Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 75

Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 75
HÚNAVAKA 73 gort annars staðar." Benti hann mér á, hvar ég skyldi fara og hvern- ig ég skyldi haga mér, þegar ég kæmi að norðurbakkanum. Kvaddi ég Þórð og lagði út á ána og kom nú langi stafurinn í góðar þarfir, því að ég gat nokkuð reynt ísinn með honum í gegnum vatnið. Ferðin gekk vel, en vatnið var sums staðar neðan á síðu á hestun- um. Dalsá kornst ég yfir að mestu klakklaust, en mátti þó ekki tæp- ara standa. Skörin við norðurbakkann brotnaði, þegar hesturinn, sem ég reið, stökk upp á bakkann og lausi hesturinn féll niður með bakkanum, en hafði sig þó strax upp úr. Nú var aðeins Gljúfurá eftir og við hana var ég hræddastur. Hún rennur eftir þröngu gili og er því víða mjög þröngt um hana, þegar hún er vatnsmikil. Ég ákvað strax að reyna ekki að fara yfir Gljúfurá, þar sem vegurinn lá að henni. Þar er gilið djúpt og þröngt og taldi ég alveg víst, að þar væri hún ófær með öllu. Líklegast fannst mér að yfir ána yrði komizt í svo- nefndu Miðhópsnesi. Þar er gilið að mestu úr sögunni og getur því áin breitt þar úr sér og því ekki mikil hætta á að áin sprengi ísinn úr botninum, því að efalaust hafði hún rifið af sér með köflum í gilinu og mundi þá að mestu leyti renna ofan á ísnum, þegar hún kæmi norður sléttlendið. Hinsvegar var líklegt að mikill jakaburður væri með vatnsflaumnum og gat það verið hættulegt. Við fjárhúsin í Gröf hitti ég bóndann og spurði hann um álit hans á Gljúfurá. Hann taldi hana ófæra eða að minnsta kosti mjög varasama, en þó helzt að komast yfir ána út undir Hópinu. Hélt ég nú leiðar minnar og hafði heldur hraðann á, því farið var að dimma og Iétti ekki fyrr en ég kom að ánni í Miðhópsnesinu. Ekki leizt mér á flagðið, þar sem hún beljaði fram með þungum nið og talsverðum jakaburði. Ekki sá ég þó mjög stóra jaka og taldi ég að það stafaði af því að vatnsflaumurinn hefði mulið ísinn í gil- inu. Ekki eyddi ég þó löngum tíma í heilabror,— hef líklega hugsað eitthvað líkt og Hannes forðum við Valagilsá. — „Ég ætla að sjá hvað setur, hvort sjóðandi straumiðufall eða brjóstþrekinn klár hef- ur betur.“ Áður en ég lagði út á Víðidalsá, hafði ég haft hestaskipti og lagði á jarpan úrvalshest, sem ég var með í ferðinni. Hestur þessi var fram- úrskarandi duglegur og mikil vitskepna og hafði hann oft áður skil- að mér heilum að landi úr vondum vatnsföllum. Treysti ég því Jarp vel til að standast þessa raun, ef ísinn í botninum væri nógu traustur og á það varð að hætta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.