Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1961, Qupperneq 38

Húnavaka - 01.05.1961, Qupperneq 38
36 HÚNAVAKA líkamlega við veltuna, — betur að ekki sækti í sama horfið fyrir henni, sem þeirri blesóttu. Nei, ónci, ekki þennan daginn, fyrst ég tók að mér eftirlitið. Nú stakk konan sér inn fyrir búðarhurð. Ætlaði sýnilega að losna við mig, en ég snara mér eftir henni og spyr búðarþjón eftir ein- hverju, sem ekki væri fáanlegt. Konan keypti ekki neitt, en leit nú til mín og var ekki nærri eins tyrtuleg á svip sem fyrr, er hún snarast út úr búðinni. Ég seig í sömu átt sem hún, en nú virtist henni ekki liggja nærri eins mikið á, hún gekk mun hægar. Nú leit hún snöggt við og spyr: ,,Hvað eruð þér að fara?“ „Ég fer smáerinda hérna niður í borgina,“ svaraði ég. Og hver fjandinn, þarna kemur lögregluþjónn á móti okkur. Líklega biður frúin hann að stemma stigu fyrir mér, segir að ég sé að elta sig, sem að vísu var satt, en nei, hún leit ekki við löggæzlumanninum, heldur færði hún sig ögn nær mér — og gekk síðast rólega við hlið mér. Bftir stundarkorn lítur hún í andlit mér og spyr: „Hvaðan eruð þér?“ „Ég er bóndi norðan af landi,“ svara ég og var farinn að horfa framan í hana annað slagið. „Jæja,“ segir konan, „búið þér á einhverju kotinu þama fyrir norðan?“ „Haldið þér það! Sýnist yður ég vera kotungs- legur, eða dragið þér kannski ályktun yðar af því að yður sýnist ég vera kotroskinn.“ „Kotroskinn, hvað er nú það?“ spyr konan. „Ja, það eru menn, sem eru allvel á sig komnir. Nei, til kotunga telst ég áreiðanlega ekki, enda engir kotbændur til þarna nyrðra.“ Ég geri mig dálítið drýld- inn í rómi og svip, — víst skyldi ég nú segja henni undan og ofan af. „Ég bý á einu stærsta býli héraðsins, — á átta hundmð fjár, hundrað hross og þrjátiu kýr, með meiru,“ — ég laug vel um helming. Nú sneri hún sér næstum að mér og ljómandi bros hennar skein á mig — öll kuldanepja á bak og burt úr svipnum. „Ég bið afsökunar á getgátunni. Þér eruð svo sem ekki þesslegur að vera kotsari,11 sagði kon- an. Nú, hún er þá svona, hugsaði ég, metur á landsvísu, þekkir dável myntina þessi. Fann að nú ætlaði hún að ná töglum og högldum í þess- um samskiptum. Hvað mundi hún ætla sér. Skyldi ég nú vera á leiðinni út í revkvíska kvennafarsófæru. Það var þó hreint ekki meining mín. Við sjáum hvað setur, — ég hafði komið í kaupstað fyrr. En hver veit hvað hent getur héma í henni Reykjavík. Ég hafði ekkert sérstakt í höfði með frúna, annað en það, sem áður segir. Hún þagði. Ég fann að hún braut heilann um eitthvað. Nú leit hún brosandi til mín og segir: „Jæja, nú er ég rétt komin heim“ og brá sér inn í hliðargötu. Við vorum komin að myndarlegu húsi. „Þetta er húsið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.