Reykjalundur - 01.06.1961, Page 47
Ferðin var fróðleg, ekki sízt Norðurlanda-
fulltrúunum, er fengu þarna glögga mynd
af erfiðleikum og bágindum, sem löngu eru
úr sögunni hér heima.
Bráðabirgðastjórnin hélt svo fund í Köln
í apríl 1961. Þar var gengið frá lögum og
stefnuskrá fyrir Alþjóðasambandið, er nefn-
Oddur Ólafsson.
ast skal I.A.S. — Atriði þessi liggja nú fyrir
til samþykktar hjá meðlimafélögunum, og
mun verða endanlega gengið frá stofnun al-
þjóðasambandsins nú í þessum mánuði. Sú
breyting var gerð í Köln, að sambandið
skyldi ekki eingöngu hafa félög berklaör-
yrkja innan sinna vébanda, heldur félög ör-
yrkja í sjúkdóma í brjóstholi.
Lög og stefnuskrá verða birt í heild síðar.
Oddur Ólafsson.
Forsíbumyndin
er af frú Ingibjörgu Hallgrímsdótt-
ur, sem er forstöðukona saumaverk-
stœðis Múlalundar.
Aðrar kdpumyndir eru af vinnu-
stofum í Reykjalundi og Múlalundi.
J-Cöfbingleg gjöf
I júlí s. I. gáfu hjónin, frú Jóhanna Magn-
úsdóttir lyfsali og Óskar Einarsson, fyrrum
yfirlæknir, Vinnuheimilinu að Reykjalundi,
nýjan hjartalínuritara, hið vandaðasta tæki
og svo dýrt að tugum þúsunda króna skiptir.
Óskar læknir er heiðursfélagi SÍBS, enda
einn af hvatamönnum að stofnun sambands-
ins og hefur ávallt síðan verið meðal öfl-
ugustu stuðningsmanna þess og náinn vinur.
Reykjalundur
45