Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1961, Qupperneq 33

Húnavaka - 01.05.1961, Qupperneq 33
HÚNAVAKA 31 „Ja, þennan er ég nú eiginlega að hugsa um að fylla af fé næsta haust.“ „Heldurðu, að þú hafir nokkurt hey fyrir það,“ er athugasemd Torfa bónda. „Þið getið litið í ærhúshlöðuna um leið og þið gangið.“ Jú, eftir að hafa komið þar, erum við víst allir sammála um að óhætt muni fyrir Guðmund bónda að fylla gamla bæinn. Við kveðjum og þökkum fyrir ágæta stund. Bjartsýni og stórhugur þessa vatnsdælska bændahöfðingja hefur gert okkur hlýtt í sinni. II. Á Torfalœk. Við erum staddir á Torfalæk. Torfi bóndi vill fylgja okkur beint í bæinn, en hér höfum við ekki sama hátt á og hjá Guðmundi bónda í Ási. Þar vildum við koma i fjárhús. Hér er það fjósið. „Hve marga nautgripi hefur þú?“ spyrjum við. Minnugur þess, hvem- ig okkur gekk að ná framtali Ásbóndans, hefur hann orð á því að slíkt skipti ekki máli, en þar sem við stöndum nú hér og sjáum yfir alla hjörð- ina eru möguleikar til undankomu miklu lakari hjá honum en starfs- bróður hans. Og svo fáum við að vita að hér eru innan veggja um 40 nautgripir, þar með talið ungviði. Gripirnir em fallegir og vel hirtir, enda segir Torfi bóndi að það sé mikils vert. Nú göngum við í bæinn og þar er okkur boðið beint að matborðinu. Það er greinilegt að vel á að sjá fyrir þörfurn okkar í dag. Nú fömm við að ræða um búskapinn við Torfa bónda og nú hefur hann orðið: „Nautgriparæktina þarf að færa meira saman. Búin þurfa að standa í hverfum, til þess að draga megi úr flutningskostnaði á mjólk og fóðri, en það er mjög tilfinnanlegur útgjaldaliður. Sérstaka áherzlu þarf að leggja á kynbætur nautgripa, svo hver ein- staklingur verði sem beztur og afurðamestur. Kúnum beiti ég eingöngu á ræktað land, annað tel ég tæpast koma til greina.“ Nú skjótum við inn í einni spumingu: „Telur þú, að hér í Húnavatnssýslu eigi eingöngu að miða nautgripa- ræktina við mjólkurframleiðslu?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.