Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 37

Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 37
HÚNAVAKA 35 samlegar — hvað það væri unaðslegt, þegar nýtt líf kæmi í heim- inn. Alltaf síðan hefur mér þótt dásamlegt að vera við fæðingu. Minnissteeðir sjúklÍ7igar. Ymsir sjúklingar eru mér minnisstæðir, t. d. Stebbi straumur, sem svo var kallaður. Það var hann, sem Kjarval málaði af alveg meistaralegt málverk. Kjarval var einhvern tíma gestur hjá læknis- hjónunum og kynntist Stebba á sjúkrahúsinu. Stebbi hafði stórar hendur og pataði með þeim út í loftið, þegar hann var alltaf að tala um hvítu merina sína, sem hann hefur ef til vill einhvern tíma átt. Á myndinni sat Stebbi á hvítu merinni með englameyjarnar kringum sig og dýr merkurinnar hér og þar. Kallaði Kjarval mál- verkið „Hugmyndaflugið hans Stebba“. Eftir það sendi Kjarval Stebba alltaf jólakveðju. Hann sagði að þeir ættu svo margt sameiginlegt, Stebbi og hann. Þá er mér Sigurður Semingsson í fersku minni. Hann hafði ver- ið hér í mörg ár, þegar ég kom, og var alveg ótrúlega harður af sér. Ekki fékkst hann til að taka sprautu, þó að honum liði illa, og fór fram á salerni á næturnar, eftir að hann var svo hrumur, að hann vildi ekki láta sjá til sín á daginn. Einn morguninn sagði hann: Nú fer ég ekki fleiri ferðir fram. Ég held að hann hafi skrið- ið inn aftur. Ég man ákaflega vel eftir Sigurði frá Brekkukoti. Hann var berklaveikur og lá hjá okkur í mörg ár. Hann var bráðgreindur og vel gerður maður. Mér fannst alltaf hægt að sækja kjark og styrk til hans, þó að hann væri sjúklingur. Hann var gæddur kímnigáfu og sá margt og geymdi það vel, en laumaði því að manni, þegar tækifæri gafst, á skemmtilega gamansaman hátt. Honum þótti fjarska vænt um fjölskylduna sína. Það komu margir til hans, og ég saknaði hans mikið. Af sjúklingum með dulræna hæfileika get ég nefnt Jónínu Hann- esdóttur. Hún lá hér nokkur ár og var mjög greind kona. Hún var lömuð upp að mitti. Hún sagðist alltaf vita, þegar einhver væri feigur. Það brygðist ekki að þeir fengju heimsókn. Hún sagði mér stundum frá því, sem hún sá. Henni var ekki um suma gefið, sem lágu í stofu með henni. Hún sá eitthvað í kringum þá og oft voru fleiri inni í stofunni en aðrir sáu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.