Húnavaka - 01.05.1961, Qupperneq 14
12
HÚNAVAKA
presturinn. Hin fagra og stóra kirkja föður hans hafði látið nokkuð á sjá
af veðrum áranna og gólfið var slitið af göngu kynslóðanna, en hljómar
hinna stóru 230 ára kirkjuklukkna var sá sami.
Séra Friðrik flutti þar ágæta ræðu blaðalaust, og hrifning hans sjálfs
var mikil, að predika, þar sem hann hafði sjálfur unnið heit sitt á kirkju-
gólfi og þá heitið því í huganum að gjörast prestur. Og því lengur sem
hann dvaldi í guðshúsinu urðu minningarnar honum frá fermingar-
messunni skýrari, en hún stóð í 3 tíma. Það var sem ljómaði fyrir hug-
skotssjónum hans hin dásamlega liandleiðsla drottins öll þessi ár. Hann
fól sig Guði við grátur hins forna húss, þakkaði fyrir heyrðar bænir, öll
þessi ár, biðjandi þess, að Guð greiddi úr áhyggjum hans og vandamál-
um eftir vilja sínum.
Ungan stúdent, er hann var á vegamótum ævi sinnar, dreymdi hann
Alvisíus af Gonzaga, dýrðling æskulýðs kaþólskra manna. Þá fékk hann
köllun sína, upp frá því var það ævistarf hans, að vinna æskulýðnum
allt, sem hann mátti, enda mun enginn núlifandi Islendingur hafa átt
meiri ítök í mörgum kynslóðum en hann.
Öllum miðlaði hann af trú og þekkingu sinni með hógværð og skap-
festu án allra trúardeilna. Hann var lítillátur þjónn sinnar samtíðar,
sáðmaður, sem Guð gaf útvöldum. Og uppskeran var mikil, blómlegt
starf K.F.U.M. og K., sumarstarf í Vatnaskógi og hafa mörg menning-
arfélög átt rætur sínar að rekja til þessara félaga. Þá ber að minnast
kvöldskóla K.F.U.M. Séra Friðrik var ágætur kennari, er kenndi mörg-
um skólapilti fyrir lítið eða ekkert gjald, og var ég einn í þeirra tölu.
Ungur minnist ég jólahátíðar í K.F.U.M. fyrir meira en 40 árum,
þá kveikti séra Friðrik á íslenzku grenitré, þetta þóttu mikil undur og
einstæð sjón á íslandi, svo er nú eigi í dag, því að trú manna hefur vakn-
að á að klæða landið.
Eigi er farið svo vítt um land, að ekki sé hafin æskulýðsstarfsemi, og
menn telja hana þjóðarnauðsyn, þeim er erfa skulu landið. Má eigi rekja
þessa starfsemi til áhrifa frá starfsemi kristilegs félags ungra manna, er
séra Friðrik stofnaði og stjórnaði um áratugi?
Sá veldur miklu, er upphafinu veldur og er brautryðjandi, en það
var séra Friðrik. Margur maður og kona á þessum öldungi margt að
þakka, og blessa minningu hans.
Lítið, grænt tré stendur nú ef til vill á leiði föður hans, en á fyrir
sér að stækka, þó að eigi sé það hátt í loftinu. Það er eins og ungi ferm-
ingardrengurinn, er innra bar með sér brennandi þrá til góðrar menn-