Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 19

Húnavaka - 01.05.1961, Page 19
TORFI SVEINSSON frá Hóli: Vatnsdalsbragur Það er gaman í Vatnsdal að vera, þegar vorsólin glampandi skín. Úr lífsins áhyggjum gleðistund gera, glæstar konur og freyðandi vín. Það er fjör yfir frjálslyndum meyjum undir fjallanna svipmiklu brún. Það berst angan frá ornuðum heyjum út um engjar og nýslegin tún. Hér er náttúran frjósöm og fögur, hér er friður í smálækjarhvamm. Undir bökkum með blómjurta kögur, streymir berglindin syngjandi fram. Undir hlíðunum stórbýlin standa, glæstar steinhallir, nýtízku lag. Gömul höfuðból, vaxin þeim vanda, að vernda fomhelgan menningarbrag. Horfnum svipmyndum seilist ég eftir. Hér er sögufrægð gömul og ný. Héma börðust þeir Glámur og Grettir. Hér er getið um Skinnpilsu dý.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.