Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 23

Húnavaka - 01.05.1961, Page 23
PÁLMI GÍSLASON: Lola Laust pláss hér, sagði Mikki, um leið og hann snaraðist inn í þröng- an lestarklefann. Stúlkan, sem snéri baki að dyrunum, virtist þungt hugsi. En þegar Mikki ræskti sig, snéri hún sér hægt við. Orlitlir roða- blettir færðust í kinnar hennar. Þau virtust átta sig samstundis. — Já, ég er ein í klefanum. Hann rétti henni hönd sína, hún tók í hana og handtakið var þétt. Þau kynntu sig. Mikki lagði töskuna sína frá sér á rúmið og gekk framfyrir. Lola virtist ekki veita honum frekari eftirtekt, heldur starði út um lestargluggann á húsin í úthverfum Parísar, sem hurfu sjónum, um leið og lestin færðist smátt og smátt suður á bóginn. Lola blés á rúðuna og skrifaði orð á móðuna. Þurrkaði það síðan af, leit á klukkuna, sem var rúmlega 9 og settist í aðra neðri kojuna, og starði á töskuna hans Mikka, eins og hún væri að horfa á gamlan kunningja. Mikki gekk eftir ganginum og skimaði í kringum sig. Brátt sá hann það, sem hann leitaði að. Lestarþjónn kom gangandi á móti honum. Mikki stöðvaði hann og hvíslaði: — Geturðu séð til þess, að ég fái klefa 114 óáreittan fyrir mig og vinkonu mína. — Um leið og hann sagði þetta stakk hann fimm þúsund franka seðli í lófa þjónsins. Þjónninn varð skrítinn á svipinn, leit síðan á seðilinn, og það birti yfir honum. „Augnablik“ sagði hann og hvarf burtu. Hann kom aftur að lítilli stund liðinni — með lykil. Mikki tók við lyklinum. „Þakka þér fyrir,“ sagði hann og gekk inn í klefa 114 — og læsti. — Ert þú að fara langt? spurði hann. — Til Nizza. — Það er heppileg tilviljun, ég er einmitt að fara þangað líka.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.