Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 22

Húnavaka - 01.05.1961, Page 22
20 HÚNAVAKA ÁSTARVÍSA TIL HEIÐARINNAR. Þú hefur bak við bölva gnótt búið í draumum mínum. Þó hef ég aðeins eina nótt átt í faðmi þínum. GÓUGRÓÐUR. Verður löngum vonin tál vetrar hrjáðu barni, þegar góu gróðurnál gægist undan hjarni. STAKA ÚR STAFNSRÉTT. Upp í skyndi blossar bál bak við synd og trega, æskumynd, í mína sál mótuð yndislega. AÐ TÆMDRI SKYNDISKÁL. Þótt um sinn við þessa skál þrjóti kynninguna, við munum finna seinna í sál seytla minninguna.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.