Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Side 30

Húnavaka - 01.05.1961, Side 30
28 HÚNAVAKA Bjöm tekur að mér finnst fremur lítið mark á þessum athugasemd- um okkar. Hann fer út og aðgætir umhverfið. Jú, hér sér hann minkaslóðir. Það er ekki um að villast. Við Stefán sjáum þetta líka, þ. e. a. s. ég hefi nú aldrei séð minka- slóð og veit ekki með vissu hvernig hún lítur út, — en að mér detti í hug að fara að malda hér í móinn úti í kuldanum — kemur ekki til mála. Auk þess veit ég að þekking Björns á þessu sviði er langtum meiri en okkar hinna. Hér vill Björn stanza. — Hvað nú? — Hér vill hann sýna okkur náttúrufyrirbæri, sem hann segir vera mjög sérstætt. — Hér sýnir hann okkur lítinn grashólma, sem flýtur í stóru og djúpu uppsprettuauga. Þetta er mjög skemmtilegt. Við stígum á land í hólmanum, og eins og stórfiskurinn í Þúsund og einni nótt — skríður hann mjúklega undan fótum okkar og virðist ætla að forða sér í djúpið. — En, það erum við, sem verðum fyrri til að forða okkur á land aftur. Hér sannar Björn, það sem hann mun oft hafa áður gert, að hann er glöggur og nærfærinn náttúruskoðari og veitir flestu því athygli, sem á leið hans verður. I. Að Ási. Við erum að aka heim að Ási. Guðmundur bóndi er að reka fé sitt að húsi. Þegar hann sér til ferða okkar kemur hann til móts við okkur. Við heilsum honum og hann býður okkur velkomna á sinn garð. Guðmundur býður okkur að ganga í bæinn, en við mælumst til að fá að koma fyrst í fjárhúsin. Hann brosir við og segir að þar muni nú ekki mikið að sjá. Þegar við höfum dvalið hér skamma stund, göngum við heim og setj- umst inn í hlýja og notalega stofu. Við Stefán erum svolítið annarlegir. Við höfum ekki ennþá fullkom- lega tileinkað okkur þessa hiklausu blaðamannatækni. „Jæja, Guðmundur, það er nú bezt að gera grein fyrir erindinu.“ „Erindi,“ segir Guðmundur, „ég var nú að vona, að þið væruð komn- ir hér án þess að eiga neitt erindi.“ Jú, við erum j^ess fullvissir báðir, að það er ekki krókur í Garðshorn,

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.