- ar sönn. En hitt má vera, að Brynjúlfi hafi láðst 16 að hugleiða, í höfuð hverri Ragnheiður var heitin, — móður hans, hinni stórráðu dótt- ur Staðarhóls-Páls og Helgu Aradóttur lög- manns. Sú Ragnheiður gifti sig mót frænda ráði, hið fyrra sinn, aðeins sextán ára gömul'. Mun ekki sonardótturinni hafa kippt í nafn? En sennilega hefur enginn Ragnheiðar jafni orðið á vegi biskups sjálfs á sínum tíma og honum því verið spöruð eldraun Daða. Má og vera, að hann hafi treyst eigin fóstri betur en afa síns. Og er ógæfan er yfir skoll- in, býður hann dóttur sinni eigin kost í sömu kringumstæðum. Harður að vísu, er kostur sá, en þó ei af ástleysi gerr. Eða hvort munu ekki hafa fleiri verið feðurnir, er elskuðu svo börn sín, að þeir hafi viljað þau sér jöfn? Það vita þeir bezt, sem í annars hvors spor hafa stigið, föðurins eða niðjans. Þar getur skýrum skotizt. Já, í Maríustúkunni hefur meistari Brynj- úlfur og vafalaust háð sína Jakobsglímu, nóttina þá, er dóttursonurinn lá á líkbörum sínum í Biskupsstofu, — síðasta lamb ríka mannsins snauða. Nú er haldið út úr kirkjunni um undir- göngin frægu. Þeir eru gamlir, sumir viðirnir þar, og geymd er síðan lítil flís frá hinni gömlu biskupatíð, — en þess átti nú ekki að geta. Úti hitti ég glöggan mann, sem nefnir mér fjallahringinn fagra, sem ég hef reynt að gera mér í hugarlund frá því ég fyrst las um Skálaholtsstað. Sýnir mér Biskupatrað- irnar gömlu og Þorláksbúð og áttina, hvar Bræðratunga liggur. Bendir mér til Forna- stekkjar og Þorlákssætis, staðanna, sem mér eru kærastir í Skálaholti. Ég geng afsíðis til Þorlákssætis og er horfin aftur í aldir.... Það er mannmargt í Skálaholtströðum í dag. Meistari Brynjúlfur er að halda í yfir- Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.