Húnavaka - 01.05.1961, Qupperneq 32
30
HÚNAVAKA
Þessi samfellda vikudagskrá veitir fólkinu möguleika til að njóta þess-
ara skemmtana til skiptis og sameiginlega.“
„Þá er það búskapurinn, Guðmundur.11
,,Ég dreg enga dul á það, að ég vil heldur hafa sauðfé en kýr.
Hvort gefur meiri arð fer eftir staðháttum, og svo einnig og ekki síður
eftir því, hvað stendur nær hug þess, sem búið rekur.
Við sauðfjárbúskap, sem og annan búrekstur er nauðsynleg mikil ár-
vekni. Undirstöðuatriðið er það að kynbæta bústofninn og fá sem beztan
arð af hverri á. Ég legg mikla áherzlu á, að hafa margt tvílembt, að
minni hyggju margborgar það sig.
Til þess að fá fullar afurðir af fé, þarf það sérstakrar umhirðu við frá
sumarmálum og fram yfir sauðburð. Gæta þarf ánna helst þrisvar á dag
um sauðburðinn. í sæmilegri tíð er hollast að láta þær liggja úti og
láta aðeins inn til að gefa. Með alla framleiðslu er nauðsynlegt að laga
sig eftir markaðshorfum t. d. með grátt fé.
Árferði til búskapar er gott og mundi ég ekkert starf frekar kjósa sem
framtíðarstarf minna barna. Hins vegar álít ég skakkt, að hvetja fólk til
að velja sér annað lífsstarf en hugur þess stendur til.“
Nú hefur kona Guðmundar framreitt veitingar og við setjumst að
rjúkandi kaffiborðinu. Eftir að hafa hresst bæði líkama og sál við hinar
ágætu veitingar, snúum við okkur aftur að efninu.
„Hvað með hrossin, Guðmundur?1
„Ég á ekkert teljandi af hrossum,“ svarar hann og kímir ögn við og
mér sýnist Torfalækjarbóndinn gjöra það sama.
„Ég get raunar sýnt ykkur þrjá stóðhesta, sem ég er nýbúinn að taka
á hús.“
Við erum fúsir til þess og kveðjum nú húsmóðurina, þökkum hlýtt
viðmót og ágætar móttökur.
Stóðhestar Guðmundar eru áræðnir og villtir, ef til vill gæðingsefni.
Við förum með mestu varfærni að inna Guðmund eftir því, hve margt
sauðfé hann hafi á fóðrum.
„Þetta er alltof persónuleg spuming,“ segir Guðmundur.
Það út af fyrir sig skiptir engu máli Og þegar við höfum sannfærst um
að við fáum ekki framtalið hjá honum, látum við það mál niður falla,
en við erum nú búnir að koma í nokkuð mörg útihús og alls staðar er fé,
þó er ærhúsið eftir.
Um leið og við göngum fram hjá gamla bænum í Ási, segir Guð-
mundur: