Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Side 3

Húnavaka - 01.05.1961, Side 3
Nokkur aöfaraord í ávarpi fyrir 19. árgangi Húnavöku var þess getiS að á döfinni væri að gefa aftur út tvo fyrstu árgangana á þessu ári. Stjórn U.S.A.H. ákvað að fela núverandi ritstjóra og ritnefnd Húna- vöku að annast endurútgáfuna. Við sem um hana eigum að sjá vorum settir í nokkurn vanda varð- andi tilhögun hennar. Tveir fyrstu árgangarnir voru fjölritaðir og í mun stærra broti en síðar varð. Fljótlega var tekin ákvörðun um að prenta þessa árganga og hafa þá í sama broti og Húnavakan nú. Þá var af- ráðið að allt efni kæmi sem næst í því formi sem það var áður. Stafa- villur og aðrar augljósar villur hafa þó verið leiðréttar. Jafnframt var ákveðið að það efni sem áður var undir dulnefni eða ónafngreint birtist nú undir nafni. Teikningar á kápusíðum og í auglýsingum eru látnar halda sér eins og þær voru í gömlu útgáfunni. Þær voru allar teiknaðar af Halldóri Þorsteinssyni og Jóni Þorsteinssyni. Jón Þorsteinsson, sem nú er prest- ur í Grundarfirði, hefur farið yfir þessar teikningar og skýrt þær upp og lagfært svo að hægt væri að mynda þær. Jóni eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þá hjálpfýsi og veldvild sem hann hefur sýnt með því að leggja vinnu í þetta, sem er ómetanleg til þess að ritið haldi sínu fyrra svipmóti. Þegar fyrstu tveir árgangarnir komu út sáu Þorsteinn Matthíasson skólastjóri og undirritaður um útgáfu þeirra. Sérstök ástæða er til að þakka Þoreteini Matthiassyni hans brautryðjendastarf við ritið. Án dugnaðar hans og hæfileika hefði Húnavaka aldrei náð að hefja göngu sína á þessum tíma. Þekking hans og kunnátta á íslensku máli ásamt ritleikni nutu sín vel þegar verið var að vinna við þessa tvo fyrstu ár- ganga og þá þrjá næstu sem hann var einnig ritstjóri við. Stjóm Menningarsjóðs Kaupfélags Húnvetninga hefur veitt 450 þús. króna styrk til endurútgáfunnar. Hér með eru Kaupfélaginu og stjórn Menningarsjóðsins færðar þakkir fyrir að hafa gert kleift að ráðast í þetta verk. Það er von okkar að undirtektir verði það góðar að þegar á næsta ári verði hægt að endurprenta næstu 2—3 árganga og síðan árlega þar til allir árgangar Húnavöku verða fáanlegir. Stefán Á. Jónsson.

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.