Húnavaka - 01.05.1961, Blaðsíða 47
TOMAS R. JONSSON:
Litiö til baka
Sýningar á leikritum eftir innlenda og erlenda höfunda er nú orð-
inn stór þáttur í skemmtanalífi fólksins um allt land.
Hér á Blönduósi mun leikstarfsemi hafa verið fyrir og um síðustu
aldamót og til ársins 1906.
Arið 1923 er þessi starfsemi hafin á ný af nokkrum áhugamönn-
um og 1926—27 er stofnað leikfélag sem starfar til 1930. Stærsta verk-
efni þess var Skugga-Sveinn og titilhlutverkið lék Hinrik Berndsen, en
leikstjóri var Kristján Arinbjarnar héraðslæknir.
Gamla ungmennafélagið Hvöt var stofnað 1923. Nokkrir af meðlim-
um þess voru einnig leikfélagar.
Þegar svo leikfélagið hættir störfum 1930 tekur ungmennafélagið
leiksýningar á starfsskrá sína og sýnir eitt stórt leikrit á hverjum vetri.
Flest voru þessi leikrit útlendir gamanleikir, eftir Arnold og Bach og
fleiri höfunda. Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur var og sýnd.
Ungmennafélagið hættir störfum 1942, en nokkrir meðlimir þess
stofna Leikfélag Blönduóss árið 1944. Stofnendur voru 10 að tölu og
fyrsta verkefnið var Ráðskona Bakkabræðra. Helztu verkefnin undan-
farin ár eru: Ævintýri á gönguför, Orrustan á Hálogalandi, Leynimel-
ur 13, Þrír skálkar, Þorlákur þreytti, Franska ævintýrið, Fómarlambið
og Svefnlausi brúðguminn. Þó hafa verið sýnd íslenzk leikrit, svo sem
Maður og kona, Hallsteinn og Dóra, Lénharður fógeti og Skugga-
Sveinn, en hann var leikinn 1954 og fór Þorvaldur Þorláksson með titil-
hlutverk. Þar fóru einnig með hlutverk, Tómas R. Jónsson og Bjarni
Einarsson, en þeir léku einnig í Skugga-Sveini 1928.
Þeir sem lengst hafa starfað hér við leiksýningar og farið með hlut-
verk eru: Bjarni Einarsson í 38 ár, Tómas R. Jónsson 35 ár og Margrét
Jónsdóttir 26 ár.