Húnavaka - 01.05.1961, Síða 54
52
HÚNAVAKA
skógrækt og í því sambandi gróðursettar nokkur þúsund trjáplöntur úti
í Hrútey á sl. sumri. Rætt hefur verið um að koma hér upp tómstunda-
heimili, og tillaga hefur komið fram um það, að bæta úr og efla áhuga
fyrir betri og snyrtilegri umgengni utan húss í héraðinu með þvi að
veita verðlaun fyrir snyrtimennsku og góða umgengni á hverju ári. En
ótalið er þó stærsta málið, sem allmikið hefur verið rætt, sem sé það að
koma upp sundlaug hér á staðnum. Er hér um að ræða hið mesta nauð-
synja- og framfaramál, sem verður að leysa hið allra fyrsta. Hefur innan
klúbbsins verið kjörin sérstök nefnd til þess að vinna að málinu, gera
raunhæfar tillögur þar að lútandi og stuðla að því, að framkvæmdir
geti hafizt svo fljótt, sem verða má. Að lokum mætti geta þess, að nokkr-
ir klúbbfélagar hafa komið upp undirstöðu að útsýnisskífu uppi á Háu-
brekku, hér innan við kauptúnið, og mun það verk fullgert á næsta
sumri. Þá hefur einn af stofnendunum, sem nú er fluttur burtu, Páll V.
G. Kolka fyrrverandi héraðslæknir, afhent klúbbnum til varðveislu all-
merkilegt myndasafn, sem hugmyndin er að flokka og bæta við, svo að
úr geti orðið skemmtilegt safn, sem geyma á myndir af sem allra flestum
Húnvetningum, húsakosti þeirra, atvinnutækjum o. fl.
Eins og áður er sagt, koma klúbbfélagar saman einu sinni í hverjum
hálfum mánuði, drekka saman kvöldkaffi og ræða áhugamál sín.
Lögð hefur verið áherzla á það, að allir meðlimirnir taki þátt í störf-
um klúbbsins, taki þátt í umræðum og flytji sjálfir erindi um ýmis konar
efni. Klúbbfélagar eru nú 25 og hefur fundarsókn, það sem af er starfs-
árinu, verið mjög góð, eða milli 90 og 100%, sem sýnir ljóslega að áhugi
er fyrir hendi.
Núverandi stjórn skipa þeir:
Jósafat Sigvaldason, formaður; Stefán Á. Jónsson, ritari; Sveinn Ell-
ertsson, gjaldkeri.
Siðameistari er Jón S. Baldurs, strangur mjög, en réttsýnn, og sektar
félaga miskunnarlaust fyrir hin minnstu brot.
Að endingu þetta:
Lionsklúbbar eru ekki gleðisamkomur broddborgara eins og stundum
hefur heyrst, heldur félagsskapur manna frá flestum starfsstéttum, sem
vilja vinna saman, utan við flokks- eða trúarofstæki, að sem flestum
velferðarmálum með kjörorð sitt við hún: Þjónið öðrum.
Hermann Þórarinsson.