Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 20

Húnavaka - 01.05.1961, Page 20
18 H Ú N AVA K A Hcr bjó þingmaður, andlega ungur, aldrei smeykur við þjóðmálastríð. Hér stóð Blöndal á brúnina þungur, i brösum við glæpóttan lýð. Hér sátu einvaldir ágætis klerkar, bæði andans og veraldarmenn, þeirra lífsvenjur, laðandi, sterkar, lifa sjálfsagt í fólkinu enn. Gamla kynslóðin kann þessar sögur, þó á köflum sé viðhorfið breytt. Já - svona var fortíðin fögur, en framundan sést ekki neitt. PÁLMI GÍSLASON: BRÚNU AUGUN. Ef þú lítur enn til mín yrði lengd mín vaka. Brúnu augun, björtu þín bræða ís og klaka. TUNGLIÐ. Tunglið ýmsa tælir, og tendrar neista í hjörtum. Margur fagurt mælir á mánanóttum björtum.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.