Húnavaka - 01.05.1961, Qupperneq 49
HÚNAVAKA
47
Þúsundir króna og oft tugþúsund fara í kostnað hvert leikár og
nettótekjur hafa oft verið litlar.
Það er áreiðanlega ósk og von okkar allra að leikstarfsemi megi efl-
ast og þroskast hér í framtíðinni til skemmtunar og menningarauka
fyrir héraðsbúa.
Til þess að það megi verða er fyrsta og aðalskilyrðið það, að hér rísi
upp fyrirhugað félagsheimili, með nægilega rúmgóðu leiksviði, búnings-
herbergjum og geymslum. Slík breyting á öllurn aðstæðum mundi
hvetja uppvaxandi æskufólk og starfandi leikfélaga til stærri átaka.
Stærri og fjölbreyttari verkefni yrðu tekin til meðferðar, og þá mundi
auðveldara að fá hingað hæfa leikstjóra og tjaldamálara en nú er.
Með komu Þjóðleikhússins og síaukinna framfara á sviði leikhús-
mála, hafa aukizt kröfur áhorfenda til þeirra, sem halda uppi leik-
starfsemi úti á landi, og þessum kröfum er ekki hægt að fullnægja
nema með bættum aðstæðum. Húnvetningar hafa alltaf sótt vel leik-
sýningar hér á Blönduósi og verið þakklátir fyrir veitta skemmtun. Efa-
laust hefur þreyttum leikendum líka fundist það nokkur laun fyrir erfið-
ið að fá góðar undirtektir og sanngjarna gagnryni áhorfenda.
Þeir, sem lengst hafa unr.ið að þessum málum hér, eru nú senn að
hætta. Þeirra mörgu og góðu endurminningar eru tengdar litla leik-
sviðinu í gamla samkomuhúsinu og mörgum hugþekkum verkefnum
og hlutverkum. Við tekur svo stórhuga æskufólk, sem vonandi starfar
á nýju og stærra sviði við betri skilyrði.
Megi gæfan fylgja því fólki fram til sigurs.
Megi öll verkefni þess mótast í björtu sviðsljósi framtíðarinnar.
Á Húnavökunni í ár sýnir Leikfélag Blönduóss sjónleikinn: „Þegar
Pétur kemur heim“ sex sinnum.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
I meira en hálfan fjórða áratug hefir Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps átt sinn ákveðna þátt í svipmóti félagslífs þessa héraðs. Framan
af árum, meðan kórinn var enn á bernskuskeiði, gætti áhrifa hans
aðeins að litlu leyti utan sveitarinnar, þar sem vagga hans stóð. En
hin síðari árin hefir starfsemi kórsins orðið í æ ríkari mæli sameign
héraðsbúa allra.