Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 35

Húnavaka - 01.05.1961, Page 35
HÚNAVAKA 33 Húsmóðurstaða á sveitaheimili er síst erfiðari eða ófrjálsari en hjá húsmæðrum, sem við aðrar aðstæður búa. Og ekki mun ég letja syni mína að leita sér staðfestu sem bændur, ef hugur þeirra stendur þar ti). Við þökkum hjónunum fyrir góð og greið svör. Viðhorf húsfreyjunnar er ánægjulegt og gefur fögur fyrirheit ungum Húnvetningum, því vonir standa til að þannig geti einnig verið viðhorf ungra kvenna. Dagur er kominn að kveldi. Við kveðjum þessi heiðurshjón, sem með reisn og höfðingsskap sitja eitt stærsta býli Húnaþings. Svo höldum við heim og festum á pappírinn nokkra þætti úr rabbi dagsins. ÁSGRÍMUR KRISTINSSON: BÓLU-HJÁLMAR Nam hann ungur íslenzkt mál erfði tungu spaka. Loppu þunga lagði á sál lífsins Hungur\'aka. STAKA Þegar slóðin örðug er eyddar gróðurlendur. Alltaf ljóðið yljar mér eins og móðurhendur.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.