Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 113
HÚNAVAKA
111
ur fóru fram á húsakosti Frysti-
húss Kaupfélagsins, einkum
tæknilegar, og var nýr vinnusal-
ur tekinn í notkun.
Nýtt hlutafélag var stofnað í
febrúar, er heitir Höfðaver. Til-
gangur þess er fiskvinnsla og
annað, er viðkemur sjávarútvegi.
Stofnendur eru Útgerðarfélag
Höfðahrepps, hreppurinn, kaup-
félagið og 40 einstaklingar í bæn-
um. Framkvæmdastjóri þess er
Björgvin Brynjólfsson. Félagið
tók frystihús kaupfélagsins á
leigu. Innveginn fiskur hjá þessu
húsi var yfir árið 670 tonn.
Frystihúsið á Hólanesi tók á
móti 278 tonnum.
Haustvertíð mátti teljast góð
hjá hinum stærri bátum, þegar
þeir komust út á djúpmiðin, en
afli mun lakari hjá hinum minni
bátum.
Heyskapur í Höfðakaupstað
var á liðnu sumri 9 þús. hestar
af töðu, auk þess nytjuðu ná-
grannabændur þar nokkur tún.
Slátrað var í haust 5600 fjár
auk stórgripa hjá Kaupfélagi
Skagstrendinga. Nú eru á fóðr-
um í kaupstaðnum 2100 kindur,
43 kýr og hrossaeign er 95 hross.
Á síðastliðnu vori gaf Páll
Jónsson, skólastjóri, barraskól-
anum fuglasafn sitt og aðra nátt-
úrugripi. Fuglasafn þetta er hið
merkilegasta, uppsett af fag-
mönnum, alls 60 tegundir fugla.
Smíðaður var vandaður skápur
fyrir það.
í skólanum eru nú alls 134
nemendur, þar af 80 í barna-
skóla, en 54 í unglingaskóla. Á-
hugi er fyrir að koma á 4. bekk
við unglingaskólann og starf-
rækja þá gagnfræðaskóla.
Lionsklúbbur Höfðakaupstað-
ar gaf árið 1964 Slysavarnafélag-
inu tæki til lífgunar úr dauða-
dái og barnaskólanum brúðu til
æfinga við kennslu um lífgun
manna.
Verzl. Andrésar Guðjónssonar
opnaði kjörbúð, hina fyrstu hér
í bæ. Jón Gíslason varð kaupfé-
lagsstjóri 1. febr. til 1. nóv. Þá
gerðist kaupfélagstjóri Sigmar
Hróbjartsson, er búsettur hefur
verið hér til fjölda ára.
Lokið var smíði þriggja íbúðar-
húsa og haldið var áfram við
önnur, sem eru í smíðum, þar á
meðal læknisbústaðinn.
Ljósakross var settur á Hóla-
nesskirkju og kirkjan máluð að
utan og einnig girðingin í kring
um hana. Páll Jónson lét af
störfum sem organisti við kirkj-
una, eftir að hafa haft þann
starfa í 15 ár. Var honum þakkað
ágætt starf með samsæti kirkju-
kórsins, er færði honum vandað-
an grip sem þakklætisvott. Við
organistastarfinu tók Kristján
Hjartarson, sem er áhugamaður
um þessi mál.