Húnavaka - 01.05.1961, Side 39
HÚNAVAKA
37
segir frúin, „þér gerið svo vel að koma inn til mín og þiggja eitt
glas af víni, — eigið svo sem fyrir því, fyrir alla hjálpina og fylgdina
hingað heim.“
Það kom hik á mig. — Þetta var alveg ljómandi falleg kona, að
slepptum fótaburðinum. Ellegar þá viðmótið núna! Það gat brugðið til
beggja vona með freistinganna mótslöðu hjá mér jjótt blóðfjörið hefði
ögn dvínað frá tvítugu.
Ef ég færi nú að ganga til stofu með henni og súpa vín — já — þá
gat svo sem skeð að ekkisen syndaartin næði tökum á mér, hver gat
nokkuð ábyrgzt um það, — þó ég eigi konu heima — ágæta konu. Þrátt
fyrir allar vangavelturnar hrökk samt út úr mér. „Takk, en er maðurinn
yðar ekki heima.“ Hún brosti dálítið skrítilega til mín og sagði: „Er
kannski beygur í yður að líta inn hans vegna? Nei, maðurinn minn er
ekki heima og kemur ekki heim í bráð.“
„Geigur i mér? Nei, það er aldrei geigur í stórbændum. Þakka yður
fyrir frú, ég tek boði yðar.“ Frúin gekk á undan mér inn í rúmgóða
forstofu og þaðan inn í rafljómaða fjaðrasófastofu, með ljómandi
málverkum um alla veggi. Hún leit brosandi til mín og benti mér til
sætis í drepmjúkan stól, hvar ég tyllti mér.
Með mjúkri höfuðhneigingu gekk hún að hnjám mér og sagði:
„Afsakið mig augnablik, meðan ég næ okkur í hressingu. Þjónustu-
stúlkan er ekki við.“ „Takk,“ varð mér að orði, en hugsaði á þá leið,
að héðan af yrði nú að skeika að sköpuðu með hve vel ég stæði á svell-
inu. Frúin sveif út úr stofunni með dísanna dúnmýkt í hverri hreyfingu,
— ég leit ekkert á fæturna — neðst.
Eftir sat ég einn, tók upp rauðan vasaklút og snýtti mér, því að
ég tek ögn í nefið. Brá síðan greiðu í hár mitt. Hún skvldi ekki geta
hugsað eða sagt að ég væri sóðalegur, né það, sem Reykvíkingar kalla
bónzkur eða sveitó, og fínfataður var ég.
Bráðlega kom svo frúin inn með koníaksflösku og tvö glös á ákaflega
fínum bakka, hellti í bæði glösin full, lyfti síðan sínu með fagurri arm-
hreyfingu. Ég greip til míns glass, rétti til móts við frúarglasið og
sagði: „Skál fyrir fögrum konum.“ „Já, skál fyrir norðlenzkum stór-
bændum,“ sagði frúin og kinkaði kolli til min, saup djúpt borð á glas
sitt, en ég minna. „Ég er nú ekki vanur að láta mikið ofan í mig af
svona,“ sagði ég. „Nú, hvað drekkið þið þá þarna fyrir norðan, —
ekki þó Svartadauða,11 sagði frúin. „Nei, Svartidauði 'sést ekki þar.
Ég drekk nú eiginlega aldrei nema jjegar ég er sveittur, og þá drekk