Húnavaka - 01.05.1961, Page 29
ÞORSTEINN MATTHÍASSON:
Rabbad v/ð tvo húnvetnska
stórbændur
Við hringjum í Svein í Mjólkurstöðinni.
Hver er stærstur mjólkurframleiðandi í Húnaþingi?
„Torfi á Torfalæk, og búinn að vera það nokkur ár.“
Við þökkum góð og greið svör og kveðjum Svein.
Stærsti fjárbóndinn? Einhver hefur sagt okkur að það sé Guð-
mundur í Ási. — Við látum þá óstaðfestu vitneskju duga og höfum
fyrir satt, þar til annað fréttist, senr sannara reynist.
Við rennum í hlað á Torfalæk. Ylur íslenzkrar gestrisni streymir í
móti okkur.
Nei, ekki stanza núna. Aðeins vita hvort Torfi bóndi vill ekki koma
með okkur í skyndiheimsókn til Guðmundar í Ási.
Ja, og helzt leggja okkur til farartæki. Við óttumst að norðan-
kófið í nótt hafi ef til vill sett sila á veginn svo að betra sé að vera á
jeppa.
Ekki stendur á þessari fyrirgreiðslu. Þeir feðgar Jóhannes og Torfi
búa sig í skyndi, en á meðan drekkum við indælan kaffisopa í eldhús-
inu hjá húsfreyjunni og við látum þess jafnframt getið að við munum
hafa þar lengri viðdvöl í bakaleið.
Við kvíslina fyrir austan Hnausa stönzum við.
Veiðimaðurinn kemur upp í Birni Bergmann. Hér vill hann fara
út og athuga minkaslóðir.
Mér er hreint ekkert um þetta gefið, ég var rétt að festa blundinn
þarna, sem ég hreiðra um mig í framsætinu.
En hér duga engin undanbrögð.
Hér er enginn böl... minkur, muldraði ég og Stefán tekur í sama
strenginn.