Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 75
HÚNAVAKA
73
gort annars staðar." Benti hann mér á, hvar ég skyldi fara og hvern-
ig ég skyldi haga mér, þegar ég kæmi að norðurbakkanum. Kvaddi
ég Þórð og lagði út á ána og kom nú langi stafurinn í góðar þarfir,
því að ég gat nokkuð reynt ísinn með honum í gegnum vatnið.
Ferðin gekk vel, en vatnið var sums staðar neðan á síðu á hestun-
um. Dalsá kornst ég yfir að mestu klakklaust, en mátti þó ekki tæp-
ara standa. Skörin við norðurbakkann brotnaði, þegar hesturinn,
sem ég reið, stökk upp á bakkann og lausi hesturinn féll niður með
bakkanum, en hafði sig þó strax upp úr. Nú var aðeins Gljúfurá eftir
og við hana var ég hræddastur. Hún rennur eftir þröngu gili og er því
víða mjög þröngt um hana, þegar hún er vatnsmikil. Ég ákvað strax
að reyna ekki að fara yfir Gljúfurá, þar sem vegurinn lá að henni.
Þar er gilið djúpt og þröngt og taldi ég alveg víst, að þar væri hún
ófær með öllu. Líklegast fannst mér að yfir ána yrði komizt í svo-
nefndu Miðhópsnesi. Þar er gilið að mestu úr sögunni og getur því
áin breitt þar úr sér og því ekki mikil hætta á að áin sprengi ísinn
úr botninum, því að efalaust hafði hún rifið af sér með köflum
í gilinu og mundi þá að mestu leyti renna ofan á ísnum, þegar hún
kæmi norður sléttlendið. Hinsvegar var líklegt að mikill jakaburður
væri með vatnsflaumnum og gat það verið hættulegt. Við fjárhúsin
í Gröf hitti ég bóndann og spurði hann um álit hans á Gljúfurá.
Hann taldi hana ófæra eða að minnsta kosti mjög varasama, en þó
helzt að komast yfir ána út undir Hópinu. Hélt ég nú leiðar minnar
og hafði heldur hraðann á, því farið var að dimma og Iétti ekki fyrr
en ég kom að ánni í Miðhópsnesinu.
Ekki leizt mér á flagðið, þar sem hún beljaði fram með þungum
nið og talsverðum jakaburði. Ekki sá ég þó mjög stóra jaka og taldi
ég að það stafaði af því að vatnsflaumurinn hefði mulið ísinn í gil-
inu. Ekki eyddi ég þó löngum tíma í heilabror,— hef líklega hugsað
eitthvað líkt og Hannes forðum við Valagilsá. — „Ég ætla að sjá
hvað setur, hvort sjóðandi straumiðufall eða brjóstþrekinn klár hef-
ur betur.“
Áður en ég lagði út á Víðidalsá, hafði ég haft hestaskipti og lagði
á jarpan úrvalshest, sem ég var með í ferðinni. Hestur þessi var fram-
úrskarandi duglegur og mikil vitskepna og hafði hann oft áður skil-
að mér heilum að landi úr vondum vatnsföllum. Treysti ég því Jarp
vel til að standast þessa raun, ef ísinn í botninum væri nógu traustur
og á það varð að hætta.