Reykjalundur - 01.06.1961, Side 38

Reykjalundur - 01.06.1961, Side 38
að teikna, þá vindur hann sér skyndilega að mér og rekur mér utan undir. Þetta var Óli Maggadon sem var alltaf mesti meinleys- ingi, en honum hefur ekki líkað hvað ég glápti á hann, og er ég líklega eini maður- inn sem hann hefur löðrungað. — Hver eru helztu áhugamál önnur en málaralistin? — Ég hlusta mikið á klassiska tónlist og hef mest gaman af ljóðasöngvum, einkum þýzkum eftir Schubert og Schumann. Svo hef ég mikla ánægju af að tefla skák — við höfum gert það í 10 til 12 ár sex kunningj- ar að koma saman einu sinni í viku og tefla. — Heldurðu saman því sem þú teiknar? — Nei yfirleitt ekki, en ef það er eitt- hvað sem ég er ánægðari með en flest ann- að, þá reyni ég að gæta þess að það fari ekki á flæking. Arið 1952 hafði ég sýningu í Listamannaskálanum á skopmyndum, mál- verkum og teikningum og er það eina sýn- ingin sem ég hef haldið. Megum við eiga von á sýningu hráð- lega aftur? — Ætli það verði í bráð. Ég held ég megi segja að við sem höfum atvinnu af því að teikna gerum ekki kröfu til þess að kallast listamenn — en það verður hver og einn að dæma um. En kannski erum við það ekki síður en margir þeirra sem það nafn bera. Hjörtur Gunnarsson. 36 Revkjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.