Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 7
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR:
Brostnir hlekkir
Fyrir allmörgum árum var kosin byggðasafnsnefnd á sýslufundi
A.-Hún. Var nefndinni ætlað að undirbúa stofnun byggðasafns inn-
an sýslunnar. Skrifaði nefnd þessi ávarp til sýslubúa og fór Iram á,
að þeir létu af hendi til fyrirhugaðs byggðasafns gamla muni, er
væru í þeirra vörzlu og hætt væri að nota á heimilunum. Sömtdeiðis
voru menn áminntir um að halda til haga og varðveita alla gamla
hluti, smáa og stóra, er voru í eigu héraðsbt'na og hefðu sögulegt
gildi. Menn tóku þessari málaleitan yfirleitt vel, og þegar Ragnar
Ásgeirsson, sem talinn er einna fundvísastur og fengsælastur, þegar
leita þarf uppi gamla muni, var fenginn til að ferðast um sýsluna
og safna fyrir byggðasalnið, tókst það betur en nefndin hafði gert
sér vonir um. — Páll V. G. Kolka, þáverandi héraðslæknir, var for-
maður nefndarinnar. Bauðst hann til að skjóta skjólshúsi yfir gömlu
munina, til bráðabirgða. Voru þeir skrásettir og komið fyrir í stóru
kjallaraherbergi í Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Þar var þurr og
góð geymsla.
Næsta skrefið var að ætla byggðasafninu góðan samastað, en um
það, hvar safnið ætti að vera, voru mjög skiptar skoðanir. Margir
vildu ætla safninu stað á Blönduósi, fannst það eðlilegast og í alla
staði hentugast. Blönduós væri aðal viðkomustaður sýslubúa, þar
væru fjölmennustu skólarnir, ferðamannastraumur væri þar mestur
o. s. frv. F.n það sem einna jiyngst þótti á metunum og mælti ein-
dregnast með því að safnið yrði á Blönduósi, var það, að á næstu
árum átti að byggja stórhýsi á Blönduósi, þar sem bókasafn sýslunn-
ar, skrifstofur hreppsins o. fl. stofnanir fengju inni. Var bent á, að