Húnavaka - 01.05.1961, Side 11
HALLDÓR JÓNSSON, LeysingjastöSum:
Húnavaka — hugsjónir
Ungmennafélagshreyfingin er flutt frá Noregi á fyrsta áratug yfir-
standandi aldar og gróðursett í íslcnzkan jarðveg.
Fátækir að fjármunum, en ríkir að hugsjónum og eldlegum áhuga
réðust æskumenn landsins að verkefnunum með kjörorðið „íslandi allt“
að einkunn.
Fullveldi landsins, skógrækt, bindindisstarfsemi og margt fleira, höfðu
félögin á stefnuskrá sinni og getur enginn sagt til fulls, hve ríkan þátt
þessi merkilegi félagsskapur átti í þróun atvinnu- og félagsmála og
fullveldistökunni 1918. Fyrst og fremst með beinni starfsemi sinni og
þó ef til vill umfram allt með mótun og þroska einstakra félaga sinna.
— Það eitt er víst að hann var stór.
Umrót stríðsáranna 1914—1918 og eftirstríðstíminn með sínum
fylgikvillum, dró mjög úr þrótti og starfsemi ungmennafélaganna, enda
var þá einu markinu náð — fullveldinu 1918 — og ýmiss konar félags-
og starfsmál tóku hugina fasta, eins og oft vill verða á mótunarskeiði
ríkja. Fór þá svo að sumt af félögunum lagðist niður, meðal annars
Samband Húnvetnskra Ungmennafélaga hið eldra.
Árið 1935 er svo núverandi Ungmennasamband stofnað. Höfðu þá
á undangengnum árum verið endurreist sum þau félög er í dái höfðu
legið og ný stofnuð á einstaka stað.
Ný alda hugsjóna var risin. Margt var rætt og víða við komið á
félaga- og héraðsfundum. Fjárskortur hamlaði þó öllum framkvæmd-
um og fyrstu árin fóru að vonum mjög til þess að treysta skipulagið og
félagsböndin. Fljótlega var þó komið á héraðssamkomum 17. júní og
þar höfð íþróttakeppni. Héraðsþing voru háð árlega, og þar rædd og
reynt að þoka áfram áhugamálum sambandsins.
Eitt af því, sem fljótt bar á góma á héraðsþingum, var hvort eigi væri